Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 18. maí 2005 Kennsla hefst í haust í kvik- myndafræði sem sjálfstæðri námsgrein við Háskóla Íslands. Til að byrja með verður hún 30 eininga aukagrein á BA-stigi innan hugvísindadeildar. Þótt Íslendingar hafi tekið kvik- myndum opnum örmum fyrir hundrað árum sem afþreyingu og byrjað framleiðslu kvikmynda af kappi fyrir aldarfjórðungi þá hef- ur kvikmyndafræði ekki verið kennd sem sjálfstæð grein hér á landi nema í námskeiðaformi. Nýja kvikmyndafræðinámið við HÍ verður því hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Því er meðal annars ætlað að þjálfa fólk í að skilja og túlka kvikmyndir frá ýmsum tímum og ólíkum þjóð- löndum og kynna helstu hugtök og vinnuaðferðir í kvikmyndafræði. „Nú á haustmisserinu verður meðal annars fjallað um Hollywood-kvikmyndaiðnaðinn í heild, kvikmyndahátíðir og sér- stakt námskeið verður um Friðrik Þór Friðriksson,“ segir Guðni El- ísson dósent sem er forstöðumað- ur kvikmyndafræðinámsins. Flutningafyrirtækið Samskip styður þessa nýju námsgrein rausnarlega með því að kosta stöðu kennara. ■ Fjallað um lífræna og vist- væna ræktun með meiru. Starfs- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi stendur fyrir námskeiði fyrir leiðbeinendur í skólagörðum hjá sveitarfélögum þriðjudaginn 24. maí. Námskeiðið fer fram í húsakynnum skólans á Reykjum. Tveir af sérfræðingum skólans, þeir Björn Gunnlaugsson tilraunastjóri og Gunnþór Guð- finnsson, ræktunarstjóri lífrænn- ar ræktunar, verða leiðbeinendur á námskeiðinu. Þeir munu meðal annars fjalla um jarðvinnslu, plöntusjúkdóma og meindýr ásamt illgresiseyðingu í skóla- görðum. Þá verður sérstaklega fjallað um lífræna og vistvæna ræktun og um jarðgerð og lífræn- an áburð. Einnig verður farið yfir ræktun á einstökum tegundum matjurta og matjurtaræktun í gróðurhúsum skólans kynnt. Skráning og nánari upplýsingar um námskeiðið fást á netfanginu www.mhh@lbhi.is. ■ Útskriftir skarast víða við Evrópusöngvakeppnina. Fjölmargir framhaldsskólar út- skrifa stúdenta sína næstkom- andi laugardag. Margir fagna áfanganum með veislu og bjóða til sín vinum og vandamönnum. Í ár munu margar útskriftir koma upp á sama dag og söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva og því tilvalið að slá saman stúdents- veislu og evróvisjónpartíi. Hætt er við því að þegar líður á kvöld- ið tínist gestirnir úr veislunni til að fara heim að horfa á sjónvarp- ið. Ráðlegast er fyrir veisluhald- ara að kveikja á sjónvarpinu og leyfa öllum í veislunni að setjast niður og horfa saman á keppnina. Góð og skemmtileg stemmning getur myndast þegar stór hópur horfir á þetta saman og stúdent- inn fær tvöfalda veislu og góða skemmtun. ■ Stúdentsveisla í bland við Evrópusöngvakeppninia Túlka kvikmyndir frá ýmsum tímum Guðni Elísson dósent verður fyrsti for- stöðumaður kvikmyndafræðinámsins. Fjallað verður um ræktun á nokkrum teg- undum matjurta á námskeiði fyrir umsjón- armenn skólagarða. Nám fyrir verðandi leið- beinendur í skólagörðum Nemendur á matvæla- og næringarfræðisviði í heimsókn í fyrirtækinu Kornaxi. Matvælafræðingar sinna mikilvægum störfum er tengjast matvælaframleiðslu, manneldi, rannsóknum, stjórnun, vöru- þróun, ráðgjöf og markaðsmálum. Aðrir starfa að rannsóknum, í líftækniiðnaði og við kennslu. Einnig við stjórnunar- störf í fyrirtækjum og stofnunum. NÁMIÐ: Í Háskóla Íslands er matvælafræðiskor innan raunvísindadeildar. Boðið er upp á þriggja ára 90 eininga BS-nám. Allir nemendur útskrifast sem matvæla- fræðingar en þeir geta valið á milli þriggja áherslulína seinni hluta náms- ins: Matvælavinnslu, næringarfræði og matvælalíftækni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf af raungreinasviði. HELSTU NÁMSGREINAR: Grunnurinn er efnafræði og stærð- fræði. Síðan er byggt ofan á það með næringarfræði, matvælaefnafræði, matvælatæknifræði og fleiri skyldum greinum sem tengjast meðferð, vinnslu, bættri nýtingu, framleiðslu- stjórnun og verðmætaaukningu í mat- vælavinnslu. FRAMHALDSNÁM: Nemendur sem lokið hafa BS-námi geta bætt við sig tveggja ára meistara- námi sem er 60 einingar, og fjögurra ára doktorsnámi, til 120 eininga, í helstu sérgreinum matvæla- og næring- arfræða eins og matvælavinnslu, mat- vælaverkfræði, matvælaefnafræði, mat- vælalíftækni, matvælaörverufræði og næringarfræði. RÉTTINDI: Atvinnumöguleikar matvæla- og nær- ingarfræðinga eru góðir því þörf fyrir þá er mikil og vaxandi. Margvíslegar rann- sóknir fara fram á sviðum þessara fræðigreina. Matvæla- og næringarfræðingur? Hvernig verður maður 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.