Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 8
8 18. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR
VLADIKAVKAZ, AP Réttarhöld hófust
í gær yfir Nur-Pashi Kulayev en
hann var eini tilræðismaðurinn
sem komst lífs af í umsátrinu um
barnaskólann í Beslan síðasta
haust.
Dómssalurinn í Vladikavkaz í
Norður-Ossetíu var þéttskipaður
þegar málflutningur hófst í
þessu óhugnanlega máli. Eftirlif-
endur harmleiksins voru áber-
andi í salnum og voru margir
áhorfendanna í sorgarklæðum.
Kulayev sýndi engin svip-
brigði þegar saksóknarinn las
upp langan lista yfir ákæruatrið-
in og fórnarlömb þessa skelfi-
lega atburðar. Tsjetsjenskir upp-
reisnarmenn tóku 1.200 gísla í
barnaskóla í bænum Beslan í
Norður-Ossetíu og héldu þeim
föngnum dagana 1.-3. september
síðastliðinn. Þegar hermenn réð-
ust til inngöngu sprengdu ódæð-
ismennirnir sprengjur sínar og
þegar upp var staðið lágu 330
manns í valnum, helmingurinn
börn.
„Allt sem lesið var upp í dag
sáum við gerast með eigin aug-
um,“ sagði Lyudmila Dzegoyeva,
einn gíslanna, við blaðamenn í
gær. Hún sagði hins vegar að
með réttarhöldunum yfir Kula-
yev væri athyglinni beint frá
ábyrgð stjórnvalda á málinu því
þeim yfirsást gjörsamlega í hvað
stefndi. ■
Jafnrétti kynjanna:
Ísland stendur sig einna best
LONDON, AP Efnahagslegt kynja-
misrétti er minnst á Norðurlönd-
unum samkvæmt skýrslu samtak-
anna Alþjóða efnhagsráðsins
(World Economic Forum, WEF) í
Sviss. Minnst mældist kynjamis-
réttið í Svíþjóð, þá Noregi, Ísland
var í þriðja sæti og því næst Dan-
mörk og Finnland.
Kynjamisréttið reyndist hins
vegar mest í Egyptalandi, Tyrk-
landi og Pakistan. Bandaríkin
voru gagnrýnd sérstaklega í
skýrslunni fyrir að vera langt á
eftir mörgum ríkjum Vestur-Evr-
ópu í þessum efnum.
Könnun WEF-samtakanna náði
til 58 landa, þar á meðal allra að-
ildarríkja Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar. Könnunin byggir
meðal annars á því hvort kynin fái
jafnhá laun fyrir sambærilega
vinnu og aðgengi kvenna að
vinnumarkaði. Þá var einnig tekið
tillit til þátttöku kvenna í stjórn-
málum, aðgengis að menntun og
heilbrigðisþjónustu.
„Kynjamisrétti er eitt mesta
óréttlæti heimsins í dag,“ segir
Augusto Lopez-Clarez, einn höf-
unda skýrslunnar. „Ríki sem nýta
ekki starfskrafta helmings þegna
sinna grafa sannarlega undan
samkeppnishæfni sinni.“ ■
FYLKINGARNAR HNÍFJAFNAR
Nýjustu skoðanakannanir í
Frakklandi benda til þess að þjóð-
in skiptist í hnífjafnar fylkingar í
afstöðu sinni til stjórnarskrár-
sáttmála Evrópusambandsins. 51
prósent virðast vera henni and-
víg en 49 prósent hlynnt. Frakkar
greiða atkvæði um sáttmálann
29. maí næstkomandi.
LÉST EFTIR STÖKK ÚR EIFFEL-
TURNINUM Norðmaður nokkur
beið bana þegar hann stökk úr
Eiffel-turninum í París. Hann var
með fallhlíf á bakinu en hún fest-
ist í víravirkinu sem 324 metra
hár turninn er úr. Stökkið var lið-
ur í auglýsingaherferð norskrar
fataverkssmiðju.
Gatnaframkvæmdir víða í borginni:
Töf›ust vegna
framkvæmda
UMFERÐ Frá og með deginum í dag
verður hægt að aka Laugaveginn
endilangan frá gatnamótum Suð-
urlandsbrautar og alla leið að
Bankastræti.
Fleiri framkvæmdir setja
mark sitt á borgina þar sem í gær
var hafist handa við þrengingu
Miklubrautar. Af þessum völdum
er aðeins ein akrein Miklubrautar
í hvora átt opin fyrir umferð og
verður svo út mánuðinn.
„Það er eins gott fyrir öku-
menn að huga að öðrum leið-
um svo þeir lendi ekki í þess-
um tappa,“ sagði Rúnar Sig-
urpálsson varðstjóri í um-
ferðardeild lögreglunnar í
Reykjavík.
Njarðargata verður lokuð
í dag frá klukkan níu til þrjú
vegna malbikunar.
Fljótlega verður Suður-
landsvegur þrengdur við um-
ferðareyjuna við Rauðavatn
og má búast við óþægindum
af þeim völdum segir um-
ferðarlögreglan.
Enn er unnið að nýrri aðstöðu
Strætó við lögreglustöðina við
Hlemm og er ráðgert að þeim
framkvæmdum ljúki 20. júni.
Ekki verður þó hægt að keyra nið-
ur Hverfisgötuna frá Hlemmi að
þeim framkvæmdum loknum seg-
ir Höskuldur Tryggvason deildar-
stjóri umhverfis – og tæknisviðs
Reykjavíkurborgar. -jse
FRAKKLAND
Ger›u flér dagamun og fagna›u vorinu á Hótel Flú›um. Vi› bjó›um
sannkalla›a draumadaga alla virka daga í maí; gistingu fylgir morgun-
ver›ur og flriggja rétta kvöldver›ur. Bóka›u gistingu og láttu drauminn
rætast.
• Kyrrlátt umhverfi
• Eitt grænasta svæ›i landsins
• Nálæg› vi› náttúruperlur
• Frábærar veitingar
• Vildarpunktar
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
16
14
8
Á HÓTEL FLÚ‹UM Í MAÍ
DRAUMADAGAR
www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra›
Sími: 444 4000
TILBO‹
Gisting eina nótt,
morgunver›arhla›bor›,
flriggja rétta kvöldver›ur.
á mann alla virka daga
8.500 kr.Frá
Frambo› á herb. er takmarka›.
NUR-PASHI KULAYEV Verði Kulayev fund-
inn sekur verður hann að öllum líkindum
dæmdur í ævilangt fangelsi. Dauðarefsing
er hins vegar ekki við lýði lengur í Rúss-
landi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Réttarhöld hafin yfir ódæðismanni frá Beslan:
Sá eini sem dreginn ver›ur fyrir dóm
KONUR Í EGYPTALANDI Könnunin náði til
58 ríkja og var meðal annars litið til launa-
kjara, aðgengis kvenna að vinnumarkaði
og þátttöku í stjórnmálum.
ÞRENGINGAR VIÐ MIKLUBRAUT Bílaröðin teygði sig langa leið þegar mest var. Næstu tíu
daga verður ein akrein í hvora átt að duga vegfarendum um Miklubraut.
VA
LG
AR
Ð
U
R
G
ÍS
LA
SO
N
LAUGAVEGUR SAMFELLDUR Frá og með deginum í
dag verður hægt að aka Laugaveginn í einum rykk.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EM