Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 37
KS sé orðið of fyrirferðarmikið í Skagafirði. Kaupfélagið sé héraðsleg eign. „Ég hef aldrei haft neinar áhyggur af því hvort ég er umdeildur eða ekki. Það er sama hver myndi gegna mínu starfi og kæmi svona víða við, hann yrði umdeildur. Fólk blandar saman persónunni og fyrirtækinu. Ég legg fyrst og fremst áherslu á að vera fyrirtækinu og héraðinu að liði. Það er það sem skiptir máli. Við höfum aldrei haft það að markmiði að skaða neinn hér í þessu byggðarlagi. Nema síður sé. Við höfum gengið til liðs við fyrirtæki sem hafa verið að ganga í gegnum breytingar og jafnvel endurreisa. Og við höfum komið víða að málum. Þannig að við viljum fyrst og fremst líta þannig á að við rekum kraftmikið atvinnulíf hér í héraðinu,“ segir Þórólfur. VILL BEISLA ORKUNA KS á tæp helmingshlut í Héraðsvötnum í gegnum Norðlenska orku. Héraðsvötn hafa unnið að því að fá að reisa Villinganesvirkjun í þágu atvinnulífsins fyrir norðan, eins og það er orðað. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra sagði á fundi í fyrra að það væri skyn- samlegt að gera ráð fyrir þessari virkjun og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hef- ur haldið fund um virkjanamál á Sauðárkróki í vetur. Einnig búast eigendur Héraðsvatna við því að fá rannsóknar- og virkjunarrétt við Skatastaði. Þórólfur segir Halldór hafa talað á svipuð- um nótum í Skagafirði eins og hann gerði fyrir austan. „Það sama á við hér í Skagafirði og á Norðurlandi vestra og Austfjörðum. Það er mikilvægt að sú orka, sem hægt er að beis- la, sé notuð til atvinnuuppbyggingar. Það er mjög brýnt til að veikja ekki byggð í þessu kjördæmi meira en orðið er. Þetta er landbún- aðarhérað og mikil þróun hefur átt sér stað í landbúnaði. Tækniþróun hefur leitt til þess að færra fólk vinnur störfin. Því er mjög mikil- vægt að það komi ný starfsemi inn á þetta svæði, t.d. sterkt iðnaðarfyrirtæki sem geti boðið upp á fjölbreytta atvinnu.“ SPRENGING Í LANDBÚNAÐARFRAMLEIÐSLU Í fyrsta sinn í sögu KS fór heildarslátrun sauð- fjár yfir hundrað þúsund fjár í fyrra. Árið 2000 var um 37 þúsund fjár slátrað. Þá tók mjólkursamlagið á móti yfir tíu milljónum lítra af mjólk og greiddi bændum tæpan hálf- an milljarð fyrir. Frá árinu 2000 hefur innveg- in mjólk aukist um tæpa milljón lítra. Kúabúm hefur fækkað og meðalinnlegg hvers bónda hækkað. Þetta er í takt við þróun í mjólkur- framleiðslu í landinu. Undanfarin ár hefur KS aðstoðað bændur fjárhagslega til að kaupa framleiðslurétt á mjólk, svokallaðan mjólkurkvóta. Þórólfur segir að bú á svæði mjólkursamlagsins hafi verið tiltölulega lítil, eða tíu prósentum undir landsmeðaltali. Samhliða því að kúabú á öðr- um landsvæðum hafa stækkað hafa bú í Skagafirði stækkað hraðar og eru við lands- meðaltalið að stærð í dag. „Framleiðsluréttur- inn hér hefur vaxið úr því að vera 7,5 prósent af landsframleiðslurétti í mjólk í að nálgast tíu prósentin,“ segir Þórólfur. Eftir sameiningu Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi varð til risa- stórt mjólkursamlag sem nær alla leið að Skagafirði. Þórólfur vill sjá mótvægi við sunn- lenska mjólkurrisann. Í því sambandi þurfi mjólkursamlag KS og Norðurmjólk á Akur- eyri að auka samvinnu sína. Huga þurfi að verkaskiptingu á milli þessara samlaga og hagræða frekar í mjólkurframleiðslu. SAMVINNUREKSTURINN LIFIR Aðspurður hvort það hafi komið til skoðunar að breyta samvinnurekstrarformi KS segist Þórólfur hafa þá trú að allir hlutir fari í hringi þegar upp er staðið. „Það er spurning hversu mikill hraði er á hlutunum. Sumir telja að einkavæðing og mjög mikil einstaklingshyggja muni leiða af sér þá þróun að menn fari aftur að horfa til samfélagslegra þátta og sjái heildarmyndina í víðara samhengi. Sumir grínast með að það sé ekkert óeðlilegt að samvinnufélag þrífist í Skagafirði. Samvinnufélögin hafi kannski breyst en Skagfirðingar hafi alltaf verið svo- lítið á eftir í þróuninni. Þeir voru til dæmis miklu lengur í torfbæjum en aðrir. Svo fer þetta í hringi og samvinnufélög eins og KS komast kannski aftur í tísku.“ Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri, stjórnarformaður VÍS, stjórnarformaður Fisk- iðjunnar Skagfirðing, stjórnar- formaður Vörumiðlunar og stjórnarmaður í Samvinnu- tryggingum og Andvöku. Hann situr í miðstjórn Framsóknar- flokksins og á í persónulegum samskiptum við formenn stjórnarflokkanna. Samt sem áður gerir hann lítið úr völdum sínum og pólitískum tenging- um. Segir það andstætt sínum vilja að umræðan um Kaup- félagið tengist hans nafni jafn mikið og raun ber vitni. Tengsl fyrirtækja sem hann starfi í við Framsóknarflokkinn séu orð- um ofaukin. Kaupfélaginu sé ekki beitt póli- tískt. Þeir sem vilji draga þá mynd upp geri það því að þeir telji það sér í hag. Er þér illa við kastljósið? „Við forðumst ekki að standa fyrir það sem við stöndum fyrir. Við erum hins vegar ekki á hlutabréfamarkaði, við erum ekki í pólitík þannig að við erum ekki að reyna að draga upp einhverja mynd af okkur til að selja. Við vilj- um bara standa fyrir staðreyndum,“ svarar Þórólfur Gíslason. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 13 Ú T T E K T Fr ét ta bl að ið /G VA ÞÓRÓLFUR GÍSLASON OG SIGURJÓN RAFNSSON Þórólfur segir KS hafa þróast svolítið öðruvísi en önnur samvinnufélög. Veltan í fyrra hafi verið tæpir sjö milljarðar króna. Margir velti þessari stöðu fyrir sér því á meðan hafi önnur samvinnufélög lent í miklum erfiðleikum og annaðhvort hætt starfsemi eða breytt um rekstrarform. r í Skagafirði T Ö L U R Ú R R E K S T R I N U M * 2004 2003 2002 2001 2000 Hagnaður 1.207 416 258 102 -180 Rekstrartekjur** 6.741 6.203 6.145 5.490 5.247 Tekjur annarra félaga 931 377 -26 -5 -177 Eigið fé 4.917 2.295 1.940 1.741 1.481 * Allar tölur í milljónum króna **Skagstrendingur er ekki inni í þessum tölum Vill byggja upp fjármálastofnun Þórólfur Gíslason vill byggja upp öfluga fjármálastofnun í Skagafirði. Kaupfélag Skagfirðinga fór með tæp fjörutíu pró- senta eignarhlut í Sparisjóði Skagafjarð- ar, sem áður hét Sparisjóður Hólahrepps, um síðustu áramót. Eftir að stjórnendur Kaupfélagsins komu að Sparisjóði Hólahrepps hófst samvinna milli hans og sparisjóðanna á Siglufirði, í Ólafsfirði og Mýrarsýslu. Nú hefur Sparisjóður Mýrarsýslu keypt sparisjóðina á Sigufirði og í Ólafsfirði. Hins vegar hefur ekki verið hægt að sam- eina þá sparisjóði Skagafjarðar, meðal annars vegna deilna KS-manna við gömlu stofnfjáreigendurna í Hólahreppi um stofnfjáraukningu á síðasta aðalfundi. Er því máli ólokið og verður rekið fyrir dóm- stólum í sumar. Í síðasta tölublaði Markaðarins var upplýst að sameiginlega ráða VÍS og Fiskiðjan Skagfirðingur, dótturfélag KS, yfir tæpum níu prósentum af stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Það virðist því vera unnið leynt og ljóst að því að auka samvinnu þessara sparisjóða í framtíðinni og mynda öfluga fjármálastofnun til mótvægis við við- skiptabankana þrjá. Samkvæmt heimild- um Markaðarins er horft til þess að brey- ta sparisjóðunum í hlutafélög. Þórólfur vill ekki staðfesta að þessi áform séu á teikniborðinu. Hann telur mikilvægt að í Skagafirði sé fjármála- stofnun á héraðslegum forsendum, eins og hann kallar það. Innlánsdeild KS, sem nálgast nú átta hunduð milljónir, verði þá jafnvel sameinuð sparisjóðnum. FUNDUR SPARISJÓÐS HÓLAHREPPS Stofnfjár- eigendur hafa tekist á í stjórn sparisjóðsins á síðustu aðalfundum. Hver á KS? Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag. Þegar rekstur þess er skoðaður er ljóst að Þórólfur Gíslason stjórnar fé- laginu enda kaupfélagsstjóri en spurningin er hver á það? „Eins og ég skil það er Kaupfélag Skagfirðinga eign félagsmanna sem byggja hér- aðið á hverjum tíma. Okkur ber að skila félaginu eins öfl- ugu og kostur er því við telj- um að það beri miklar skyldur gagnvart umhverfi sínu, sem er Skagafjörður. Við eigum að standa vörð um atvinnu og byggðarhagsmuni héraðsins. Ég vona að við göngum ekkert langt í því,“ segir Þórólfur. Stjórnin ráðstafi eignum fé- lagsins í umboði félagsmanna. Aðspurður segist hann ekki skorast undan því að viður- kenna að kaupfélagið kunni að sýnast miðstýrt. „En ef það leiðir til góðs fyrir héraðið, fé- lagið og félagsmenn er það ekkert sem truflar mig nema síður sé,“ segir Þórólfur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.