Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Tap á rekstri Orkubús Vestfjarða Eiginfjárstaðan um 90 prósent. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Raunávöxtun lífeyrissjóðanna var annað árið í röð yfir tíu pró- sent að meðaltali. Þetta kom fram í máli Friðberts Traustason- ar á aðalfundi Landssamtaka líf- eyrissjóða sem haldinn var í síð- ustu viku. Friðbert telur að raun- ávöxtunin hafi verið um 10,5 pró- sent að meðaltali í fyrra en 11,3 prósent árið áður. Eftir því sem lífeyrissjóðir fjárfesta meira í innlendum hlutabréfum því betri verður ávöxtun þeirra. Úrvalsvísitalan hækkaði um 59 prósent í fyrra og um 56 prósent árið 2003. Lífeyrissjóður sjómanna sýndi besta raunávöxtun af stóru lífeyrissjóðunum á síðasta ári en raunávöxtun hans nam 16,4 pró- sentum. Hann skilaði einnig bestu ávöxtuninni árið 2003. Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs sjómanna, segir að tvennt hafi skipt sköpum um árangur síðasta árs. „Við vor- um með hærri ávöxtun af okkar innlenda hlutabréfasafni en Úr- valsvísitalan. Einnig skiluðu góð- ar gengisvarnir þessari góðu ávöxtun en krónan styrktist mjög í lok ársins. Þetta tvennt gaf okk- ur umframávöxtun á við aðra líf- eyrissjóði.“ Árni býst ekki við að sjóðurinn, sem sameinast brátt Lífeyrissjóðnum Framsýn, end- urtaki sama leik, enda hafi síð- ustu tvö ár verið einstök. Heild- areignir lífeyrissjóðsins uxu um rúma tólf milljarða. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er sammála Árna um það að árið 2005 geti orðið hagstætt en varla jafn gott og árin 2003-2004. Heildareignir lífeyrissjóðsins hafa tvöfaldast á fimm árum að því er fram kemur á heimasíðu sjóðsins. Samvinnulífeyrissjóðurinn fylgir sjómönnunum fast á hæla þeirra en raunávöxtun sjóðsins var yfir 15 prósent á síðasta ári. Lífeyrissjóðurinn Framsýn, sem kemur til með að sameinast Líf- eyrissjóði sjómanna þann 1. júlí, kemur svo í þriðja sæti. Lífeyrissjóður sjómanna skilar hæstri ávöxtun Ávöxtunin betri eftir því sem innlend hlutabréf vega meira. Lífeyrissjóðir skiluðu yfir tíu prósenta raunávöxtun að meðaltali annað árið í röð. Gengi krónunnar hækkaði í gær- morgun um 0,8 prósent. Ástæðan er, samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka, frétt um frekari álversframkvæmdir en Norð- urál, Reykjanesbær og Hitaveita Suðurnesja undirrituðu um helg- ina samkomulag um könnun á möguleikum á rekstri allt að 250 þúsund tonna álveri í Helguvík. Reynist niðurstöður könnun- arinnar jákvæðar er reiknað með að framkvæmdir hefjist á árun- um 2010 til 2015. Stór fjárfesting á borð við þessa gæti orðið til þess að núverandi hagvaxtar- skeið verði langvinnara en hing- að til hefur verið haldið. -jsk Gengi krónunnar hækkar Friðbert Traustason, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, gat þess á aðalfundi samtakanna í síðustu viku að hann teldi orðið tímabært að lögfesta framlög launþega til viðbótarlífeyris- sparnaðar. Friðbert vill sjá að launþegar greiði að minnsta kosti tvö prósent til viðbótar við þau fjögur sem renna inn í samtrygg- ingarsjóðina. Í dag geta launþeg- ar valið um hvort þeir greiði í séreignarsparnað, að hámarki fjögur prósent, en leggi þeir tvö prósent af mörkum fá þeir önnur tvö prósent frá atvinnurekend- um. „Nú leggja aðeins um 50 pró- sent launamanna inn til séreign- ar í lífeyrissparnaði, en til að um- samið lífeyriskerfi gangi alveg upp og taki alfarið við hlut hins opinbera verður að tryggja enn frekari þátttöku í viðbótar- lífeyrissparnað með lögum,“ segir Friðbert. Frá ársbyrjun 2007 munu launþegar geta varið um átján prósentum af heildarlaunum til eftirlaunasparnaðar. Friðbert tel- ur að með því móti geti launþegi tryggt sér um 80 prósent af verð- tryggðum meðalævitekjum sé þetta hlutfall greitt í 40 ár en að- eins 60 prósent miðað við að greiða tólf prósent til lífeyris- sjóðanna. - eþa Tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem vilja binda fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er alltaf laus til útborgunar. 8,6% E N N E M M / S IA / N M 15 7 6 3 P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R Peningamarka›ssjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Búna›arbanka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. * Nafnávöxtun sl. sex mánu›i á ársgrundvelli m.v. 30.4.2005 – kraftur til flín! * ÁRNI GUÐMUNDSSON LÍFEYRISSJÓÐI SJÓMANNA Lífeyrissjóður sjómanna hefur skilað hæstri raunávöxtun tvö ár í röð. Árni segir að það verði varla hægt að búast við öðru eins í ár. NORÐURÁL VIÐ GRUNDARTANGA Gengi krónunnar hækkar vegna fréttar um álversframkvæmdir. Verði af framkvæmd- um er áætlað að þær hefjist á árunum 2010 til 2015. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða: Vill lögfesta fram- lög í séreignarsjóði FRIÐBERT TRAUSTASON FORMAÐUR LANDSSAMTAKA LÍFEYRISSJÓÐA Vill lögfesta framlög launþega í viðbótarlífeyris- sparnað þannig að greitt verði að minnsta kosti tvö prósent af heildarlaunum í sér- eignarsparnað. Vísitala lækkar Vísitala framleiðsluverðs fyrir fyrsta ársfjórðung lækkaði um 3,4 prósent frá fjórða ársfjórð- ungi 2004, segir á vef Hagstofu Íslands. Verðvísitala sjávaraf- urða lækkar um 4,2 prósent og verðvísitala annarrar iðnaðar- framleiðslu um 2,9 prósent. Vísitalan fyrir fyrsta árs- fjórðung 2005 er reist á nýjum grunni sem byggir á fram- leiðsluverðmæti íslenskra fyrir- tækja árið 2003, eins og það er mælt í árlegri könnun Hagstof- unnar. Vísitölunni er ætlað að endurspegla eins vel og kostur er samsetningu íslenskrar fram- leiðslu. - jsk R A U N Á V Ö X T U N S T Æ R S T U L Í F E Y R I S S J Ó Ð A N N A Lífeyrissjóður Raunávöxtun 2004 Raunávöxtun 2003 Lífeyrissjóður sjómanna 16,4% 15,3% Samvinnulífeyrissjóðurinn 15,5% 12,2% Lífeyrissjóðurinn Framsýn 13,6% 13,9% Lífeyrissjóður verzlunarmanna 12,1% 12,1% Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 10,1% 9,8 % LSR 9,3% 10,6% Lífeyrissjóður Lífiðn 8,9% 9,9% Almenni lífeyrissjóðurinn 7,9% 13,0% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 6,7% 7,2% Íslensk erfðagreining greindi frá því í gær að fallið hefði verið frá hópmálsóknum á hendur félag- inu. Lögmannsstofan Lerach Coughlin Stoia Geller Rudman & Robbins LLP, sem tók að sér að lögsækja deCode og stjórnendur þess, féll frá málinu án þess að samið hefði verið um bætur eða greiðslur. Stofan taldi að stjórn- endur deCode hefðu haft áhrif á verðþróun hlutabréfa í félaginu með því að gefa villandi upplýs- ingar um rekstur þess. KÁRI STEFÁNS- SON Fallið hefur verið frá hópmálsókn á hendur Kára og fleiri lykilstarfs- mönnum Íslenskr- ar erfðagrein- ingar. Tap varð á rekstri Orkubús Vestfjarða á síðasta ári. Fyrirtækið, sem er í eigu ríkis- sjóðs, tapaði átján milljónum króna en afkoman var samt betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrarhagn- aður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði var 180 milljónir króna. Fjárhagsstaða Orkubús- ins er góð að mati stjórnenda fé- lagsins og getur það fjármagnað fjárfest- ingar sínar með eigin fé fyrirtækisins. Eig- infjárstaða félagsins er um 90 prósent og eigið fé er um fjórir milljarðar. Fjármuna- tekjur voru hærri en fjár- magnsgjöld. Stærsta verkefni Orkubúsins þessa stundina er bygging Tungudalsvirkjunar. - eþa Fallið frá málsókn á hendur deCode
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.