Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 33
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Á Bandaríkjaþingi er nú deilt um hvort óhætt sé að láta kosningar fara fram án þess að pappír komi nálægt ferlinu. Fyrir þinginu liggur frumvarp sem gerir að skyldu að einhvers konar pappírsslóð sé til staðar þegar kosið er á tölvu. Stuðningsmenn frumvarpsins telja að hætta sé á svindli ef ekki sé hægt að sannreyna niður- stöður tölvukosningar. Það sé til að mynda ekki hægt að endur- telja atkvæði ef aðeins rafboð liggja til grundvallar taln- ingunni. Andstæðingar frumvarpsins telja hins vegar enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af öryggi rafrænna kosninga og benda á að rafræn kosning auki mjög þægindin við atkvæðagreiðslur eins og sjáist á því að mjög lítið hlutfall atkvæðaseðla í slíkum kosningum eru ógildir. - þk Deilt um rafrænar kosningar Þingmenn í Bandaríkjunum rífast um hvort rafrænar kosningar séu nægi- lega öruggar. Til dæmis sé endurtalning atkvæða ekki möguleg. Ný rannsókn á mannsheilanum gefur til kynna að ákveðin hug- tök og einstaklingar geti rutt sér rúms í heilanum á okkur og eignast eina heilafrumu. Þannig kviknar á tiltekinni heilafrumu hjá fólki sem þekkir vel til Sylvester Stallone þegar það sér mynd af honum. Hugmyndin um að ákveðnar heilafrumur tengdust ákveðnum hugmyndum eða fólki kviknaði fyrst á sjöunda áratugnum en naut ekki mikils fylgis. Nú hafa rann- sóknir hins vegar sýnt fram á að meira vit var í hugmyndinni en áður var talið. Vísindamennirnir sem unnu rann- sóknina telja að með þessum niður- stöðum sé hægt að átta sig betur en áður á því hvernig heilinn vinnur úr upplýsingum og skipuleggur langtíma- minni. - þk ÞINGHÚSIÐ Í WASHINGTON Þar er rifist um hvort treysta eigi tölvum í kosningum. Karlmenn eru líklegri til þess að laðast að karlmannlegum tíma- ritum þegar þeir hafa andað að sér karlkyns fermónum sem meðal annars eru í svita. Fermón gegna hlutverki við að vekja kynlöngun hjá körlum og konum og er algengt að fer- món úr svínum séu notuð í ilm- vötn og rakspíra. Nú virðist hins vegar vera sannað að fermón karlmanna hafi einnig áhrif á þeirra eigin hegðun. Gerð var tilraun þar sem tveir hópar voru látnir meta líkur á því að þeir keyptu tímarit. Þrjú tíma- rit voru í boði. Eitt kvenlegt, eitt hlutlaust og eitt sem sniðið var að karlmönnum. Í ljós kom að karl- menn sem höfðu andað að sér fermónum voru miklum mun lík- legri til þess að kaupa karla- blaðið heldur en hinir sem andað höfðu að sér hlutlausu efni. Tímaritið Science sem grein- ir frá rannsókninni veltir því fyrir sér hvort vera megi að besti staðurinn til þess að selja blöð fyrir karlmenn sé í búningsklefum sem eru vel mettir af svitalykt. - þk KARLARITIÐ BOGB Myndi ef- laust seljast vel í svitamettuðum búningsherbergjum. Taugar til stórstjarna Sala á tónlist, tölvuleikjum, kvikmyndum og annarri afþreyingu í gegnum netið fer sívaxandi þrátt fyrir miklar áhyggjur af hugverkaþjófnaði. Í nýrri skýrslu á vegum Pricewaterhouse Cooper’s er því spáð að tekjur af sölu af- þreyingarefnis í gegnum netið muni sjöfaldast frá 2004 til 2009. Þetta er þó aðeins smár hluti af heildarsölu á afþreyingarefni en sá mark- aður er talinn munu verða 1.800 milljarða Bandaríkjadala virði árið 2009. Það sam- svarar 117 þúsund milljörðum króna. - þk Mikill vöxtur í stafrænni afþreyingu Karlfermón geta breytt kauphegðun Karlmenn sem anda að sér karlfermóni eru líklegri til þess að kaupa tímarit fyrir karlmenn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.