Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 26
Jón Skaftason
skrifar
Útsölutíminn fer nú að ganga í
garð og eru búðareigendur í óða-
önn að undirbúa verslanir sínar
fyrir allan þann hasar sem þeim
fylgir.
Í Kringlunni er miðað við að
útsölur hefjist 30. júlí en
ákvörðun nákvæmrar tíma-
setningar er að öðru leyti í
höndum kaupmanna.
Í Smáralind ber búðum að fara
eftir fyrirmælum frá stjórn
verslunarmiðstöðvarinnar. Útsöl-
ur í Smáralind hefjast á fimmtu-
dag og hefur eitthvað borið á því
að verslanir þjófstarti. Svan-
hildur Birgisdóttir, verslunar-
stjóri í Vero Moda í Smáralind, er
að undirbúa útsölu í búðinni og
hefur áhyggjur af því að útsölu-
tíminn sé of langur: „Útsölur
byrja nú á fimmtudag og standa
fram yfir verslunarmannahelgi.
Persónulega myndi ég vilja hafa
styttra og snarpara tímabil. Við
erum ekkert að selja meira, það
teygist bara á sölunni“.
Samhliða útsölunum er verið
að taka nýjar vörur inn og fara
þær ekki á útsölur. Margir versl-
unareigendur telja að yrði út-
sölutími styttur fengist meiri
tími til þess að auglýsa og selja
þessar nýju sumarvörur.
Olgeir Líndal verslunarstjóri í
Gallerí sautján, Kringlunni er í
þeim hóp: „Mér finnst að útsölur
ættu að byrja í fyrsta lagi um
miðjan júlí, helst um mánaða-
mótin júlí-ágúst. Maður er ný-
búinn að fá nýjar vörur og þá
byrja útsölur“.
Hermann Guðmundsson
markaðsstjóri Kringlunnar segir
yfirstjórn Kringlunnar einungis
setja almennar reglur um útsöl-
ur: „Við sjáum um heildarmark-
aðssetningu, skreytingar og ann-
að í sambandi við útsölurnar. Það
er gert í fullu samráði við kaup-
menn og ekkert verið að agnúast
út í þá kjósi þeir að haga þessu
Vika Frá áramótum
Actavis 4% 6%
Atorka -1% 0%
Bakkavör 5% 61%
Burðarás 3% 28%
Flaga Group -8% -36%
FL Group -2% 57%
Íslandsbanki 1% 19%
Kaupþing Bank 2% 20%
Kögun -1% 28%
Landsbankinn 4% 42%
Marel 3% 18%
Og Vodafone 3% 27%
Samherji 0% 9%
Straumur 2% 29%
Össur -1% 5%
*Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Útsölur að hefjast
Stóru verslunarmiðstöðvarnar setja verslunareigendum
skorður er kemur að því að ákvarða hvenær útsölur hefjast.
Verslunarstjórar segja útsölutímann of langan.
410 4000 | www.landsbanki.is
B2B | Banki til bókhalds
Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna
Fyrirtækjabanki
Stofnfjárbréf í SPRON hafa
hækkað um 114 prósent síðan
þau voru sett á markað í október
2004.
Fyrstu viðskipti voru á geng-
inu 5 en fóru hæst í 8,6 áður en
stofnfjárútboð hófst snemma í
maí. Í útboðinu gátu stofnfjár-
eigendur keypt tvo hluti fyrir
hvern einn hlut sem þeir áttu. Út-
boðsgengið var einn.
Samkvæmt því hefði meðal-
kaupgengi þess, sem keypti bréf
á genginu 5 þegar markaðurinn
hóf starfsemi sína, verið 2,33 að
útboðinu loknu en 3,5 hjá þeim
sem keypti bréf á genginu 8,6.
Fyrstu viðskipti með stofnfé í
SPRON að loknu útboði eru á
genginu fimm en mjög lítil við-
skipti hafa þó orðið og mun vera
lítið um að eigendur vilji selja
bréfin á þessu verði þrátt fyrir
góða ávöxtun.
Markaðsvirði stofnfjár í
SPRON er því yfir níu milljarðar
króna. - eþa
Sala ÁTVR á rauðvíni og hvítvíni
á síðasta ári nam rúmlega
þremur milljörðum króna. Salan
jókst um 12 prósent milli áranna
2003 og 2004. Sala rauðvíns og
hvítvíns hefur aukist jafnt og
þétt undanfarin ár og er aukning-
in í lítrum talin á bilinu 10 til 20
prósent. Heildarandvirði sölu
ÁTVR var 12 milljarðar á síðasta
ári og er léttvínsala því orðin
fjórðungur af heildarsölu ÁTVR.
Miðað við þróun síðustu ára má
gera ráð fyrir því að hlutfall létt-
víns eigi eitthvað eftir að aukast.
Sala bjórs hefur staðið nokkuð
í stað síðustu ár sem hlutfall af
sölu en um 40 prósent af sölu
ÁTVR er bjór. Selt magn bjórs
eykst þó nokkuð á hverju ári. Á
móti kemur að sala á sterkum
vínum hefur dregist saman.
Stærsti hluti af andvirði
hverrar léttvínsflösku rennur til
ríkisins í formi áfengisgjalds,
smásöluálagningar ÁTVR, skila-
gjalds og virðisaukaskatts.
Sjá síðu 12 – 13 -dh
Hagnaður Eglu hefur verið rúm-
lega 20 milljarðar króna frá því að
félagið var stofnað í lok árs 2002.
Félagið hagnaðist um fimm millj-
arða á fyrsta ársfjórðungi. Egla
var stofnað til kaupa á hlut í Bún-
aðarbanka Íslands í byrjun árs
2003. Egla á bréf í KB banka fyrir
um 40 milljarða og er eignar-
hlutur félagins rúm 10 prósent.
Óinnleystur gengishagnaður
félagsins nemur 18 milljörðum
króna frá stofnun.
Egla seldi hlut í KB banka á
síðasta ári og innleysti
hagnað af sölunni fyrir
um 2,6 milljarða króna.
Í framhaldi af því var
hlutafé lækkað og voru
rúmir fjórir milljarðar
greiddir út arð.
Egla fjárfesti fyrir
rúmlega 10 milljarða
króna í KB banka í
fyrra en félagið tók
tvisvar þátt í hlutafjár-
útboði KB banka í
fyrra.
Eigendur Eglu eru
Ker, sem er að hluta til
í eigu Ólafs Ólafsson-
ar og Kjalar, með 68
prósenta hlut, Kjalar
með 28 prósenta hlut,
sem einnig er í eigu
Ólafs Ólafssonar og
Grettir, með fjögur
prósent. Stofnendur
Eglu voru Ker, Vá-
tryggingafélag Ís-
lands og Hauck & Auf-
haeuser. -dh
Hagnaður Eglu yfir 20 milljarðar
Félagið seldi einu sinni og keypti tvisvar í KB banka í fyrra.
Sala á léttvínum eykst
Rauðvín og hvítvín seldist fyrir rúmlega þrjá
milljarða króna í fyrra í verslunum ÁTVR.
Nýtt veiðihús við Blöndu
Veiðifélag Blöndu og
Svartár hefur ákveðið
að byggja nýtt veiði-
hús. Áætlað er að
húsið kosti yfir 100
milljónir króna og
hefur því verið valinn
staður í landi Hóla-
bæjar í Langadal á
bökkum Blöndu.
Ágúst Sigurðsson
formaður veiðifélags
Blöndu og Svartár
segir húsið verða
öllum kostum búið: „Við
byggjum fyrir fólk sem getur
borgað og því segir sig sjálft
hvað verður í húsinu. Þarna
verður allt sem prýða þarf
fyrsta flokks veiði-
hús“.
Nýverið var veiði-
húsið við Langdalsá
stækkað fyrir tugi
milljóna. Þróunin hef-
ur verið sú að veiðihús
verða sífellt íburðar-
meiri og gera veiði-
menn meiri kröfur en
áður hvað varðar að-
búnað og gæði
þjónustu á veiðistað.
Þykja nú þægindi á
borð við uppábúin rúm, sér bað-
herbergi, heita potta, gufuböð og
heitar máltíðir sjálfsagður hlut-
ur að loknum veiðidegi í lax-
veiðiám landsins. -jsk
EGLA Á UM 40 MILLJ-
ARÐA Í KB BANKA Ólaf-
ur Ólafsson, stjórnarfor-
maður Eglu.
ÖRTRÖÐ OG VERÐLÆKKANIR Útsölur eru að hefjast og standa fram yfir verslunar-
mannahelgi. Verslunarstjórar segja skynsamlegra að hafa útsölur stuttar og snarpar en að
draga þær á langinn.
GÓÐ ÁVÖXTUN Þeir sem keyptu stofn-
fjárbréf í SPRON þegar þau fóru á markað
hafa tvöfaldað eign sína á níu mánuðum.
Samtök verslunar og þjónustu:
Íslendingar fái ekki að
versla í fríhöfninni
Samtök verslunar og þjónustu
gagnrýna fyrirhugaða tvöföldun
á verslunarrými í fríhöfninni í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sam-
tökin benda á að verslunin sé í
beinni samkeppni við innlenda
verslun.
Í fréttabréfi samtakanna segir
að eðlilegast væri að einungis út-
lendingar fái að versla í fríhöfn-
inni. „Ælta má að þeir sem búa
hér á landi myndu kaupa sam-
bærilega vöru í öðrum verslun-
um landsins ef Fríhafnarverslun-
arinnar nyti ekki við,“ segir í
fréttabréfinu. - þk
VERSLAÐ Í FRÍHÖFNINNI Samtök versl-
unar og þjónustu vilja ekki að Íslendingar
fái að versla í fríhöfninni.
ÞÆGINDI Veiðihús við
laxveiðiár landsins verða
sífellt íburðarmeiri.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/E
.Ó
l.
Novator fram-
lengir tilboð
Novator, félag í eigu Björgólfs
Thors Björgólfssonar, hefur
framlengt yfirtökutilboð sitt í
finnska farsímafyrirtækið
Saunalahti Group Oyj.
Tilboðið stóð upphaflega til 1.
júlí en hluthöfum gefst nú tími til
11. júlí til þess að taka tilboði
Novators.
Tilboðið var sett fram 16. júní
en þá hafði Novator yfir um 44
prósentum atkvæða hluthafa að
ráða.
Markaðsvirði Saunalahti
Group Oyj er um 280 milljónir
evra, sem samsvarar um 25 mill-
jörðum íslenskra króna. - þk
Góð ávöxtun hjá stofnfjáreigendum í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis:
Stofnfjárbréf tvöfaldast í verði