Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005
DELL VERÐLAUNAR Ægir Ármannsson
sölustjóri og Viðar Viðarsson, framkvæmda-
stjóri EJS, með verðlaunaskjalið.
Dell verð-
launar EJS
EJS hlaut á dögunum alþjóðleg
verðlaun tölvurisans Dell, EDB
Platinum Partner Award, fyrir
framúrskarandi árangur í mark-
aðsstarfi fyrirtækisins.
„Þetta eru verðlaun sem sam-
starfsfyrirtæki Dell um allan
heim keppa að,“ segir fram-
kvæmdastjóri EJS, Viðar Viðars-
son, sem tók á móti verðlaunun-
um á tæknistefnu Dell í Róm. Við-
ar segir að eftirtektarverð sölu-
aukning á EMC2-gagnageymslum
sé ástæða þess að EJS hljóti verð-
launin nú. „Þetta er ánægjuleg
staðfesting á því að þeir hjá Dell
taka eftir því hversu vel okkur
gengur,“ segir Viðar.
Rekja
hrákann
Stöðumælaverðir í London
hafa nú búnað undir höndum
til að taka sýni af hráka. Ku
það koma fyrir að pirraðir öku-
menn fái útrás með því að
hrækja á stöðumælaverði í
borginni. Verður hrákinn
greindur á rannsóknastofu og
erfðaefni hans borið saman við
DNA-skrár milljóna manna,
sem lögreglan hefur undir
höndum. Þetta kemur fram í
vefmiðlinum This is London.
Hafa 250 stöðumælaverðir
við Westminster fengið
„hrákadalla“ afhenta. Mun það
kosta um tvö hundruð pund að
rannsaka hvert sýni og rekja
til eigandans. Mun lögreglan
standa straum af þeim kostn-
aði.
Allir stöðumælaverðir í
London munu fá álíka útbúnað
verði reynslan góð. Þar sem
menn hafa verið vopnaðir slík-
um búnaði hefur dregið veru-
lega úr hættu á að hrækt sé á
þá, samkvæmt frétt This is
London.
SAMNINGUR Brynjólfur Bjarnason, for-
stjóri Símans, og Baldur Guðnason, forstjóri
Eimskips, handsala samning um að Síminn
sjái um fjarskiptaþjónustu Eimskips.
Eimskip hjá
Símanum
Síminn og Eimskip hafa gert með
sér þjónustusamning sem felur í
sér að Síminn veiti Eimskipi
heildarfjarskiptaþjónustu. Inni-
falin í samningnum er öll fjar-
skiptaþjónusta fyrir fyrirtækið,
meðal annars talsímaþjónusta,
farsímaþjónusta, Internet og víð-
netsþjónusta auk ýmiss konar
virðisaukandi þjónustu. Í samn-
ingnum eru rekstraröryggi, hag-
kvæmni, fjölbreytt þjónustu-
framboð og gæði höfð að leiðar-
ljósi.