Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 67

Fréttablaðið - 20.06.2005, Side 67
23MIÐVIKUDAGUR 15. júní 2005 Fólk verslaði fyrir 37,4 milljarða króna með debet- kortum sínum í maí síðast- liðnum. Var keypt fyrir 36,7 milljarða innanlands en ann- að erlendis. Er þetta mesta debetkortavelta í einum mánuði á þessu ári og svipuð veltunni í desember 2003. Aðeins í desember í fyrra var verslað fyrir meira með debetkortum eða 42,4 millj- arða króna. Þeir sem notuðu kredit- kort í viðskiptum sínum eyddu hins vegar um 16,4 milljörðum króna í maí. Kreditkortaveltan er því mun minni en velta debet- korta. – bg Spenna á vinnumarkaði og líkur á launaskriði á næstunni. Spenna virðist hafa myndast á vinnumarkaði og launaskrið er líklegt á næstu misserum í því ljósi segir í Morgunkornum grein- ingardeildar Íslandsbanka. Skráð atvinnuleysi var 2,2 pró- sent af mannafla í maí samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og hefur því minnkað lítillega frá fyrri mánuði. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysið 3,3 prósent af mannafla. Samhliða miklum hagvexti hef- ur atvinnuleysi minnkað verulega að undanförnu. Í Morgunkornum segir einnig að verðbólguþrýst- ingur sökum launaskriðs gæti aukist á næstu misserum vegna spennu á vinnumarkaði sem bæt- ist nú ofan á þann eftirspurnar- þrýsting sem þegar sé til staðar. -dh Eignir lífeyrissjóðanna hafa stóraukist á und- anförnum árum, segir á vef greiningardeild- ar Íslandsbanka. Hreinar eignir sjóð- anna voru 314 milljarð- ar árið 1997 en eru nú 1020 milljarðar. Er það 225 prósent aukning. Segir Íslandsbanki nokkrar ástæður vera fyr- ir aukningunni, meðal ann- ars tilkomu séreignar- sparnaðar, innflæði ið- gjalda umfram lífeyri vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar, góða rauná- vöxtun sjóðanna og til- komu eftirlits skattayfir- valda á greiðsluskyldu í lífeyrissjóði. -jsk Maran Seafood, dótturfélag í eigu Sigurðar Ágústssonar ehf. í Stykkishólmi, hefur keypt Hevico í Vejle, Danmörku. Hevico er stærsti framleiðandi á heitreykt- um silungi í Evrópu. Félagið vinn- ur úr sex þúsund tonnum af hrá- efni frá eldisstöðvum sem það sel- ur einkum á Þýskalandsmarkað. Stjórnendur Sigurðar Ágústs- sonar áætla að samanlögð velta samstæðunnar verði um 3,5 millj- arðar króna á þessu ári. Starfs- menn félagsins eru um 100. Íslandsbanki hafði milligöngu um viðskiptin og fjármagnaði þau. - eþa Atvinnuleysi minnkar verulega FLESTIR STÖRFUÐU VIÐ LANDBÚNAÐ Á ÁRUM ÁÐUR Verslun og þjónusta hefur tekið við sem fjölmennasta atvinnugreinin. Kortakaupæ›i í maí Eignir lífeyrissjó›a aukast VERKAMENN VIÐ VINNU Sigur›ur Ágústsson ehf. kaupir Hevico SILUNGURINN HEILLAR Dótturfélag Sigurðar Ágústssonar hefur fest kaup á Hevico í Danmörku sem sérhæfir sig í framleiðslu á heitreyktum silungi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.