Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.06.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 27.06.2005, Qupperneq 2
Barist gegn eiturlyfjum: Sextíu tonn brennd á báli AFGANISTAN Stjórnvöld í Afganistan brenndu í gær sextíu tonn af eiturlyfjum í sérstöku átaki stjórnarinnar gegn eitur- lyfjum. Í gær var alþjóðlegur bar- áttudagur gegn eiturlyfjum og tóku stjórnvöld í Afganistan virkan þátt í baráttunni. Mest var brennt í höfuðborginni Kabúl en aðallega ópíum en einnig hass og heróín. Afganistan var talið vera leiðandi aðili í framleiðslu á óp- íum í heiminum undir forystu Talíbana-stjórnarinnar. ■ GEORGE W. BUSH Danir viðhafa mikla ör- yggisgæslu vegna heimsóknarinnar. Danir bíða komu Bush: Öryggi haft í hávegum KAUPMANNAHÖFN George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er væntan- legur í opinbera heimsókn til Dan- merkur í byrjun næsta mánaðar áður en hann heldur á leiðtoga- fund iðnríkjanna í Skotlandi. Dan- ir hafa gríðarlega öryggisgæslu vegna heimsóknarinnar þar sem þeir telja hryðjuverkamenn geta látið til skarar skríða þar sem annars staðar. Búist er við því að viðbúnaður dönsku lögreglunnar hafi sjaldan verið jafn mikill og hann verður við komu forsetans. ■ 2 27. júní 2005 MÁNUDAGUR Bubbi Morthens íhugar málssókn: Sakar 365 um ofbeldi og atvinnuróg FJÖLMIÐAR Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens íhugar að fara í skaðabótamál við fyrirtækið 365 prentmiðla sem gefur út blaðið Hér og nú sem slegið hefur upp fréttum af einkalífi hans á forsíðu síðustu tveggja tölublaða. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Í viðtali við Stöð 2 sagðist Bubbi ekki geta samþykkt að hægt væri að beita sig og fjöl- skyldu sína ofbeldi í skjóli rit- frelsis. Forsíðufyrirsögn síðasta tölublaðs Hér og nú var „Brynja hélt framhjá Bubba“ en Brynja er fyrrverandi eiginkona Bubba. Í vikunni þar á undan var for- síðufyrirsögnin „Bubbi fallinn“ og var skírkotun til þess að Bubbi væri byrjaður að reykja aftur. Í viðtalinu við Stöð 2 sagðist Bubbi hins vegar hafa reykt í eitt og hálft ár. Bubbi sagði tilgang um- fjöllunarinnar vera að selja fólki það að hann væri byrjaður aftur að dópa en afkoma hans og trú- verðugleiki byggist öll á því að hann sé edrú og því væri umfjöll- unin atvinnurógur. Fréttablaðið náði ekki í Bubba Morthens vegna málsins. - ifv Atlantshafsbandalagið kemur að deilum Ísraela og Palestínumanna: Átti í vi›ræ›um vi› deilendur STJÓRNMÁL Atlantshafsbandalagið hefur átt í viðræðum við bæði Ísraelsmenn og Palestínumenn um þá málaleitan Palestínumanna að bandalagið komi að sáttaum- leitan fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta kom fram í svari fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, Jaap de Hoop Scheffer, við fyrirspurn Össurar Skarp- héðinssonar alþingismanns á sumarfundi Evrópuráðsþingsins í Strassborg fyrir helgi. „Mönnum þótti afar merkilegt að heyra að nýlegar viðræður hefðu átt sér stað,“ segir Össur. Hann segir að Atlantshafsbanda- lagið hafi áður sagt að það kæmi ekki að deilunni með beinum hætti nema fyrir lægi samþykki beggja deiluaðila og skýrt umboð frá Sameinuðu þjóðunum. „Nærvera Atlantshafsbanda- lagsins getur hins vegar skipt sköpum um frið og það hefur sýnt sig og sannað, til dæmis á Balkanskaga. Einnig ef deilendur eru sammála um einhvers konar hlutverk þess á tilteknu átaka- svæði,“ segir Össur. -hb Sjálfstæ›isflokkur bætir vi› sig fylgi Sjálfstæ›isflokkurinn bætir verulega vi› sig fylgi í könnun Gallup í su›vestur- og su›urkjördæmi. Vinstri-grænir vinna einnig á en Samfylkingin og Frjáls- lyndir standa í sta›. STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn bætir verulega við sig fylgi í suð- vesturkjördæmi samkvæmt könnun Gallup frá því byrjun mánaðarins. Hann fengi 44 pró- senta fylgi í kjördæminu samkvæmt könnuninni en fékk 38,5 prósenta fylgi í kosningunum 2003. Samfylkingin fengi 31,9 pró- sent en fékk 32,8 þegar kosið var síðast. Vinstri-grænir fengju 10,1 prósent og bæta við sig tæpum fjórum prósentustigum, fengu 6,2 í kosningunum, Framsóknar- flokkur fengi 7,9 prósent en fékk 14,9 prósent 2003 og Frjálslyndir 6,1 prósent sem er aðeins minna en flokkurinn fékk í kosningunum en þá fékk hann 6,7 prósent. Samtals svöruðu 244 í kjör- dæminu en könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup og voru niður- stöður hans um fylgi stjórnmála- flokkanna birtar á landsvísu í byrjun mánaðarins. Hafa ber í huga að þjóðarpúls Gallup mælir fylgi stjórnmálaflokka á lands- vísu og niðurstöðurnar aðeins birtar fyrir landið í heild sinni. Fréttablaðið hefur fengið í hendur gögn sem unnin hafa verið úr könnuninni og sundurliðuð fyrir hvert kjördæmi. Samanburður af þessu tagi getur verið óná- kvæmur þar sem um er að ræða tiltölulega lágt svarhlutfall í hverju kjördæmi fyrir sig. Í suðurkjördæmi fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 38,7 prósent fylgi en hafði 29,2 prósent í síðustu kosningum og bætir því við sig tæpum 10 prósentustigum. Samfylkingin fengi 32,9 prósent en fékk 29,7 prósent í kosningum, Vinstri-grænir fengju 9,1 prósent en 4,7 prósent þegar kosið var, Framsóknarflokkurinn 14,6 pró- sent en 23,7 prósent í kosningun- um og Frjálslyndir 4,9 prósent en höfðu 8,7 prósent í síðustu kosningum. Í suðurkjördæmi var byggt á 154 svörum. Niðurstöður könnunarinnar fyrir norðvestur- og norðaustur- kjördæmi verða birtar í Frétta- blaðinu á morgun. hjalmar@frettabladid.is Reykjavíkurborg: Fjölgar fijón- ustustö›vum BORGARMÁL Fimm nýjar þjónustu- stöðvar tóku til starfa í hverfum Reykjavíkur á dögunum. Um er að ræða velferðarþjónustu, frí- stundaráðgjöf og verkefni á sviði menntamála. Á miðstöðvunum má nálgast alhliða upplýsingar um þjónustu borgarinnar. Þá er hægt að sækja þar um ýmis konar þjónustu á borð við leikskólapláss, húsaleigubætur og heimaþjónustu. Einnig er veitt þar félagsleg og sálfræðileg ráð- gjöf. Borgaryfirvöld segjast vilja með þessu gera þjónustu sína að- gengilegri fyrir íbúa og auka sam- starf sérfræðinga í málefnum barna og fjölskyldna. -bs SPURNING DAGSINS Eiríkur, ætlar›u a› taka slaginn? „Ég segi bara góðan daginn!“ Bubbi Morthens bauð Eiríki Jónssyni, Mikael Torfasyni og Gunnari Smára Egilssyni í box-hring- inn í kjölfar umfjöllunar vikuritsins Hér&Nú og DV um mál Bubba og fyrrum eiginkonu hans. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I ÞINGMENN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Samkvæmt könnun Gallups fengi Sjálfstæðisflokk- urinn 38,7 prósent fylgi í suðurkjördæmi en hafði 29,2 prósent í síðustu kosningum. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Spurði um aðkomu NATO að deilum Ísraela og Palestínumanna. BUBBI MORTHENS Fer hugsanlega í mál við fyrirtækið 365 vegna umfjöllun- ar blaðsins Hér og nú um einkalíf sitt. Listakonan Kogga: Færir Alflingi kvennakraft Listakonan Kolbrún Björgólfs- dóttir, Kogga afhendir í dag Hall- dóri Blöndal, forseta Alþingis, gjöf til þingsins í minningu 90 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Gjöfin er verk eftir Koggu sem nefnist kvennakraftur. Það eru Femínistafélag Ís- lands, Kvenréttindafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennasögusafn Íslands, Kvenna- kirkjan, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Samtök um kvennaathvarf, Stígamót og UNIFEM á Íslandi sem standa að gjöfinni til Alþingis. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.