Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 22
Vatnsbrúsi Á ferðalögum er mikilvægt að hafa með sér vatnsbrúsa sem auðvelt er að fylla á. Í bakpokan- um þarf alltaf vera einn brúsi sem er fullur áður en lagt er í hann og svo er hægt að fylla á hann í einhverri lækjasprænunni.[ ] Ferðafélag Íslands Mörkinni 6, 108 Reykjavík s.568-2533 • fax.568-2535 • www.fi.is Gönguferðir og gaman á fjöllum Vanbúnum jöklaförum getur verið voðinn vís Öryggið í fyrirrúmi því hér er gengið í slóð leiðsögumanns með línuna á milli sín. Myndina tók Gunnar V. Andrésson ljósmyndari sl. laug- ardag, eins og aðrar sem fylgja þessari grein. Mikil hætta getur steðjað að þeim sem fara án leiðsagnar á jökul. Hjörleifur Finnsson fjallaleiðsögumaður vill af þeim sökum bera fram varn- aðarorð. Hjörleifur er einn af eigendum fyrirtækisins Íslenskir fjallaleið- sögumenn og hefur fylgt fólki upp á Hvannadalshnúk síðustu 10 árin, nú síðast um hvítasunnu- helgina. Hann hefur áhyggjur af göngufólki sem leggur vanbúið upp á jökulinn á eigin spýtur og hyggst nýta sér slóð atvinnuleið- sögumanna, án þess að vera með þeim í hópi. Þannig fólk verður hann oft var við, til dæmis um síð- ustu helgi. „Þarna voru að minnsta kosti þrír einstaklingar utan við leið- sögn. Tveir voru saman en höfðu ekki línu á milli sín og sá þriðji var aleinn og hafði hvorki brodda né annan nauðsynlegan útbúnað,“ segir hann og telur þessa menn einungis heppna að hafa sloppið við hremmingar. Hann segir alltaf varasamar sprungur á leiðinni upp á Hvannadalshnúk, jafnvel yfir hundrað metra djúpar. „Seinni part dagsins geta snjóbrýr yfir slíkar sprungur hafa veikst mik- ið frá því um morguninn þegar heitt er í veðri. Ef menn eru ekki með línur eru menn í stórhættu en halda að allt sé í lagi,“ lýsir hann. Hjörleifur óttast að hann og aðrir leiðsögumenn á hnjúkinn geti fyrr eða síðar lent í meirihátt- ar björgunaraðgerðum. „Þetta svæði verður æ vinsælla og er orðið þekkt sem aflraun. Þá er fullt af fólki á fjallinu sem er í ágætis formi en hefur engan áhuga á fjallamennsku og enga kunnáttu á því sviði heldur vill skella sér upp af því það er svo sérstök upplifun.“ Hjörleifur tekur skýrt fram að þeir sem voru í skipulögðum ferð- um á hnjúkinn um hvítasunnu- helgina á vegum Íslenskra fjalla- leiðsögumanna, Ferðafélags Ís- lands, Útivistar og Einars Sig- urðssonar á Hofsnesi voru að sjálfsögðu með útbúnað og örygg- isatriði í lagi. gun@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GOLF, VEIÐI OG GISTING Gerum tilboð. Efri-Vík ehf 880 Kirkjubæjarklaustur netfang: efrivik@simnet.is • veffang: www.efrivik.is • s: 487 4694 Myndavélin er sjálfsagður ferðafélagi á Hvannadalshnúk, ekki síst þegar veðrið er eins og um síðustu helgi. Hér er áð við Dyrhamarinn. Hér mætast hópar frá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum neðan við Dyrhamar. Þeir sem eru á niðurleið lögðu úr byggð kl. 1 að nóttu en hinir sem eru á uppleið fóru kl. 6 af stað. Útivist efnir til vorferðar til Flateyjar á Breiðafirði 27. til 29. þessa mánaðar. Flatey er oft kölluð perla Breiða- fjarðar og hún er það vissulega því hún hefur allt til að bera, fjöl- skrúðugt fuglalíf, náttúrufegurð, friðsæld og einstakt mannlíf. Fyr- ir utan hvað menningarleg saga eyjarinnar er sterk því Flatey var ein helsta miðstöð menningar og framfara á Íslandi,” segir Anna Soffía Óskarsdóttir sem verður leiðsögumaður með hópi Útivistar í Flateyjarferðinni. Siglt verður með Baldri út í Flatey og dvalið þar og gist í svefnpokaplássi. Anna Soffía segir hluta varplands Flateyjar friðað á þessum árstíma en hún eigi von á að farið verði í siglingu til einhverrar úteyjar og reiknar með að fólki verði gefinn kostur á að „lifa af landsins gæð- um“ og smakka egg svartfugls og ritu. „Þetta verður upplifunarferð af bestu sort,“ segir Anna Soffía sannfærandi. ■ Vorferð í perlu Breiðafjarðar Í Flatey eru falleg sumarhús sem bera fornri sögu vitni og enn er búið á tveimur bæjum allt árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.