Fréttablaðið - 18.05.2005, Page 33

Fréttablaðið - 18.05.2005, Page 33
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Ríkasti maður heims, Bill Gates stofnandi Microsoft, er greini- lega jafnmikill keppnismaður nú og í upphafi ferils síns þegar hann att kappi við Steve Jobs og Apple um yfirburði á einkatölvu- markaði. Eins og flestir vita fór Gates með sigur af hólmi í því stríði og Microsoft rúllaði yfir Apple en nú telja margir að tími Apple sé að renna upp á ný. Tónlistarspil- arinn iPod er talinn einhver best heppnaða nýjungin í tækniheim- inum í marga áratugi. Sumir, þar á meðal Steve Jobs forstjóri Apple, telja að vinsældir tækis- ins muni hafa margfeldisáhrif því þeir sem hafi kynnst iPod muni næst kaupa sér Apple þeg- ar þeir vilja skipta um einka- tölvu. Í viðtali við þýskt dagblað í síðustu viku sagði Gates að Apple gæti átt eftir að sjá sömu þróun og í upphafi níunda áratugarins þegar fyrirtækið missti stöðu sína á einkatölvumarkaði. Gates spáir því að framleiðendur far- síma muni ná mikilli markaðs- hlutdeild með því að bjóða upp á síma sem geymt geta mikið magn tónlistar og þar með missi iPod stöðu sína á þessum markaði. - þk Gates skýtur á Apple Segir vinsældir iPod muni minnka og samkeppni aukast. Útvarpið í vörn Hlustun á hefðbundnar útvarps- stöðvar í Bandaríkjunum hefur dregist saman um næstum tíu prósent á síðustu sjö árum. Þær leita nú leiða til að endurheimta markaðinn. Svo virðist sem einu stöðvarn- ar sem halda hlut sínum um þess- ar mundir séu þær sem spila sveitatónlist, ballöður, trúarefni eða kjaftaglaða þjóðfélagspek- úlanta. Víða hafa stöðvar með rokktónlist verið lagðar af sökum lélegrar hlustunar. Nýjar stöðvar sem bjóða upp á miklu meira úrval tónlistar og flytja færri auglýsingar hafa verið að ryðja sér til rúms bæði í Bandaríkjunum og Kanada auk þess sem sífellt fleiri gerast áskrifendur að útvarpsstöðvum á netinu þar sem engar auglýsing- ar eru leika. - þk Genin breyt- ast mishratt Genin sem geyma uppskriftir af öllum lífverum breytast smám saman í gegnum árþús- undin en nú hafa vísindamenn komist að því að breytingarnar eru mishraðar eftir því hvaða hlutverk genin hafa. Þau gen sem búa yfir upplýs- ingum um hvern- ig líkaminn eigi að berjast gegn farsóttum og sjúkdómum virðast breytast mun hraðar en önnur gen. Þá breytast gen sem stjórna fram- leiðslu sæðis nokkuð hratt. Breytingin sem orðið hefur vart við er hins vegar tvíbent því ásamt því að stuðla að heil- brigðara sæði dregur úr hæfi- leikum líkamans til að berjast gegn stökkbreytingum í frum- um og því veikjast varnir gegn krabbameinum. - þk LYF EYKUR GÁFUR Nýtt lyf eykur hæfileika fólks til að leysa þrautir og virðist engar aukaverkanir hafa. Nýtt heilalyf lofar góðu Tilraunir á nýju lyfjaefni sem örvar heilastarfsemi lofar góðu. Efnið heitir CX717 og rannsóknir á mönnum hafa leitt í ljós að það bætir athygli, eykur viðbragðs- flýti og minni og eykur getu til að leysa þrautir. Lyfjaefnið eyðist hratt úr lík- amanum og rannsóknir benda til þess að aukaverkanir séu litlar sem engar. Vonir standa til að lyf- ið muni hjálpa öldruðum, ofvirk- um börnum en geti einnig gagn- ast fullfrísku fólki sem er undir miklu álagi. - þk Netfyrirtækið Yahoo, sem fær um fjögur hundruð milljónir gesta á sínar síðar á degi hverjum, kynnti í síðustu viku tónlistar- verslun á netinu. Yahoo býður notendum upp á að kaupa áskrift að milljón laga safni þangað sem hægt er að sækja ótakmarkað magn af tónlist og flytja yfir á tónlistar- spilara á borð við Creative Zen og iRiver. Notendur iPod geta hins vegar ekki notað þjónustuna. Napster og RealNetwroks bjóða upp á áþekka þjónustu en tilboð Yahoo er miklum mun hagstæðara gagnvart neytendum. Þeg- ar þjónusta Yahoo var kynnt lækkuðu hluta- bréf í bæði Napster og RealNetworks veru- lega enda talið að Yahoo eigi möguleika á að ná umtalsverðum viðskiptum frá þess- um fyrirtækjum. Mánaðaráskrift hjá Yahoo kostar að- eins 5 Bandaríkja- dali á mánuði – sem samsvarar ríflega þrjú hundruð krón- um. Hjá Napst- er og Real- Networks kostar sambærileg áskrift þrisvar sinnum meira. Áskrifendur tónlistarþjónustunnar geta flutt lög inn á mp3 spilara en geta ekki sent lögin á aðra spilara eða bren- nt þá á geisladiska, vilji þeir gera það þarf að borga 79 sent (ríflega 50 krónur). Þjónustan nær ekki til þeirra sem búa utan Bandaríkjanna. - þk Yahoo opnar tónlistarbúð á netinu Miklu ódýrari en aðrar sambærilegar þjónustur. STJÓRNARFORMAÐUR MICROSOFT Spáir því að gamli keppinauturinn Steve Jobs muni missa stöðu sína á tónlistarspilaramarkaði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.