Fréttablaðið - 29.06.2005, Side 6
6 29. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR
Ráðist verður í nýtt átak í umferðaröryggismálum:
Auki› fé til fækkunar slysum
UMFERÐARÖRYGGI Stórauknu fjár-
magni verður á næstu fjórum
árum veitt til umferðaröryggis-
mála samkvæmt samningi sem
Umferðarstofa og Ríkislögreglu-
stjóri undirrituðu á blaðamanna-
fundi í gær.
Næstu fjögur ár verður 385
milljónum króna veitt árlega í auk-
ið umferðaröryggi og árangur
átaksins reglulega kynntur fyrir
almenningi. Tilgangurinn er sá að
fækka þeim sem látast eða slasast
alvarlega í umferðarslysum. Har-
aldur Johannessen ríkislögreglu-
stjóri sagðist á blaðamannafundin-
um vonast til að árangur átaksins
yrði slíkur að áfram yrði veitt
verulegu fjármagni í áróður og eft-
irlit til að auka umferðaröryggi.
Fyrir hluta fjármagnsins mun
embætti Ríkislögreglustjóra festa
kaup á svokölluðum „eyewitness“-
tækjum sem eru stafrænar upp-
tökuvélar sem komið er fyrir í lög-
reglubílum til að auðvelda umferð-
areftirlit.
Á fundinum kynnti svo Umferð-
arstofa nýja auglýsingaherferð
þar sem sagt er frá þankagangi
þeirra sem lenda í alvarlegum um-
ferðarslysum þegar slysin verða
og sagði Einar Magnús Magnússon
upplýsingafulltrúi Umferðarstofu
að markmiðið væri að uppræta
þann hugsanagang. - oá
Héraðsdýralæknir tók í taumana:
Vanfó›ru› hross
í Hafnarfir›i
DÝRAHALD Héraðsdýralæknir hafði
í vikunni afskipti af þremur van-
fóðruðum hestum, sem haldnir
voru í hesthúsi á svæði hesta-
mannafélagsins Sörla í Hafnar-
firði. Var eigendum veitt tiltal og
gert að sleppa þeim í haga, svo
þeir kæmust á grös.
Gunnar Örn Guðmundsson
héraðsdýralæknir staðfesti að
hann hefði haft afskipti af þessu
máli. Haft var samband við hann í
síðustu viku og honum gert við-
vart um bágt ástand hrossanna.
Hann sendi eftirlitsmann á stað-
inn, sem sá að hestarnir voru ekki
hirtir sem skyldi. Voru þeir ekki í
nógu góðum holdum miðað við að
þeir væru á fullri gjöf.
Héraðsdýralæknisembættið
hafði samband við eiganda hross-
anna og kom á framfæri athuga-
semdum um umhirðu þeirra. Hon-
um var gert að sleppa þeim út í
síðasta lagi í fyrradag, sem hann
og gerði.
Héraðsdýralæknir sagði við
Fréttablaðið að virkt eftirlit væri
með að atburðir af þessu tagi ættu
sér ekki stað. Til dæmis væri fóður-
eftirlitsmaður á ferð um hesthúsa-
hverfin á höfuðborgarsvæðinu og
kannaði stöðuna þar sem menn
væru enn með hross á húsi. -jss
Ríki› gekk á bak or›a sinna
Samtök verslunar og fljónustu gagnr‡na har›lega stækkun komuverslunar Fríhafnarinnar á
Keflavíkurflugvelli og segja stjórnmálamenn sem hafi lofa› a› draga úr starfseminni ganga á bak or›a
sinna. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar segist fyrst og fremst vera í samkeppni vi› erlendar fríhafnir.
SAMKEPPNI Komuverslun fríhafn-
arinnar á Keflavíkurflugvelli hef-
ur verið stækkuð um meira en
helming, frá 460 fermetrum upp í
rúma þúsund fermetra. Samtök-
um verslunar og þjónustu þykir
utanríkisráðuneytið hafa gengið á
bak orða sinna með því að sam-
þykkja að stækka rekstur sem er í
samkeppni við einkaaðila.
Sigurður Jónsson fram-
kvæmdastjóri samtakanna segir
alla stjórnmálaflokka hafa verið
spurða að því fyrir síðustu kosn-
ingar hvort ríkið ætli sér að vera
áfram í smásölusamkeppnis-
rekstri. Allir flokkar svöruðu því
til að draga bæri saman rekstur
komuverslunarinnar. Hann segir
það skjóta skökku við að ríkisfyr-
irtæki sé í samkeppni um sölu á
snyrtivörum, sælgæti, raftækjum
og öðru því sem kaupa má í frí-
höfninni.
Aðspurður hvort það sé ekki
hagur neytenda að úrval og að-
gengi sé gott í fríhöfninni segir
Sigurður að ef svo væri hlyti þá
líka að vera hagur neytenda ef
ríkið sæi þá um það sjálft að reka
almennar neysluvöruverslanir,
því sé um tvískinnung að ræða.
Hann segir það skoðun SVÞ að
ríkið eigi að einskorða sig við
rekstur sem er þess eðlis að hann
sé ekki í beinni samkeppni við
einkaaðila.
Sturla Eðvarsson fram-
kvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf.
blæs á gagnrýni Samtaka verslun-
ar og þjónustu. „Við erum fyrst og
fremst í samkeppni við aðrar
brottfararverslanir á erlendum
flugvöllum“, segir Sturla. Hann
segir það hafa verið nauðsynlegt
að stækka komuverslunina enda
hafi svo verið komið að á álags-
tímum hafi fólk hreinlega ekki
komist inn í verslunina. Hann seg-
ir Fríhöfnina aldrei hafa verið í
samkeppni við innlendar verslan-
ir og aldrei hafa auglýst á innan-
landsmarkaði. Aðspurður um aug-
lýsingu sem birtist fyrir jólin þar
sem iPod hljómflutningstæki
voru auglýst á lægra verði í Frí-
höfninni segir hann þá auglýsingu
ekki hafa verið frá Fríhöfninni
komna.
oddur@frettabladid.is
LILJA VIÐARSDÓTTIR Nýr aðstoðarfram-
kvæmdastjóri EFTA með aðsetur í Brussel.
Ráðherrafundur EFTA:
Íslenskur fram-
kvæmdastjóri
EFTA Á ráðherrafundi EFTA-ríkj-
anna í Liechtenstein sem lauk í gær
var tekin ákvörðun um að ráða Lilju
Viðarsdóttur sem aðstoðarfram-
kvæmdastjóra EFTA með aðsetur í
Brussel til þriggja ára frá hausti
2006. Davíð Oddsson, utanríkisráð-
herra, sat fundinn af hálfu Íslands. Í
yfirlýsingu fundarins kemur meðal
annars fram að EFTA-ríkin séu að
skapa sér sterka samkeppnisstöðu á
Asíumarkaði með fríverslunarvið-
ræðum við lönd eins og Suður-
Kóreu og Taíland. ■
HÚSKERFI KÁRAHNJÚKAVIRKJUN-
AR Landsvirkjun hefur óskað eftir
tilboðum í húskerfi fyrir Kára-
hnjúkavirkjun í Fljótsdal. Verkið
felst í efnisútvegun, smíði, upp-
setningu, prófunum og gangsetn-
ingu á kerfunum. Útboðsgögn fást
afhent í móttöku Landsvirkjunar í
Reykjavík frá og með deginum í
dag, en þeim á að skila fyrir
klukkan tvö, föstudaginn 26. ágúst.
PAR DÆMT FYRIR MÓÐURDRÁP
Dómstóll í Värnamo dæmdi í gær
17 ára stúlku og 18 ára gamlan
unnusta hennar til vistunar á geð-
sjúkrahúsi en í apríl síðastliðnum
myrtu þau móður stúlkunnar á
heimili hennar í Gislaved í Mið-
Svíþjóð. Þau áformuðu auk þess
að myrða föður hennar, systkini
og ömmu í þeirri von að þau sætu
ein að fjölskylduarfinum.
FRÁ GUANTANAMO Enn koma fram ásak-
anir um vanhelgun Kóransins í herstöðinni.
Guantanamo:
Kóraninn
í klósetti›
KÚBA, AP Sex Pakistanar segjast
hafa orðið vitni að vanhelgun Kór-
ansins í fangabúðunum í Guant-
anamo á Kúbu. Mennirnir halda
því fram að við yfirheyrslur í
fangelsinu sé traðkað á Kóranin-
um og hann rifinn í tætlur.
Svipaðar ásakanir hafa komið
fram frá rússneskum föngum. „Á
Kúbu voru þeir vanir að kasta
Kóraninum í klósettið. Þetta var
gert reglulega til að ögra okkur,“
sagði einn þeirra.
Bandaríkjamenn neita þessum
ásökunum og segja að al-Kaída
þjálfi fanga í því að ljúga með
þessum hætti. ■
ÚTSALAN
HEFST Í DAG
30%-50%
AFSLÁTTUR
Rollingar Kringlunni Sími 568 6688
VIRKJANAFRAMKVÆMDIR
SVÍÞJÓÐ
Getur eitthvert lið komið í
veg fyrir að FH-ingar verji
Íslandsmeistaratitil sinn í
fótbolta?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur þú farið á stórtónleika í
sumar?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
59%
41%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
STURLA BÖÐVARSSON, KARL RAGNARS OG HARALDUR JOHANNESSEN Samgönguráðherra
sagði á blaðamannafundi í gær að ábyrgð fjölmiðla væri mikil þegar kemur að því að
breiða út boðskap umferðaröryggis.
HESTAHALD Það heyrir til hreinna undantekninga á seinni tíð að hafa þurfi afskipti af hest-
eigendum vegna vanfóðrunar á hrossum. Myndin er alls óviðkomandi efni fréttarinnar.
FRÁ FRÍHÖFNINNI Sturla Eðvarðsson framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar segist ekki vera í samkeppni við innlendar verslanir heldur
erlendar fríhafnir.