Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MARKAÐURINN4
F R É T T I R
Tap á rekstri
Orkubús Vestfjarða
Eiginfjárstaðan um 90 prósent.
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Raunávöxtun lífeyrissjóðanna
var annað árið í röð yfir tíu pró-
sent að meðaltali. Þetta kom
fram í máli Friðberts Traustason-
ar á aðalfundi Landssamtaka líf-
eyrissjóða sem haldinn var í síð-
ustu viku. Friðbert telur að raun-
ávöxtunin hafi verið um 10,5 pró-
sent að meðaltali í fyrra en 11,3
prósent árið áður.
Eftir því sem lífeyrissjóðir
fjárfesta meira í innlendum
hlutabréfum því betri verður
ávöxtun þeirra. Úrvalsvísitalan
hækkaði um 59 prósent í fyrra og
um 56 prósent árið 2003.
Lífeyrissjóður sjómanna
sýndi besta raunávöxtun af stóru
lífeyrissjóðunum á síðasta ári en
raunávöxtun hans nam 16,4 pró-
sentum. Hann skilaði einnig
bestu ávöxtuninni árið 2003. Árni
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Lífeyrissjóðs sjómanna,
segir að tvennt hafi skipt sköpum
um árangur síðasta árs. „Við vor-
um með hærri ávöxtun af okkar
innlenda hlutabréfasafni en Úr-
valsvísitalan. Einnig skiluðu góð-
ar gengisvarnir þessari góðu
ávöxtun en krónan styrktist mjög
í lok ársins. Þetta tvennt gaf okk-
ur umframávöxtun á við aðra líf-
eyrissjóði.“ Árni býst ekki við að
sjóðurinn, sem sameinast brátt
Lífeyrissjóðnum Framsýn, end-
urtaki sama leik, enda hafi síð-
ustu tvö ár verið einstök. Heild-
areignir lífeyrissjóðsins uxu um
rúma tólf milljarða.
Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna,
er sammála Árna um það að árið
2005 geti orðið hagstætt en varla
jafn gott og árin 2003-2004.
Heildareignir lífeyrissjóðsins
hafa tvöfaldast á fimm árum að
því er fram kemur á heimasíðu
sjóðsins.
Samvinnulífeyrissjóðurinn
fylgir sjómönnunum fast á hæla
þeirra en raunávöxtun sjóðsins
var yfir 15 prósent á síðasta ári.
Lífeyrissjóðurinn Framsýn, sem
kemur til með að sameinast Líf-
eyrissjóði sjómanna þann 1. júlí,
kemur svo í þriðja sæti.
Lífeyrissjóður sjómanna
skilar hæstri ávöxtun
Ávöxtunin betri eftir því sem innlend hlutabréf vega meira.
Lífeyrissjóðir skiluðu yfir tíu prósenta raunávöxtun að
meðaltali annað árið í röð.
Gengi krónunnar hækkaði í gær-
morgun um 0,8 prósent. Ástæðan
er, samkvæmt greiningardeild
Íslandsbanka, frétt um frekari
álversframkvæmdir en Norð-
urál, Reykjanesbær og Hitaveita
Suðurnesja undirrituðu um helg-
ina samkomulag um könnun á
möguleikum á rekstri allt að 250
þúsund tonna álveri í Helguvík.
Reynist niðurstöður könnun-
arinnar jákvæðar er reiknað með
að framkvæmdir hefjist á árun-
um 2010 til 2015. Stór fjárfesting
á borð við þessa gæti orðið til
þess að núverandi hagvaxtar-
skeið verði langvinnara en hing-
að til hefur verið haldið. -jsk
Gengi krónunnar hækkar
Friðbert Traustason, formaður
Landssamtaka lífeyrissjóða, gat
þess á aðalfundi samtakanna í
síðustu viku að hann teldi orðið
tímabært að lögfesta framlög
launþega til viðbótarlífeyris-
sparnaðar. Friðbert vill sjá að
launþegar greiði að minnsta kosti
tvö prósent til viðbótar við þau
fjögur sem renna inn í samtrygg-
ingarsjóðina. Í dag geta launþeg-
ar valið um hvort þeir greiði í
séreignarsparnað, að hámarki
fjögur prósent, en leggi þeir tvö
prósent af mörkum fá þeir önnur
tvö prósent frá atvinnurekend-
um. „Nú leggja aðeins um 50 pró-
sent launamanna inn til séreign-
ar í lífeyrissparnaði, en til að um-
samið lífeyriskerfi gangi alveg
upp og taki alfarið við hlut hins
opinbera verður að tryggja enn
frekari þátttöku í viðbótar-
lífeyrissparnað með lögum,“
segir Friðbert.
Frá ársbyrjun 2007 munu
launþegar geta varið um átján
prósentum af heildarlaunum til
eftirlaunasparnaðar. Friðbert tel-
ur að með því móti geti launþegi
tryggt sér um 80 prósent af verð-
tryggðum meðalævitekjum sé
þetta hlutfall greitt í 40 ár en að-
eins 60 prósent miðað við að
greiða tólf prósent til lífeyris-
sjóðanna. - eþa
Tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem vilja binda
fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn
munur er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er
alltaf laus til útborgunar.
8,6%
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
15
7
6
3
P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R
Peningamarka›ssjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og
fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Búna›arbanka hf. Fjárfestingarsjó›ur
telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s
er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i.
Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins
í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is.
* Nafnávöxtun sl. sex mánu›i á ársgrundvelli m.v. 30.4.2005
– kraftur til flín!
*
ÁRNI GUÐMUNDSSON LÍFEYRISSJÓÐI
SJÓMANNA Lífeyrissjóður sjómanna hefur
skilað hæstri raunávöxtun tvö ár í röð. Árni
segir að það verði varla hægt að búast við
öðru eins í ár.
NORÐURÁL VIÐ GRUNDARTANGA
Gengi krónunnar hækkar vegna fréttar um
álversframkvæmdir. Verði af framkvæmd-
um er áætlað að þær hefjist á árunum 2010
til 2015.
Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða:
Vill lögfesta fram-
lög í séreignarsjóði
FRIÐBERT TRAUSTASON FORMAÐUR
LANDSSAMTAKA LÍFEYRISSJÓÐA Vill
lögfesta framlög launþega í viðbótarlífeyris-
sparnað þannig að greitt verði að minnsta
kosti tvö prósent af heildarlaunum í sér-
eignarsparnað.
Vísitala lækkar
Vísitala framleiðsluverðs fyrir
fyrsta ársfjórðung lækkaði um
3,4 prósent frá fjórða ársfjórð-
ungi 2004, segir á vef Hagstofu
Íslands. Verðvísitala sjávaraf-
urða lækkar um 4,2 prósent og
verðvísitala annarrar iðnaðar-
framleiðslu um 2,9 prósent.
Vísitalan fyrir fyrsta árs-
fjórðung 2005 er reist á nýjum
grunni sem byggir á fram-
leiðsluverðmæti íslenskra fyrir-
tækja árið 2003, eins og það er
mælt í árlegri könnun Hagstof-
unnar. Vísitölunni er ætlað að
endurspegla eins vel og kostur
er samsetningu íslenskrar fram-
leiðslu. - jsk
R A U N Á V Ö X T U N S T Æ R S T U L Í F E Y R I S S J Ó Ð A N N A
Lífeyrissjóður Raunávöxtun 2004 Raunávöxtun 2003
Lífeyrissjóður sjómanna 16,4% 15,3%
Samvinnulífeyrissjóðurinn 15,5% 12,2%
Lífeyrissjóðurinn Framsýn 13,6% 13,9%
Lífeyrissjóður verzlunarmanna 12,1% 12,1%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 10,1% 9,8 %
LSR 9,3% 10,6%
Lífeyrissjóður Lífiðn 8,9% 9,9%
Almenni lífeyrissjóðurinn 7,9% 13,0%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn 6,7% 7,2%
Íslensk erfðagreining greindi frá
því í gær að fallið hefði verið frá
hópmálsóknum á hendur félag-
inu. Lögmannsstofan Lerach
Coughlin Stoia Geller Rudman &
Robbins LLP, sem tók að sér að
lögsækja deCode og stjórnendur
þess, féll frá málinu án þess að
samið hefði verið um bætur eða
greiðslur. Stofan taldi að stjórn-
endur deCode hefðu haft áhrif á
verðþróun hlutabréfa í félaginu
með því að gefa villandi upplýs-
ingar um rekstur þess.
KÁRI
STEFÁNS-
SON Fallið
hefur verið frá
hópmálsókn á
hendur Kára og
fleiri lykilstarfs-
mönnum Íslenskr-
ar erfðagrein-
ingar.
Tap varð á rekstri
Orkubús Vestfjarða á
síðasta ári. Fyrirtækið,
sem er í eigu ríkis-
sjóðs, tapaði átján
milljónum króna en afkoman
var samt betri en áætlanir
gerðu ráð fyrir. Rekstrarhagn-
aður fyrir afskriftir og fjár-
magnsliði var 180 milljónir
króna. Fjárhagsstaða Orkubús-
ins er góð að mati stjórnenda fé-
lagsins og getur það
fjármagnað fjárfest-
ingar sínar með eigin
fé fyrirtækisins. Eig-
infjárstaða félagsins
er um 90 prósent og eigið fé er
um fjórir milljarðar. Fjármuna-
tekjur voru hærri en fjár-
magnsgjöld.
Stærsta verkefni Orkubúsins
þessa stundina er bygging
Tungudalsvirkjunar. - eþa
Fallið frá málsókn
á hendur deCode