Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 16
Hinn hefðbundni lokadagur var
núna í miðri viku þann 11. maí.
Þann dag hefur frá fornu fari ver-
ið talið að vetrarvertíð væri lokið
og menn héldu heim til sín úr ver-
inu til að sinna sauðburði. Það
verður að teljast við hæfi að Al-
þingi skyldi velja þann dag til að
ljúka störfum, svo mikill vertíðar-
bragur sem iðulega er á störfum
þess.
Árum saman hafa þingmenn og
aðrir kvartað undan skorti á
skipulagi á störfum þingsins. Vik-
um saman framan af hverju þingi
hefur það fátt eitt fyrir stafni, svo
þegar líður að jólum, eða þinglok-
um að vori, hrúgast misvel undir-
búin stjórnarfrumvörp inn með
þeirri tilætlan ráðherra að þau fái
afgreiðslu með hraði. Að lokum er
reynt að ná samkomulagi milli
stjórnar og stjórnarandstöðu um
að velja úr hrúgunni það sem rík-
isstjórnin telur brýnast og hleypa
því í gegn, oft að lítt yfirveguðu
ráði og án nægrar aðgæslu um
réttarfarslegar afleiðingar. Næg-
ir þar að nefna til frægt frumvarp
um eftirlaun þingmanna, sem af-
greitt var fyrir jól í hitteðfyrra
með kunnum afleiðingum.
Mér fannst satt að segja ömur-
legt að fylgjast með starfslokum
þingsins á lokadaginn í sjónvarp-
inu. Virðulegur forseti las í belg
og biðu eins og hann væri í hrað-
lestrarkeppni heiti, nöfn og núm-
er á þingskjölum og meðfylgjandi
breytingartillögum. „Nú fer fram
atkvæðagreiðsla – atkvæða-
greiðslu er lokið, samþykkt með
xx atkvæðum gegn zz og er af-
greitt sem lög frá þinginu“. Kom-
ið hefur fram að sett hafi verið
ákveðið hraðamet í atkvæða-
greiðslum að þessu sinni (!), sem
þing framtíðarinnar munu von-
andi eiga erfitt með að slá.
Nú má vel vera að að baki
þessari hraðaatkvæðagreiðslu
liggi vönduð umræða í þingsölum
og í nefndum. Sé svo ætti að
banna að sjónvarpa frá þessu
hraðaupphlaupi, því að fyrir óinn-
vígða hlaut þetta að líta út sem
hræðileg hroðvirkni og leiða til
hugleiðinga um óvönduð vinnu-
brögð við lagasetningu, sem leitt
geta til allt annarrar niðurstöðu
en löggjafinn hverju sinni telur
sig vera að leiða í lög, eins og
alltof oft hefur komið fyrir á und-
anförnum árum.
Sú var tíðin að þingseta taldist
til hjáverka. Fyrsta áratuginn eft-
ir að stjórnin færðist inn í landið
var jafnvel haldið áfram upptekn-
um hætti og þingað aðeins annað
hvert ár nokkrar vikur í senn og
fjárlög samþykkt til tveggja ára.
Langt er þó síðan þingmennskan
varð að aðalstarfi og launuð sam-
kvæmt því. Það er því engin
ástæða til að halda áfram þessu
vertíðarfyrirkomulagi á störfum
þingsins, nema þá sú að ráðherr-
um finnst þægilegra að stjórna að
þinginu fjarverandi.
Er ekki löngu orðið tímabært
að þingið sitji allt árið og þing-
störfum sé skipt upp í tvær eða
þrjár annir með hléum á milli fyr-
ir þingmenn að blanda geði við
kjósendur, kynna þeim störf sín
og leita þeirra fulltingis við orð
sín á þingi og gerðir?
Þingið verður að fara að taka
alvarlega hlutverk sitt sem óháð-
ur armur hins þrískipta valds, í
stað þess að koðna niður sem lög-
gjafararmur alráðs fram-
kvæmdavalds. Eitt hlutverk þess
er að veita framkvæmdavaldinu
aðhald og sjá til þess að dóms-
valdið starfi einnig með sem sjálf-
stæðustum hætti, svo og þær eft-
irlitsstofnanir sem komið hefur
verið á fót til að sjá um að við-
skiptalífið haldi sig innan skyn-
samlegra og siðlegra marka.
Hér koma upp í hugann nýsett
lög um Samkeppnisstofnun. Að
flestra áliti hefur sú stofnun sann-
að gildi sitt með atlögu sinni að
grænmetishringnum sællar minn-
ingar og síðan samráði olíufélag-
anna. Hvers vegna er þá hraðað í
gegnum þingið löggjöf um þessa
stofnun, sem klýfur hana upp í
hluta, eftirlitinu með viðskipta-
samráði er fengin pólitísk stjórn
skipuð af ráðherra, og kveðið á
um að forstjóri skuli bera allar
ákvarðanir um fyrirvaralausar
húsrannsóknir undir þessa póli-
tísku stjórn áður en látið er til
skarar skríða? Sú skoðun nær
langt út fyrir raðir hinnar form-
legu stjórnarandstöðu að þessi lög
séu hefndaraðgerð gegn Georg
Ólafssyni, forstjóra Samkeppnis-
stofnunar, fyrir aðgerðina gegn
olíufélögunum.
Rök ráðherra, Valgerðar
Sverrisdóttur, eru út í hött: Stofn-
unin er skilvirk en undirmönnuð
og févana; því þarf ný lög (sem
gefa tækifæri til þess að setja nú-
verandi forstjóra af, skipa stjórn
undir pilsfaldi ráðherra, semsé
þæga stofnun og undirgefna und-
ir hið pólitíska vald).
En hvar er umfjöllun fjórða
valdsins, fjölmiðlanna, um þetta
mál? Hvernig getur þessi beina-
beri rökstuðningur ráðherrans
ekki aðeins sloppið í gegnum um-
ræður þingsins og umfjöllun
nefnda, heldur og umfjöllun fjöl-
miðla? Kannski er ástæða til að
spyrja þeirrar spurningar sem
mörgum hefur brunnið á vörum
allt frá dögum Rómverja: Quid
boni, sem útleggst: Hverjum í
hag? ■
Ó róleikinn í fyrrverandi Sovétlýðveldum færist land úrlandi. Skemmst er að minnast þess sem gerðist í Georg-íu og Úkraínu, þegar nýir leiðtogar komust þar til valda,
og nú liggur við borgarastyrjöld í einni eða fleiri borgum í aust-
urhluta Úsbekistans. Fréttir herma að þegar hafi mörg hundruð
manns fallið í bardögum andófsmanna og hersins þar í landi og
sér ekki enn fyrir endann á óeirðunum sem orðið hafa þar. Þetta
virðist vera staðbundið enn sem komið og hafa óeirðirnar ekki
borist til höfuðborgar landsins eftir því sem best er vitað.
Óeirðirnar byrjuðu í lok síðustu viku, og upphaf þeirra má
rekja til friðsamlegra mómæla vegna handtöku og fangelsunar
23 athafnamanna í borginni Andijan í austurhluta landsins.
Stjórnvöld halda því fram að þeir séu íslamskir öfgamenn. Allt
fór svo í háaloft þegar vopnaðir menn gerðu árás á fangelsið
þar sem mönnunum var haldið og í kjölfarið var ráðist á opin-
berar byggingar í bænum og embættismenn teknir í gíslingu.
Síðar skutu stjórnarhersveitir á mannfjölda á götum úti og er
talað um að um 500 manns hafi fallið þar í grimmilegri árás.
Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan Bush Bandaríkjafor-
seti kom í opinbera heimsókn til Georgíu og var þar vel fagnað
af núverandi valdhöfum. Bandaríkjamenn hafa verið að rækta
sambandið við nokkur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna og
þar á meðal er Úsbekistan. Reyndar kom það mörgum á óvart
þegar í ljós kom að bandaríski herinn hafði fengið aðstöðu á
flugvelli í Úsbekistan, til að geta athafnað sig þar með hinar
risastóru sprengjuflugvélar sínar í hernaðinum í Afganistan.
Síðan þá hafa Bandaríkjamenn haft herstöð þar í landi. Suður-
landamæri Úsbekistans liggja að Afganistan, og því var það
mikill ávinningur fyrir Bandaríkjamenn að fá þar bækistöð.
Þeir þurftu að vísu að greiða töluvert fyrir þessa aðstöðu í bein-
um fjárstyrkjum, en þeim hefur þótt það þess virði.
Þessi bækistöð bandaríska hersins í Úsbekistan er skýring-
in á því hvers vegna formælendur Bandaríkjastjórnar hafa
ekki kveðið fast að orði vegna óeirðanna og mannfallsins í aust-
urhluta landsins frá því fyrir og um helgina. Bandaríkjamenn
eiga mikið undir því að eiga góð samskipti við Islam Karimov,
forseta landsins, og stjórn hans og hafa hvatt til lýðræðislegra
umbóta í þessu fátæka landi. Bretar hafa verið mun ákveðnari
í yfirlýsingum sínum vegna ástandsins í landinu. Erlendar
fréttastofur hafa margar hverjar líkt ástandinu á götunum í
Andijan við það sem gerðist á Torgi hins himneska friðar í Pek-
ing árið 1989 og kannski þess vegna hafa kínversk stjórnvöld
sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau fagna því að yfirvöld í Ús-
bekistan hafi komið á röð og reglu í landinu! Rússnesk stjórn-
völd hafa sagt að fjöldi óbreyttra borgara hafi látist í óeirðun-
um og harma þessa atburði.
Á þessu stigi er erfitt að segja til um hvort óeirðirnar eigi
eftir að teygja sig til höfuðborgarinnar Taskent. Þær eru ann-
ars eðlis en í nágrannaríkjunum og þarna er enginn þekktur
andspyrnumaður enn sem komið er, sem leiðir hreyfingu gegn
stjórnvöldum í landinu. Alþjóðasamfélagið þarf að láta til sín
taka þarna og koma í veg fyrir frekara blóðbað á götum úti. ■
18. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Mannfall og blóðbað á götum úti í fyrrverandi Sovétýðveldi
Óeir›irnar í
Úsbekistan
FRÁ DEGI TIL DAGS
Alltaf einfalt
www.ob.is
14 stöðvar!
Hro›virkni – hverjum í hag?
Smekklaus stuðningur
Slagurinn um formennskuna í Samfylk-
ingunni hefur opinberað „alvarlega
hluti“, segir í gær í Morgunpósti Vinstri
grænna á netinu: „Það er umhugsunar-
efni fyrir okkur í VG og reyndar alla
borgarbúa að þrír af æðstu embættis-
mönnum borgarinnar eru á sérstökum
stuðn-
ings-
manna-
lista
Ingi-
bjargar
Sólrún-
ar
Gísla-
dóttur
vegna
formannskjörsins í Samfylkingunni. Engu
máli skiptir það okkur hvort vinnur það
stríð, en það má þó vekja athygli á því
að það er smekklaust og tillitslaust í
senn að hafa toppembættismenn borg-
arinnar á lista yfir stuðningsmenn for-
mannsefnis. Tillitslaus gagnvart borgar-
búum og samstarfsflokknum“.
Taktlausir og ókurteisir
Og enn er haldið áfram í Morgunpóstin-
um: „Það var einmitt þetta sem R-listinn
var stofnaður til að berjast á móti: Að
borgarkerfið væri tekið til afnota fyrir
FLOKKINN með hástöfum og greini. Það
hefði orðið bókstaflega allt brjálað ef
íhaldið á sinni tíð hefði notað æðstu
embættismenn á flokkspólitíska stuðn-
ingsmannalista. Hversu oft höfum við
vinstrimenn ekki rifjað upp að embætt-
ismenn hallir undir Sjálfstæðisflokkinn
settu stein í götu meirihlutans á árunum
1978 til 1982? Þessum embættismönn-
um handgengnum íhaldinu var kennt
um ófarirnar í kosningunum 1982. Þess-
ir embættismenn voru þó ekki svo takt-
lausir og ókurteisir að setja nafn sitt á
opinbera stuðningsmannalista frambjóð-
enda Sjálfstæðisflokksins“.
Ekki mikið lengur
„Hitt er svo líka umhugsunarefni fyrir
okkur sem styðjum R-listann þar sem
hafa verið einstaklingar úr þremur flokk-
um og einn eða tveir óháðir að nú er sá
sem talinn var óháður borgarfulltrúi í
síðustu kosningum orðinn liðsmaður
Ingibjargar og genginn í Samfylkinguna“
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Hvernig getur flessi
beinaberi rökstu›ning-
ur rá›herra sloppi› undan
umfjöllun fjölmi›la...?
,,
Í DAG
LOK ÞINGVERTÍÐAR
ÓLAFUR
HANNIBALSSON