Fréttablaðið - 18.05.2005, Page 58

Fréttablaðið - 18.05.2005, Page 58
„Við ætlum að halda stóra veislu í dag,“ segir Salóme Þórisdóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Ís- lands sem fagnar 40 ára afmæli í dag. „Á þessum degi árið 1965 var félag Gæslusystra stofnað, en það var fyrsta félag þroskaþjálfa hér á landi. Við lítum á það sem okkar grunn og fögnum því af- mælinu í dag.“ Fyrir 40 árum hlutu þroska- þjálfar menntun sína á Kópavogs- hæli og var námið byggt á danskri fyrirmynd. Eins og nafn- ið gefur til kynna voru eingöngu konur í stéttinni til að byrja með, en fljótlega bættust nokkrir karl- ar í hópinn. Í kjölfarið var nafni félagsins breytt í Félag þroska- þjálfa árið 1971 og varð þá fagfé- lag innan Starfsmannafélaga rík- isstofnana. Árið 1996 var Þroska- þjálfafélagið stofnað sem sjálf- stætt stéttarfélag og er nú innan vébanda Bandalags háskóla- manna. „Í dag eru stéttarfélagar rúmlega 400 og vitaskuld ein- göngu faglært fólk með háskóla- próf. Það eru ekki margir karl- menn í stéttinni, en hlutföllin hafa vissulega breyst frá því að hundrað prósent félagsmanna voru konur,“ segir Salóme og hlær. Sjálf hefur hún verið þroska- þjálfi síðan 1981. „Ég get svo sem ekki bent á neitt sérstakt sem dró mig að þessu starfi, nema að ég hafði ákveðna samfélagslega sýn og fannst þetta spennandi vett- vangur.“ Heilmargt hefur breyst á þeim aldarfjórðungi sem hún hefur starfað í greininni. „Þegar ég var í námi var sú hugmynda- fræði að ná fótfestu að fatlað fólk ætti að eiga samleið með hinum. Þessi afstaða hefur raungerst að heilmiklu leyti á þessum árum, þótt enn vanti mikið upp á að fatl- að fólk búi við sambærileg lífs- kjör og þeir sem eru ekki fatlað- ir.“ Þroskaþjálfafélag Íslands fagn- ar tímamótunum í sal Hjarta- verndar í Hlíðarsmára klukkan 17 í dag. Salóme vonast til að sjá sem flesta þroskaþjálfa og aðra sem vilja fagna með þeim. ■ 18 18. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR GUSTAV MAHLER (1860-1911) lést þennan dag Gæslusystur ruddu brautina TÍMAMÓT: ÞROSKAÞJÁLFAFÉLAG ÍSLANDS 40 ÁRA „Ef tónskáld gæti sagt það sem hann hefur að segja í orðum myndi hann ekki reyna að segja það með tónlist.“ Gustav Mahler var austurrískt tónskáld. Hann var einarður sinfónisti sem leit á Beethoven sem hina sönnu fyrirmynd. timamot@frettabladid.is JAR‹ARFARIR 13.00 Arnþór Brynjar Þormóðsson, Garðarsbraut 83, Húsavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu. 13.00 Elín J. Jónasdóttir, kennari, Sól- túni 2, Reykjavík, verður jarðsung- in frá Háteigskirkju. 15.00 Ragna Kr. Ágústsdóttir verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. AFMÆLI Ólafur R. Dýrmunds- son ráðunautur er 61 árs. Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur er 53 ára. Þórunn Guðmundsdóttir söngkona er 45 ára. Snæfríður Baldvinsdóttir aðjúnkt er 37 ára. Sigurður Hjartarson, bakarameistari, Álfaskeiði 96 Hafnarfirði er 75 ára í dag. Hann og kona hans, Bára Jónsdóttir, eru stödd erlendis. SALÓME ÞÓRISDÓTTIR Hefur verið þroskaþjálfi í aldarfjórðung og segir heilmargt hafa breyst til hins betra þó mikið starf sé enn óunnið. Þennan dag árið 1989 fóru af stað mikil mótmæli hátt í milljón manna í höfuðborginni Peking. Mótmælendurnir kröfðust lýð- ræðis og bættra mannréttinda og fór spennan í kínversku þjóð- félagi eftir þetta vaxandi dag frá degi. Stúdentar fjölmenntu sér- staklega í þessi mótmæli og reyndu að koma skilaboðum sínum til yfirvalda áleiðis með friðsamlegum hætti. Mótmæli höfðu verið að ágerast í Kína frá því um 1980 og virtist sem stjórnvöld væru endanlega búin að glata sambandinu við almenning í landinu. Nokkrum vikum seinna létu stjórnvöld til skarar skríða gegn gríðarlegum fjölda fólks sem safnast hafði saman á ýmsum opnum svæðum, sérstaklega í Peking. Þann 3. júní sama ár réðust síðan hermenn gegn fjölda fólks á Torgi hins himneska friðar. Þessi viðbrögð stjórnvalda vöktu gríðarlega reiði um heim allan og létu þjóðar- leiðtogar í ljós vanþóknun sína og fordæmingu á voðaverkun- um, sem leiddu til dauða þús- unda manna. KÍNVERJAR MÓTMÆLA ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1860 Abraham Lincoln var á þessum degi útnefndur forsetaefni repúblikana á fundi flokksins í Chicago. 1926 Aimee Sample McPherson, þekktur bandarískur pré- dikari, hverfur sporlaust í Kalíforníu. 1974 Indverjar ná þeim vafa- sama árangri að koma sér upp sínu fyrsta kjarnorku- vopni. 1980 Eldfjallið St. Helena í Was- hington-ríki byrjar að gjósa snemma morguns og veld- ur gríðarlegu tjóni. 1985 Dagur ljóðsins er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn, að frumkvæði Rithöfundasam- bands Íslands. 1989 Rúmlega sex vikna verkfalli Bandalags háskólamanna á Íslandi, sem olli mikilli röskun á skólastarfi, lýkur. Spennan magnast í Kína Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Guðmundsdóttir Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum 10. maí sl. Útför fer fram frá Bústaða- kirkju föstudaginn 20. maí kl. 15.00. Jóna Sigrún Harðardóttir, Arilíus Engilbert Harðarson, Halldór Sigþór Harðarson, Hólmfríður Alda Sigurjónsdóttir, Sigurður Páll Guðjónsson, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Ólafur Valgeir Guðjónsson, Hörður Jóhann Halldórsson, Sigrún Birna Magnúsdóttir, Sigríður Hrönn Halldórsdóttir, Sigmar Karl Stefánsson og langömmubörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurþór Halldórsson fyrrverandi skólastjóri í Borgarnesi, Gullsmára 5, Kópavogi, sem lést á Landspítala í Fosssvogi 12. maí sl., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 20. maí kl. 11.00. Blóm og kransar vinsam- legast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Rauða Kross Íslands. Kristín Guðmundsdóttir Guðmundur Sigurþórsson Julia Sigurthorsson Halldór Ellert Sigurþórsson Sesselja Sigurðardóttir Gísli Þór Sigurþórsson Kolbrún Einarsdóttir Ása Katrín Sigurþórsdóttir Hans Engen Sóley Björk Sigurþórsdóttir Einar Óskarsson Barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Halldóra Árnadóttir Kvistagerði 2, Akureyri, lést af slysförum laugardaginn 14. maí síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Snorri Guðmundsson Sigurður Árni Snorrason Kristín Linda Jónsdóttir Jón Már Snorrason Kolbrún Sigurðardóttir Snorri Snorrason Þóra Víkingsdóttir Rúnar Þór Snorrason Guðlaug Marín Guðnadóttir og barnabörn. Smurbrau›sjómfrú í Flórunni „Ég lýg því ekki að fólk lá á hurð- inni,“ segir Marentza Poulsen, sem rekur kaffihúsið Flóruna í Grasa- garðinum sem var opnað á mánudag eftir vetrarlokun. Flóran er opin frá tíu að morgni til tíu á kvöldin fram í september. „Við erum eins og far- fuglarnir,“ segir Marentza hlæjandi en hún hefur rekið staðinn í átta ár. „Maður kemur hérna inn og ákveður að ætla bara að vinna og sofa og gera ekkert annað,“ segir Marentza, sem líkir rekstrinum við vertíð. Á veturna kennir hún nám- skeið í smurbrauðsgerð og sér um dönsk jólahlaðborð en hún er smur- brauðsjómfrú að mennt. Smurbrauð eru því vitaskuld einnig á boðstól- um í Flórunni en Marentza segir að kjúklingasalatið þyki best og hafi ýmsir gerst fastakúnnar fyrir vikið. Þótt enn sé kalt úti segir Mar- entza að það sé himnaríki líkast að sitja inni í gróðurhúsi. Þá megi segja að Flóran hafi hlotið blessun í sumarbyrjun en brúðkaup fór fram í Grasagarðinum á opnunardaginn. F32170 505 Sig- urður SMURBRAUÐSJÓMFRÚ Marentza Poulsen hefur rekið kaffihúsið Flóruna í átta ár í Grasagarðinum við góðan róm.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.