Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 8
8 18. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR VLADIKAVKAZ, AP Réttarhöld hófust í gær yfir Nur-Pashi Kulayev en hann var eini tilræðismaðurinn sem komst lífs af í umsátrinu um barnaskólann í Beslan síðasta haust. Dómssalurinn í Vladikavkaz í Norður-Ossetíu var þéttskipaður þegar málflutningur hófst í þessu óhugnanlega máli. Eftirlif- endur harmleiksins voru áber- andi í salnum og voru margir áhorfendanna í sorgarklæðum. Kulayev sýndi engin svip- brigði þegar saksóknarinn las upp langan lista yfir ákæruatrið- in og fórnarlömb þessa skelfi- lega atburðar. Tsjetsjenskir upp- reisnarmenn tóku 1.200 gísla í barnaskóla í bænum Beslan í Norður-Ossetíu og héldu þeim föngnum dagana 1.-3. september síðastliðinn. Þegar hermenn réð- ust til inngöngu sprengdu ódæð- ismennirnir sprengjur sínar og þegar upp var staðið lágu 330 manns í valnum, helmingurinn börn. „Allt sem lesið var upp í dag sáum við gerast með eigin aug- um,“ sagði Lyudmila Dzegoyeva, einn gíslanna, við blaðamenn í gær. Hún sagði hins vegar að með réttarhöldunum yfir Kula- yev væri athyglinni beint frá ábyrgð stjórnvalda á málinu því þeim yfirsást gjörsamlega í hvað stefndi. ■ Jafnrétti kynjanna: Ísland stendur sig einna best LONDON, AP Efnahagslegt kynja- misrétti er minnst á Norðurlönd- unum samkvæmt skýrslu samtak- anna Alþjóða efnhagsráðsins (World Economic Forum, WEF) í Sviss. Minnst mældist kynjamis- réttið í Svíþjóð, þá Noregi, Ísland var í þriðja sæti og því næst Dan- mörk og Finnland. Kynjamisréttið reyndist hins vegar mest í Egyptalandi, Tyrk- landi og Pakistan. Bandaríkin voru gagnrýnd sérstaklega í skýrslunni fyrir að vera langt á eftir mörgum ríkjum Vestur-Evr- ópu í þessum efnum. Könnun WEF-samtakanna náði til 58 landa, þar á meðal allra að- ildarríkja Efnahags- og framfara- stofnunarinnar. Könnunin byggir meðal annars á því hvort kynin fái jafnhá laun fyrir sambærilega vinnu og aðgengi kvenna að vinnumarkaði. Þá var einnig tekið tillit til þátttöku kvenna í stjórn- málum, aðgengis að menntun og heilbrigðisþjónustu. „Kynjamisrétti er eitt mesta óréttlæti heimsins í dag,“ segir Augusto Lopez-Clarez, einn höf- unda skýrslunnar. „Ríki sem nýta ekki starfskrafta helmings þegna sinna grafa sannarlega undan samkeppnishæfni sinni.“ ■ FYLKINGARNAR HNÍFJAFNAR Nýjustu skoðanakannanir í Frakklandi benda til þess að þjóð- in skiptist í hnífjafnar fylkingar í afstöðu sinni til stjórnarskrár- sáttmála Evrópusambandsins. 51 prósent virðast vera henni and- víg en 49 prósent hlynnt. Frakkar greiða atkvæði um sáttmálann 29. maí næstkomandi. LÉST EFTIR STÖKK ÚR EIFFEL- TURNINUM Norðmaður nokkur beið bana þegar hann stökk úr Eiffel-turninum í París. Hann var með fallhlíf á bakinu en hún fest- ist í víravirkinu sem 324 metra hár turninn er úr. Stökkið var lið- ur í auglýsingaherferð norskrar fataverkssmiðju. Gatnaframkvæmdir víða í borginni: Töf›ust vegna framkvæmda UMFERÐ Frá og með deginum í dag verður hægt að aka Laugaveginn endilangan frá gatnamótum Suð- urlandsbrautar og alla leið að Bankastræti. Fleiri framkvæmdir setja mark sitt á borgina þar sem í gær var hafist handa við þrengingu Miklubrautar. Af þessum völdum er aðeins ein akrein Miklubrautar í hvora átt opin fyrir umferð og verður svo út mánuðinn. „Það er eins gott fyrir öku- menn að huga að öðrum leið- um svo þeir lendi ekki í þess- um tappa,“ sagði Rúnar Sig- urpálsson varðstjóri í um- ferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Njarðargata verður lokuð í dag frá klukkan níu til þrjú vegna malbikunar. Fljótlega verður Suður- landsvegur þrengdur við um- ferðareyjuna við Rauðavatn og má búast við óþægindum af þeim völdum segir um- ferðarlögreglan. Enn er unnið að nýrri aðstöðu Strætó við lögreglustöðina við Hlemm og er ráðgert að þeim framkvæmdum ljúki 20. júni. Ekki verður þó hægt að keyra nið- ur Hverfisgötuna frá Hlemmi að þeim framkvæmdum loknum seg- ir Höskuldur Tryggvason deildar- stjóri umhverfis – og tæknisviðs Reykjavíkurborgar. -jse FRAKKLAND Ger›u flér dagamun og fagna›u vorinu á Hótel Flú›um. Vi› bjó›um sannkalla›a draumadaga alla virka daga í maí; gistingu fylgir morgun- ver›ur og flriggja rétta kvöldver›ur. Bóka›u gistingu og láttu drauminn rætast. • Kyrrlátt umhverfi • Eitt grænasta svæ›i landsins • Nálæg› vi› náttúruperlur • Frábærar veitingar • Vildarpunktar E N N E M M / S ÍA / N M 16 14 8 Á HÓTEL FLÚ‹UM Í MAÍ DRAUMADAGAR www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra› Sími: 444 4000 TILBO‹ Gisting eina nótt, morgunver›arhla›bor›, flriggja rétta kvöldver›ur. á mann alla virka daga 8.500 kr.Frá Frambo› á herb. er takmarka›. NUR-PASHI KULAYEV Verði Kulayev fund- inn sekur verður hann að öllum líkindum dæmdur í ævilangt fangelsi. Dauðarefsing er hins vegar ekki við lýði lengur í Rúss- landi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Réttarhöld hafin yfir ódæðismanni frá Beslan: Sá eini sem dreginn ver›ur fyrir dóm KONUR Í EGYPTALANDI Könnunin náði til 58 ríkja og var meðal annars litið til launa- kjara, aðgengis kvenna að vinnumarkaði og þátttöku í stjórnmálum. ÞRENGINGAR VIÐ MIKLUBRAUT Bílaröðin teygði sig langa leið þegar mest var. Næstu tíu daga verður ein akrein í hvora átt að duga vegfarendum um Miklubraut. VA LG AR Ð U R G ÍS LA SO N LAUGAVEGUR SAMFELLDUR Frá og með deginum í dag verður hægt að aka Laugaveginn í einum rykk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.