Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 19
3MIÐVIKUDAGUR 29. júní 2005
Laxveiðin er ennþá í lagi en gloppótt og munur nokk-
ur milli ánna. Fyrstu laxarnir sáust í Rangá í vikunni
þótt „veiði“ væri byrjuð fyrr og þá fengust þeir fyrstu í
Laxá á Ásum. Fjörið er samt í Norðurá sem virðist
ætla að stefna í mjög gjöfult ár þegar menn „fram-
reikna“ júníaflann. Vopnafjarðardísirnar Hofsá og Selá
eru komnar af stað þótt að margra manna áliti sé
tekin umtalsverð áhætta með að kasta svo snemma í
þær síðsumarsár. En gæfan var með þeim sem opn-
uðu og laxinn greinilega byrjaður að ganga. Margir
bíða eftirvæntingarfullir eftir fyrstu fréttum úr Stóru
Laxá, en þar hefur verið rólegt fyrstu dagana. Þegar
litið er yfir sviðið í heild má segja að laxveiðin sé
undir væntingum (sem alltaf eru ansi miklar!) og
stórlaxavorið sem menn héldu að yrði í ár kemur ör-
ugglega ekki. Áður sögðu menn að gott smálaxaár
eins og í fyrra gæfi vísbendingu um jafn gott stórlaxa-
ár á eftir, en það samhengi er ekki nærri jafn sterkt
hin síðari ár og var áður, og virðist nú alveg rofið.
Meðal nýjunga á veiðimarkaði þetta árið eru nýjar
gárutúpur eftir Dr. Jónas á frances.is, en þær eru með
flúrljómuðum plastbúk sem á að gera þær skærarlitar
í vatninu. Þetta er ekki ný uppfinning, en nú kynnt af
fullum krafti á ís-
lenskum veiði-
markaði; hvort
þetta reynist
bragðið sem slæri
í gegn er svo ann-
að mál. En spenn-
andi að reyna eitt-
hvað nýtt.
Í síðasta pistli
hvatti ég menn til
að reyna að
VEIÐISUMARIÐ með Stefáni Jóni Hafstein
VEIÐIFRÉTTIR Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS
Alltaf eitthvað nýtt!
smækka flugurnar í silunginn, og kom í ljós að kappar á urriða-
svæðinu í Laxá höfðu erindi sem erfiði í þeim efnum. Einn úr
hópnum beitti agnarsmáum þurrflugum, allt niður í stærðir 32!
Hann náði að landa einum 4ra punda á svo smáa flugu. Svona
litlar flugur eru hnýttar undir ljósi með stækkunargleri, félaginn
notaði 4ra punda Kamazan-taum og klippti skáhallt á hann til
að koma honum inn um augað á flugunni. Sjálfsagt hafa menn
notað ögn stærri flugur í Veiðivötnum þegar allt fór í gang þar,
einn kunningi okkar fékk 21 fisk á 2 dögum og stærst fimm
punda. Honum fannst bleikjan í Langavatni óvenju væn og
góð. En stærsti urriðinn slapp í Litlasjó! Heilræði vikunnar er
tengt vatnaveiðum: Ekki vaða of langt! Þegar komið er að vatni
borgar sig að keyra ekki alveg niður að bakka, fara sér hægt og
veiða frá landinu og meðfram því áður en vaðið er út. Fiskar
eiga nefnilega líka heima meðfram bökkum!
Fleiri veiðifréttir daglega og heilræði við veiðar á
www.flugur.is; Flugufréttir koma alla föstudaga í
tölvupósti til áskrifenda á flugur.is með ítarlega
umfjöllun um allt sem varðar veiðiskap í sumar.
golfvöllur vikunnar }
Hvaleyrarvöllur
GOLFKLÚBBURINN KEILIR
Golfklúbburinn Keilir var stofnaður árið 1966 af áhugamönnum um golf í Hafn-
arfirði, Garðabæ og Kópavogi. Menn fengu augastað á Hvaleyrinni í Hafnarfjarð-
arlandi undir völl og eftir nokkurt þóf og samninga við ábúendur á jörðum í
kring fékkst það land sem þurfti til að gera veglegan völl. Sex holu völlur var
tekinn í notkun sumarið 1967 og íbúðarhúsið að Vesturkoti varð félagsheimili
klúbbsins. 1972 var völlurinn endurskipulagður og sex holum bætt við. Byrjað
var að spila Hvaleyrarvöllinn í núverandi mynd árið 1997. Hannes Þorsteinsson
teiknaði og hannaði fyrri níu holurnar sem eru í Hvaleyrarhrauni, en fleiri komu
að hönnun síðari níu holanna sem eru á gamla Hvaleyrartúninu þar sem spilað
er meðfram strandlengjunni. Hvaleyrarvöllur hefur í gegnum árin verið annálað-
ur fyrir góðar brautir og eftir að nýi völlurinn í Hvaleyrarrauni var opnaður hafa
flatirnar fengið lofsverða athygli fyrir að vera sérstaklega góðar. Vallargjald eftir
klukkan þrjú á daginn er 4.000 krónur en 3.000 fyrir þann tíma. Unglingar undir
sextán ára og eldri borgarar geta spilað völlinn fyrir 2.000 krónur á ákveðnum
tímum. Níunda holan þykir einkar falleg en hún nær yfir vatn þar sem gos-
brunnur stingur stöku sinnum upp kollinum, vallargestum til gleði.
Nánari upplýsingar má fá á www.golf.is.
Fréttablaðið/Edwin Rögnvaldsson
Flúrljómaður búkur á gárutúpu
Einn að veiðum með fegurð sumarsins.
BAKKAFLÖT • SKAGAFIRÐI
Fjölbreytt ferðaþjónusta!
Gisting
Tjaldstæði
Veitingar
Heitir pottar
Lítil sundlaug
Verið velkomin!
Símar 453 8245, 899 8245
bakkaflot@islandia.is • www.bakkaflot.com
www. r i ve r r a f t i n g . i s
B á t a f j ö r B a k k a f l ö t
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
Strandir munu flestum finnast
fremur skapa kjörin hörð
Grímseyjar þó mætti minnast
mest hún prýðir Steingrímsfjörð.
Þannig orti Ragnheiður Halldórsdóttir í Bæ á Sel-
strönd um eyjuna Grímsey sem liggur utan við
Drangsnes. Þangað sigla Vesturferðir í sumar með
þá sem vilja drepa niður fæti á þessa stærstu eyju
fyrir Ströndum og tekur siglingin bara 10 mínútur
frá bryggjunni á Drangsnesi. Gengið er um eyjuna
með leiðsögn þar sem sögu eyjunnar eru gerð góð
skil. Meðal þess sem þar kemur fram er að búið var
í Grímsey fram á 20. öld. Þar var líka reistur viti
árið 1915 en Þjóðverjar eyðilögðu hann í loftárás í
síðari heimsstyrjöldinni en vitinn var endurbyggð-
ur 1949. Fuglalífið er líflegt í Grímsey og til dæmis
er talið að þar séu hátt í þúsund lundapör. Ef veður
er gott er siglt hringinn í kringum eyjuna að göngu
lokinni og rennt fyrir fisk. Bátsferðirnar til Gríms-
eyjar eru fimmtudaga og sunnudaga klukkan 14 en
sex manna hópar og stærri geta farið utan þessa
tíma. Gert er ráð fyrir þremur til fjórum tímum í
ferðina og kostar hún þrjú þúsund krónur.
Þá má geta þess að landeigendur hafa ákveðið að
gefa fólki kost á að veiða lunda í háf í eyjunni og
veiðileyfi eru seld hjá Jóni Magnússyni í Bæ 1.
Mest hún prýðir Steingrímsfjörð
Þegar ekið er um landið getur verið hressandi tilbreyting að skreppa í stutta bátsferð.
Nú í sumar er í fyrsta sinn boðið uppá slíkar ferðir út í Grímsey á Steingrímsfirði.
M
YN
D
I A
F
W
W
W
.S
TR
AN
D
IR
.IS
Styttist í Þjóðhátíð í Eyjum
HAFIN ER SALA Á MIÐUM Í FERÐIR HERJÓLFS UM VERSLUNARMANNAHELGINA.
Sumarið líður hratt og margir farnir að huga að stærstu ferðahelgi sumarsins,
Verslunarmannahelginni. Í síðustu viku hófst miðasala í ferðir Herjólfs á Þjóðhá-
tíð í Vestmannaeyjum. Þjóðhátíðin fer fram dagana 29.-31. júlí og farþegum
Herjólfs er bent á að tryggja sér far með Herjólfi til og frá Eyjum hið fyrsta því
oftast seljast þessar ferðir hratt upp.
„Salan fer ágætlega af stað og nokkuð mikið búið að panta. Ég fæ ekki betur
séð en að straumurinn muni liggja til Eyja,“ segir Guðfinnur Þór Pálsson, rekstar-
stjóri Samskipa í Vestmannaeyjum.
Tveimur næturferðum hefur verið bætt við hefðbundna áætlun. Sú fyrri verður
farin frá Vestmannaeyjum fimmtudaginn 28. júlí kl. 23 og frá Þorlákshöfn að-
faranótt föstudags 29. júlí kl. 2.30. Seinni ferðin verður farin frá Vestmannaeyj-
um þriðjudaginn 2. ágúst kl. 23
og frá Þorlákshöfn aðfaranótt
miðvikudagsins 3. ágúst kl.
2.30. Hægt er að
skoða siglingaá-
ætlun og bóka
miða á vefsíð-
unni
www.herj-
olfur.is.