Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 18. maí, 138. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 4.03 13.24 22.48 AKUREYRI 3.27 13.09 22.54 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Að skokka, synda, skíða og hjóla. Allt þetta og fleira til notar Guðmundur Gunnarsson verkalýðsforingi til að efla heilsu sína bæði líkamlega og andlega. „Ég held mér í formi með því að skokka reglulega. Reyni að gera það svona annan hvern dag og hlaupa upp undir 20 kílómetra á viku,“ segir Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, aðspurður. Hann býr uppi í Grafarvogi og segir þar mjög góðar hlaupabrautir langt frá umferð- aræðum. Þær tengjast gönguleiðum sem liggja meðfram sjónum upp í Mosfellsbæ og þaðan upp í Mosfellsdalinn. Þangað hleypur hann oft. Svo gengur hann reglu- lega á fjöll og nær því stundum að fara þrisvar á einni viku á Esjuna þegar hann er að búa sig undir lengri bakpokaferðir. Hann er yfirleitt einn á skokkinu og í skemmri fjallgöngum. „Mér finnst þvingandi að hlaupa í hópi en í lengri göngurnar fer ég undantekningarlaust í félagsskap annarra,“ lýsir hann. Guðmundur kveðst reyna að hafa fjöl- breytni í sinni hreyfingu. „Ég tek sundrispur og syndi þá um einn kílómetra í senn í stað þess að hlaupa. Stundum tek ég fram fjallahjólið og ef snjór er fer ég gjarnan á gönguskíði í staðinn fyrir skokkið eða sundið. Ég reyni að hreyfa mig hressilega annan hvern dag. Það er svona grunntónninn í þessu,“ segir Guð- mundur, sem kveðst hafa haldið þessum lífsstíl frá því hann varð fertugur. „Í fyrstu stundaði ég æfingar í líkams- ræktarstöð í tíu ár en breytti síðan til og fór að hreyfa sig meira úti. Nú finnst mér það lífsspursmál. Ég vinn þannig vinnu að ég verð ekki líkamlega þreyttur heldur andlega og það er ekki til neitt betra við þunglyndi og annarri andlegri vanlíðan en að fara út og taka verulega á. Koma pumpunni í gang, blása almennilega og svitna í gegn,“ segir hann sannfærandi og bætir við: „Þegar maður kemur heim ör- þreyttur líkamlega er öll andlega þreytan horfin.“ gun@frettabladid.is Klífur Esjuna stund- um þrisvar í viku nam@frettabladid.is Samræmdum prófum í 10. bekk grunnskóla lýkur í dag. Margir skólar hafa skipulagt ferðir til að fagna þessum tíma- mótum þannig að ungmennin megi eiga ánægjulegar minn- ingar við lok þessa áfanga. Félagsþjónustan í Reykjavík, Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, Lögreglan í Reykja- vík og SAMFOK hafa sent út hvatningu til foreldra og ann- arra forráðamanna barna um að veita þeim umhyggu, að- hald og eftirlit og leyfa ekki eftirlitslaus partí eða ferðir af þessu tilefni. Skráning í flugþjónustunám stendur yfir til 20. maí í Ferða- málaskólanum, sem er deild innan Mennta- skólans í Kópa- vogi. Námið er undirbúningur fyrir þá sem vilja starfa sem flugfreyjur eða flugþjónar og er skipulagt í samstarfi við flugfélög á Íslandi. Markmið námsins er að búa nemendur undir störf í farþega- rými flugvéla. Það stendur í eina önn, 14 vikur, og hefst í september. Námið kostar 105 þúsund. Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs og hafa lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Einnig þurfa þeir að hafa gott vald á tveimur tungumálum. Alls var 29 milljónum króna nýlega úthlutað af Leonardo da Vinci-starfsmenntaáætlun Evr- ópusambandsins til sextán fyr- irtækja, skóla og stofnana. Þeim fjármunum verður varið til að senda 190 einstaklinga í starfsþjálfun og heimsóknir til annarra Evrópu- landa. Aðal- markópurinn er ungt fólk í grunn- starfsnámi. Guðmundur segir Grafarvoginn gott svæði til að skokka. LIGGUR Í LOFTINU í námi FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Ég handleggs- brotnaði þegar ég var að klappa kisu og datt niður af skápnum. Vanbúnum jöklaförum er voðinn vís BLS. 6 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 SMÁAUGLÝSINGAR Á 995 KR. ÞÚ GETUR PANTAÐ ÞÆR Á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.