Fréttablaðið - 29.06.2005, Page 20

Fréttablaðið - 29.06.2005, Page 20
Tungumál Á sumrin er tilvalið að nota tímann til að læra tungumál. Góð tungumála- kunnátta kemur sér vel í öllu námi, við ritgerðarsmíð er til dæmis gott að geta sótt sér heimildir á nokkrum tungumálum. [ ] !!! Vegna bilunar á heimasíðu skólans hefur skólanum ekki borist þær umsóknir sem sendar voru inn frá maí 2005 til 26. júní. Þeir nemendur sem sóttu um á þessum tíma eru beðnir velvirðingar og vinsamlega beðnir um að senda umsókn sína aftur. Athugið að umsóknarfresturinn rennur út 7. júlí 2005. Sissa og Leifur. H ó l m a s l ó ð 6 • 1 0 1 R e y k j a v í k • S í m i : 5 6 2 0 6 2 3 • G S M : 6 9 9 0 1 6 2 • w w w . l j o s m y n d a s k o l i n n . i s ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ S á k ið f i k di bö Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Su arnámskeið Keramik fyrir alla Ennþá laust á vinsælu barna ámskeiðin. Ein vika, allt innifalið kr. 8900.- Bókið núna. G O T T F Ó LK M cC A N N Börn í sporum fornleifafræðinga Áhuginn er mikill hjá ungu fornleifafræðingunum. Að finna gamla hluti í fornum rústum – það er ævintýralegt. Þetta fá börn að prófa á Þing- völlum á sunnudögum í sum- ar í svokölluðum Prestakrók. „Þarna eru ýmsir munir sem gætu verið fornleifar. Þetta er eins og að grafa í rústir menningarheimilis frá fornöld,“ segir Einar Á. E. Sæmund- sen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, um fornleifaskóla barnanna sem er starfræktur alla sunnudaga yfir sumartímann frá 13-16. Hann viðurkennir að rústirnar séu tilbúningur en ekki ekta en seg- ir hlutina forneskjulega og nefnir nokkuð af því sem á fjörur barn- anna gæti rekið við uppgröftinn svo sem eldstæði með ösku, beinaleifar, hluti úr smiðju, tætlur af bókar- handritum úr leðri, ýmis áhöld, hnífa og fleira, að ógleymdum smá- peningum. Hann segir landvörð vera á staðnum sem leiðbeini börn- unum, fræði þau um þennan merka stað og setji hann í samband við fornminjar. Síðan hefst leitin og henni lýsir Einar svo: „Börnin fá múrskeiðar eins og alvöru forleifa- fræðingar nota og þau grafa eftir ákveðnu hnitakerfi. Ryðja moldinni ofan af hægt og rólega eins og al- vöru vísindamenn og þá muni sem þau finna eiga þau að teikna upp og skrá eins og fornleifafræðingar gera.“ Einar tekur fram að þetta sé ekki bara eins og sandkassarót heldur gangi ágætlega að halda spennunni. Ekki spilli stemningunni að hver og einn fái með sér gamlan sleginn pening heim. „Þetta var reynt í fyrra og gekk skemmtilega upp,“ segir Einar og bætir við. „Það komu alltaf einhverjir á hverjum sunnu- degi, jafnvel í slagveðursrigningu og innan um voru miklir spekingar.“ gun@frettabladid.is Hópur íslenskra háskóla- og fram- haldsskólanemenda ásamt kennur- um og stjörnufræðingum er á leið- inni til Hawaii í Bandaríkjunum til að fylgjast með árekstri geimfars á veg- um Nasa við halastjörnuna Temple 1. Áreksturinn er áformaður 4. júlí nk. Verkefnið, sem gengur undir nafninu „Deep Impact“, er afrakstur samstarfs íslenskra stjarnfræðinga og stjarnvísindadeildar háskólans á Hawaii og gefst Íslendingunum ein- stakt tækifæri til að fylgjast með þessum merka viðburði. „Við verðum á tindi Haleakala fjalls þegar áreksturinn veður og er ósk- andi að við náum að sjá mun á hala- stjörnunni fyrir og eftir árekstur,“ seg- ir Sverrir Guðmundsson háskóla- nemi. „Ef stjarnan er bjartari er það merki um að áreksturinn hafi heppn- ast og að efni innan úr halastjörn- unni rykju út í geim,“ segir Sverrir. Stjörnufræðingar munu svo reyna að greina hvaða efni eru þar á ferðinni með sjónaukum á jörðu niðri og í geimnum. „Vonandi kemur í ljós upprunalegur efniviður sólkerfisins, en talið er að hann sé falinn undir skorpu halastjarna“ segir Sverrir. Fylgjast með árekstri halastjörnu og geimfars HÓPUR ÍSLENSKRA STÚDENTA ER Á LEIÐINNI TIL HAWAII TIL AÐ SINNA VERKEFNI SEM KALLAST „DEEP IMPACT“. Stúdentarnir hafa fengið aðgang að gögnum úr Faulkes-stjörnusjónaukanum á Hawaii og tóku þá þessa mynd. Margt fémætt er að finna í rústunum. KRAKKAR GETA SÓTT SPENNANDI NÁMSKEIÐ Í ÁRBÆJARSAFNI. Barnanámskeið í flugdrekagerð, tálgun og glímu eru í boði í Árbæjarsafni í sum- ar. Námskeiðin standa frá kl. 13 til 16 og á þessum tíma ná börnin að klára ýmis verkefni. Ætlast er til þess að börn og fullorðnir vinni saman að verkefnunum og þess vegna er mælt með því að hverju barni fylgi einn fullorðinn. Læra flugdrekagerð og ullarþæfingu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.