Fréttablaðið - 29.06.2005, Side 36
Léttvínsdrykkja eykst á hverju ári og það
þykja ekki lengur tíðindi til næsta bæjar ef
vín er borið fram með soðnu ýsunni á mánu-
dögum og kjötbollunum á þriðjudögum.
Margir segja að vínmenning Íslendinga hafi
batnað og siðir Suður-Evrópubúa séu í há-
vegum hafðir en þeir drekka vín nánast eins
og vatn. Aðrir benda þó á að vínmenning
felist ekki í því að drekka vín.
Þó er langt í frá að verð á vatni og víni sé
nánast það sama hér eins og gerist víða í
Suður-Evrópu. Verð á léttvíni hér á landi er
mjög hátt miðað við hvað gengur og gerist er-
lendis og munar mestu um gjöld ríkisins. Um
60 prósent af verði venjulegrar léttvínsflösku
rennur til ríkisins og munar þar mestu um
áfengisgjaldið og virðisaukaskattinn.
Sölutölur ÁTVR sína svart á hvítu að
neysla léttvíns stóreykst hér á landi á ári
hverju. Aukning í sölu rauðvíns og hvítvíns
hefur verið á milli 10 til 20 prósent síðustu ár
og töldu viðmælendur Markaðarins að sú
þróun héldi áfram. Milli áranna 2003 og 2004
jókst sala á rauðvíni um 11 prósent og sala á
hvítvíni um 18 af hundraði.
Á árinu 2004 seldi ÁTVR rauðvín og
hvítvín fyrir um þrjá milljarða króna hér á
landi. Rauðvín seldist fyrir um 2,3 milljarða
króna og hvítvín um 800 milljónir
króna. Heildarandvirði sölu ÁTVR á
því ári var um 12 milljarðar króna
og er því um fjórðungur sölunnar
léttvín. Til gamans má geta þess að
tæpir tveir milljarðar renna til
ríkisins í formi gjalda af þessum
þremur milljörðum.
VÍN Í KÖSSUM VINSÆLAST
Áhugi á góðum vínum
hefur aukist síðustu ár og á
sama tíma þekking á mis-
munandi tegundum léttvíns.
Margir leggja áherslu á að
bjóða upp á vín sem passar
vel við þann mat sem er á
borðum hverju sinni. Ferðalög
og dvöl erlendis hefur einnig
orðið til þess að fólk kynnist nýjum
siðum og nýjum vínum.
Heilsufarssjónarmið hafa jafn-
framt sitt að segja þar sem víða telja
sumir að hófleg drykkja léttra vína sé
heilsusamleg. Aðrir segja þvert á móti
að drykkja sé stór skaðleg og benda
á tíðni lifrarsjúkdóma hjá Suður-
Evrópubúum.
Mest er selt af þriggja lítra vín-
kössum eða um 40 prósent af seldu
magni. Einnig eru vínkassarnir mest
seldu einstöku vörutegundirnar. Af
tíu mest seldu rauðvínunum eru átta
kassavín og tvær 1,5 lítra flöskur. Af
tíu mest seldu hvítvínunum eru
fjórar 750 millilítra flöskur, tvær 1,5
lítra flöskur og fjórir vínkassar. Taka
verður tillit til þess að í mannfögn-
uðum eru líklega keyptar stærri um-
búðir þannig að sölutölurnar endur-
spegla ekki hefðbundna neyslu.
Nokkrar ástæður eru fyrir
auknum vinsældum kassavín-
anna; framleiðendur eru
farnir að setja fleiri og betri
vín í kassa, vínið geymist
lengur í þeim og oft er lítil-
lega ódýrara að kaupa vín í
kössum.
Einn viðmælenda Mark-
aðarins benti á að margar
hefðbundnar vínflöskur
skörtuðu miðum með
kastölum og húsum sem
allar væru mjög áþekkar.
Aftur á móti væri oft mynd
af dýri á til að mynda á
áströlsku vínunum og því
líklegra að kaupandinn
myndi eftir þeirri flösku
og keypti hana aftur.
DRYKKJA EKKI MENNING
Oft heyrist að drykkjumenning Íslend-
inga hafi batnað mjög mikið. Í fyrsta
lagi má deila um hvort vínmenning
felist í því að drekka vínið en sumir
segja vínmenninguna felast í ræktun-
inni, uppskerunni og brugguninni. Það
sem Íslendingar stæri sig því af sé
bara meiri drykkja ekki vínmenning.
Sölutölur ÁTVR sýna að neysla á
sterku víni hefur minnkað þannig að
neyslan hefur vissulega breyst. Sala
léttvíns og bjórs hefur aukist mikið á
kostnað sterkari vína.
Umboðin bjóða upp á vínsmökkun-
arnámskeið og er það fín leið til að
koma vínum sínum á framfæri
en bannað er að auglýsa
áfengi. Einn viðmælenda
Markaðarins taldi framboð of
mikið af vínsmökkunarnám-
skeiðum. Eftirspurnin væri
ekki svo mikil.
Léttvín er mjög dýrt hér á
landi miðað við víðast hvar
erlendis og getur mismunur-
inn numið margföldu verði.
Ódýr vín kosta víða innan við
hundrað krónur en hér á
landi eru ódýrustu vínin rétt
undir þúsund krónum.
Skýrist þessi mikli verð-
munur á álagningu sem ríkið
setur á áfengi. Álagning
ríkisins felst í nokkrum mis-
mundi kostnaðarliðum. Fyrst
ber að nefna áfengisgjald
sem er lagt á hvern lítra af
alkóhóli. Áfengisgjaldið er
52,8 krónur á hvern alkóhól-
lítra. Því leggjast 386 krónur
á hverja rauðvínsflösku sem
inniheldur 12 prósent vín-
anda. Rúmlega níu krónu
skilagjald er lagt á hverja
flösku. Að auki leggur ÁTVR
álagningu á hverja flösku, 19
prósent ef flaskan er til
reynslusölu en 13 prósent ef
flaskan er á sölulista vín-
búðanna. Að auki leggst 24,5
prósenta virðisaukaskattur
ofan á verðið. Af 12 prósenta
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN12
Ú T T E K T
Léttvín – best í hófi
S A L A H V Í T V Í N S
Á Í S L A N D I
E F T I R L Ö N D U M
Suður – Afríka 10%
Ástralía 15%
Frakkland 19%
Chile 10%
Bandaríkin 11%
Þýskaland 16%
Ítalía 11%
Spánn 5%
Önnur lönd og sérpantanir 3%
JCP Herault Blanc (3 lítra)
Carlo Rossi California White
Rosemount GTR
Drostdy-Hof Steen
Concha y Toro Sunrise Chardonnay
Guntrum Riesling Royal Blue
Lion d’Or
Ars Vitis Riesling
Barramundi Semillon Chardonnay
JCP Herault Blanc (5 lítra)
M E S T S E L D U
H V Í T V Í N I N Í Á T V R
Léttvín seldist fyrir um þrjá milljarða króna á síðasta ári og eykst salan hratt milli ára. Íslendingum
virðist ekki muna um að greiða hærra verð fyrir léttvínsflöskuna en víðast hvar annars staðar. Aðal-
ástæða þessa háa verðs er óbein skattlagning ríksins og nemur hún um 60 prósentum af verði
venjulegrar léttvínsflösku. Dögg Hjaltalín skoðaði nánar hvernig léttvínsmarkaðurinn er hér á landi.
Margir eru
fylgjandi því að
selja eigi léttvín
í matvöru-
verslunum en
með óbreyttri
álagningu ríkis-
ins myndi verðið
líklega ekkert
lækka.