Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 18.05.2005, Blaðsíða 64
IAN CURTIS Forsprakki Joy Division framdi sjálfsvíg fyrir 25 árum. 18. maí 2005 MIÐVIKUDAGUR Bíómiðar! Sony Heimabíó! vMedion tölva með flatskjá! Medion tölva! Medion 27” Plasmatæki! Coca Cola! DVD spilarar! DVD myndir! Playstation two! Tölvuleikir! MP3 spilarar! Haugur af græjum frá BT í vinning! Viltu 1/2 milljón? Sendu SMS skeytið JA BTV á númerið 1900! Við sendum þér 3 spurningar sem þú svarar með því að senda SMS skeytið JA A, B eða C á númerið 1900. • •Sá sem svarar hraðast 3 spurningum fær 500.000kr*! • • Allir sem svara 2 rétt gætu fengið aukavinning! • • 10. hver vinnur aukavinning! 500.000 krónur*! *Sá sem vinnur 500.000 kr fær einn dag til að kaupa sér vörur í verslunum BT og Iceland Express að andvirði 500.000 kr. Leik lýkur 3. júní 2005 24:00 Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Ef það tekur þig lengur en 5 mín. að svara spurningu þarftu að byrja leikinn aftur. Fartölvur • Flugmiðar með Iceland Express • Heimabíó • Sjónvörp • PS2 tölvur • Samsung GSM símar • MPp3 spilarar • DVD spilarar • DVD myndir • Tölvuleikir • Kippur af Coca Cola og margt fleira. D3 Samsung Símar! SMS LEIKUR Flugmiðar! Hafðu hraðann á! BTnet gefur 500.000 kr.*! SMS LEIKUR rir flesta er ðvelt að reppa til nnlæknis ef nnpína gerir rt við sig. Má ækist hins veg kkuð þegar 0 kílógramm jörn á í hlut Hin 37 ára gamla söngkona Kylie Minogue hefur neyðst til þess að hætta við tónleikaferð sína, Show Girl: Greatest Hits, vegna þess að hún hefur greinst með brjóstakrabbamein. Í yfir- lýsingu frá umboðsmanni henn- ar segir að hún hafi verið í heim- sókn hjá fjölskyldu sinni í Mel- bourne þegar krabbameinið hafi greinst og söngkonan muni því taka sér frí þar til hún hefur náð fullum bata. Tónleikaferðin átti að vera hennar síðasta og sjálf segist söngkonan knáa vera mjög von- svikin yfir þessu. Hana hafi hlakkað mikið til að syngja fyrir aðdáendur sína en hún átti að fara til Ástralíu og Asíu eftir að hafa verið á ferðalagi um Evr- ópu. Aðdáendur, sem keypt höfðu miða, voru þó beðnir um að geyma miðana, því ekki er útilokað að Kylie muni fara af stað aftur að loknum veikindum. „Tónleikaferðin átti að vera virðingarvottur við aðdáendur mína,” sagði söngkonan í Glas- gow á dögunum. Kylie Minogue varð fyrst þekkt fyrir leik sinn í Nágrönn- um. Eftir að hún sagði skilið við þættina lagði hún sönginn fyrir sig og sló í gegn með laginu I Should Be so Lucky. Kylie er ein vinsælasta söngkona heims um þessar mundir og hún gaf ný- verið út sína tíundu plötu, Body Language, þar sem Emiliana Torrini samdi eitt lag. ■ Minningartónleikar verða haldnir á Gauki á Stöng í kvöld í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því Ian Curtis, fyrrum for- sprakki hljómsveitarinnar Joy Division, framdi sjálfsvíg að- eins 23 ára gamall. Hljómsveitirnar sem koma fram eru: Taugadeildin, Singa- pore Sling, Worm is Green, Magga Stína og Hringir, Hanoi Jane, Sólstafir og Ghost Division, með þá Mike og Danny Pollock í fararbroddi. Auk þess mun Birgitta Jónsdóttir flytja ljóð Curtis, New Dawn Fades, án undirleiks. Skipuleggjandinn Ólafur Thorsson segist hafa fengið frá- bær viðbrögð við tónleikunum. „Fyrir svo mörgum er þetta merkilegur hlutur,“ segir Ólaf- ur. „Bæði fyrir hinn venjulega tónlistaráhugamann og fyrir kynslóð tónlistarmanna sem kom úr pönkinu, úr hljómsveit- um eins og Þey, Fræbblunum og Utangarðsmönnum. Á tónleik- unum verða gamlir pönkhundar og svo yngri menn eins og Singapore Sling, þar sem Joy Division er greinilegur áhrifa- valdur, aðallega í gegnum hljómsveitina Jesus and Mary Chain.“ Að sögn Ólafs var óhjá- kvæmilegt að skipuleggja þessa tónleika. „Það er alveg við hæfi að sýna honum smá virðingar- vott því þetta var stórmerkileg- ur listamaður. Hann stendur upp úr með mörgum konungum.“ Joy Division lagði upp laupana eftir dauða Curtis en hóf síðan störf á ný undir nafn- inu New Order. Sú sveit er enn starfandi í dag og gaf hún ný- verið út plötuna Waiting for the Sirens' Call. Joy Division markaði djúp spor í tónlistarsöguna en hún tróð nýjar slóðir undir sterkum áhrifum frá pönkbylgjunni í Bretlandi. Textar og ljóð Ian Curtis voru þó af allt öðrum toga en þeir sem sveitir á borð við Sex Pistols sömdu. Fjölluðu þeir um stjórnmál og þá djúp- stæðu innri baráttu fólks við ytri táknmyndir hins versta sem mannkynið endurvarpaði bæði í sögulegum skilningi og þeim eymdarveruleika sem verka- mannastéttin í Manchester þurfti að kljást við dag hvern. Nafn sveitarinnar er bein til- vísun í deild í útrýmingarbúðun- um í Treblinka þar sem gyðinga- konur voru neyddar til vændis. Þessi tilvísun átti þó eftir að draga þann dilk á eftir sér að nýnasistar í Bretlandi héldu í einfeldni sinni að þessi tilvísun væri lofgjörð til nasista. Að sögn Ólafs var hljómsveitin þvert á móti að setja sig í spor fórnarlambsins og þeirra sem minnst mega sín í stríði. „Fólk mun muna eftir Joy Division eftir 100 ár. Hljómsveitin er komin í þá kategoríu. Þetta eru stór orð en ég ætla að standa við þau,“ segir hann. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 og er aðgangseyr- ir 700 krónur. freyr@frettabladid.is KYLIE MINOGUE Hún hefur neyðst til þess að fresta öllum tónleikum um óá- kveðinn tíma vegna þess að hún greindist með brjóstakrabbamein Kylie me› brjóstakrabbamein M YN D : A P PH O TO ■ TÓNLIST Stendur upp úr me› mörgum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.