Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 15
Fréttir 4. tbl. maí 2005
Skrifstofa SÁÁ, Ármúla 18, 108 Reykjavík * Sími: 5307600; fax: 5307602; netfang: saa@saa.is
Vogur, Stórhöfða 45, 112 Reykjavík * Sími: 5307600; fax: 5676615; netfang: vogur@saa.is
Útgáfustjóri: Gunnar Kvaran, kvaran@saa.is * Vefur: www.saa.is (c) Copyright 2005 S.Á.Á.
Fréttabréf Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Ábm. Gunnar Kvaran
Álfasala
Frá upphafi hefur SÁÁ litið svo á að
áfengis- og vímuefnafíkn er sjúkdómur.
Hlutverk samtakanna er að vinna að því
að í landinu sé besta fáanlega meðferð
fyrir vímuefnafíkla og aðstandendur
þeirra.
Frá árinu 1991 hafa samtökin greitt um
einn milljarð með sjúkrarekstrinum af
sjálfsaflafé sínu eða u.þ.b. 70 milljónir á
hverju ári. Er þá ekki talin með kost-
naður SÁÁ við að útvega starfseminni
húsnæði.
Vel heppnuð Álfasala er ein mikilvægas-
ta fjáröflunarleið samtakanna og tryggir
áframhaldandi styrk SÁÁ og heilstæða
áfengis- og vímuefnameðferð sem
býður upp á fjölbreytta möguleika og
kemur til móts við sem flesta.
Ákveðið er að álfasala SÁÁ verði dagana
19.–22. maí næstkomandi. Eins og
undanfarin ár mun ágóði af sölu Álfsins
renna til reksturs og uppbyggingar ung-
lingadeildar SÁÁ á Vogi.
Það er dýrmætt fyrir þá sem hafa mis-
stigið sig að fá góðan stuðning aftur út í
lífið. Hjálpaðu okkur að láta það gerast.
Samstarf SÁÁ og SPRON
Samstarf SÁÁ og SPRON varðandi
útgáfu á e-kortinu hefur gengið
vel. Þórarinn Tyrfingsson, for-
maður SÁÁ, tók við fyrsta kortinu
úr hendi Kristjáns Harðarsonar,
framkvæmdastjóra hjá SPRON. Í
framtíðinni mun félagsgjald
Þórarins tekið af endurgreiðslu
þeirri sem e-korthafar fá í lok
hvers árs en korthafar fá alltaf
0,5% endurgreitt af allri innlendri
kortanotkun sinni. Þetta er nýjung
í fjáröflun og vonandi munu
félagsmenn SÁÁ taka þessu vel.
Félagsmenn geta sótt um kortið á
www.saa.is en með því að smella
á e-korts linkinn er hægt að sækja
um kortið og fær viðkomandi það
sent heim í pósti. Félagsgjaldið
sem er kr. 4000 á ári verður síðan
dregið af punktunum sem við-
komandi fær.
Spron er útgefandi e-kortsins, en
að sjálfsögðu geta allir sótt um
kortið, óháð viðskiptabanka við-
komandi.
Göngudeild, Reykjavík
Síðumúla 3-5
Viðtalsþjónusta er í boði alla virka
daga frá kl. 09:00 til 17:00. Þessa
þjónustu geta allir nýtt sér bæði þeir
sem vita að þeir eiga við áfengis- eða
vímuefnavanda að stríða og einnig
aðstandendur þeirra. Pantið tíma í
síma 530-7600
Kynningafundir
Kynningafundir SÁÁ í Síðumúla 3-5
eru á fimmtud. kl. 18:00. Kynningin
stendur yfir í 45 mín. og síðan eru fyrir-
spurnir í stundarfjórðung.
Batanámskeið
Helgarnámskeið um bata og óful-
lkominn bata. Á námskeiðinu er fjallað
um ýmsar takmarkanir eða hindranir
sem alkóhólistinn getur mætt fyrstu
mánuðina í batanum. Hentar einnig
vel fyrir þá sem eru að reyna að hres-
sa sig við eftir áföll eða lægðir. Næsta
batanámskeið verður 11.-12. júní.
Fjölskyldunámskeið
4 vikna námskeið eða helgarnám-
skeið. Á námskeiðinu er leitast við að
auka þekkingu þátttakenda á vímuef-
nasjúkdómnum og einkennum hans,
hvernig hann birtist og hvaða áhrif
hann hefur á alla þá sem búa í návígi
við hann. Næsta 4 vikna fjölskyldu-
námskeið hefst mánudaginn 22. ágúst
og næsta helgarnámskeið verður 28.-
29. maí.
Miðvikudagsfyrirlestrar
Alla miðvikudaga eru fræðsluerindi
fyrir almenning í göngudeild og eru
þeir öllum opnir. Þeir hefjast kl. 17:00
og er aðgangseyrir 700,- kr.
Spilafíklar
Spilafíklum og aðstandendum þeirra
er boðið uppá fræðsluerindi, viðtöl og
hópstarf. Eftir þörfum er boðið uppá
meðferð við spilafíkn sem er um helg-
ar. Meðferðin fer fram með fræðs-
luerindum, viðtölum og hópfundum.
G.A. fundur er í göngudeild alla fimm-
tudaga kl. 20:30. Næsta spilafíkla-
námskeið verður 21.-22. maí.
Sumarlokun á Göngudeild Reykjavík
frá 27. júní til 8. ágúst
Göngudeild, Vogi
Stórhöfða 45
Foreldrafræðsla
Sérstök fræðsludagskrá sem er alla
þriðjudaga kl. 18:15-20:00 á sjúkra-
húsinu Vogi fyrir foreldra ungra
vímuefnaneytenda. Dagskráin er jafnt
fyrir foreldra sem eiga börn sem eru í
meðferð eða hafa lokið henni og þá
foreldra sem eru að leita sér upplýs-
inga vegna gruns um neyslu.
Göngudeild, Akureyri Glerárgötu 20
Þjónusta
Göngudeildar Akureyri
Deildin er opin mánudaga, miðviku-
daga og fimmtudaga frá kl. 08:00 til
17:00, á þriðjudögum og föstudögum
frá kl. 08:00 til 12:00. Nánari upplýsin-
gar veitir dagskrárstjóri Hörður J.
Oddfríðarson í síma 530-7600 eða
824-7635
Allar nánari upplýsingar og tímapan-
tanir, skráning á fyrirlestra og nám-
skeið hjá SÁÁ svo og skráning nýrra
félaga eru í síma 5307600 eða á
www.saa.is
Félagsstarfið
STAÐARFELLSHÁTÍÐ
Hin árlega fjölskylduhátið að Staðar-
felli í Dölum verður dagana 1. – 3. júlí
2005. Stjórnin með þau Siggu Bein-
teins og Grétar Örvarsson innanborðs
mun stjórna söngvara-keppni fyrir
börnin og halda uppi stemmingunni á
danspallinum. Bjarni töframaður og
Pétur pókus, ásamt fleiri góðum munu
skemmta á hátíðinni. Einnig verða
íþróttir fyrir börnin, brekkusöngur og
varðeldur ofl. Félagar og velunnarar
SÁÁ eru hvattir til að mæta.
GOLFMÓT SÁÁ
Hið árlega golfmót SÁÁ, SÁÁ OPEN
verður laugardaginn 18. júní á Garða-
velli, Golfklúbbs Leynis á Akranesi.
Leiknar verða 18 holur, með og án
forgjafar. Glæsileg verðlaun verða veitt
með og án forgjafar, auk þess verða
vegleg nándarverðlaun í boði. Mótið er
öllum opið og eru SÁÁ félagar sérstak-
lega hvattir til að mæta. Væntanlegir
þátttakendur geta skráð sig á
www.golf.is/leynir
KJARNAKONUR
hittast vikulega á miðvikudagskvöl-
dum á Vogi frá klukkan 20:00-21:30.
Kjarnakonur bjóða til sín gestum einu
sinni í mánuði á hádegisfund og “löns”
á Vogi. Hægt er að lesa dagbók Kjarna-
kvenna á SÁÁ vefnum.
HEIÐURSMENN
Nú er komið að lokum vetrarstarfs
Heiðursmanna sem var fyrir ýmsar
sakir afar viðburðarríkt. Alls voru
hádegisfundir Heiðursmanna 16 á
liðnum vetri. Margir góðir gestir komu
í heimsókn og settu svip á þessa
ágætu fundi. Gert er ráð fyrir að fund-
irnir verði teknir upp að nýju um mið-
jan september 2005.
LEIKFÉLAG SÁÁ?
Í framhaldi af velheppnuðu námskeiði
"Leiklist fyrir alla" var ákveðið að kanna
áhuga á stofnun leikfélags SÁÁ og
hvort áhugi væri á framhaldsnám-
skeiði og námskeiðum af svipuðum
toga. Fundur um málið var haldinn
þriðjudaginn 10. maí. Meira um fund-
inn seinna.