Fréttablaðið - 29.06.2005, Side 57

Fréttablaðið - 29.06.2005, Side 57
17MIÐVIKUDAGUR 29. júní 2005 MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.154 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 314 Velta: 11.891 milljónir +0,67% MESTA LÆKKUN Actavis 40,70 -0,49% ... Atorka 5,87 +0,34% ... Bakkavör 39,50 +1,54% ... Burðarás 15,30 – ... FL Group 15,50 – ... Flaga 4,08 +4,62% ... Íslandsbanki 13,35 – ... KB banki 538,00 +1,13% ... Kögun 60,00 +0,67% ... Landsbankinn 17,40 +1,16% ... Marel 57,30 -1,21% ... Og fjarskipti 4,05 – ... Samherji 12,10 – ... Straumur 12,45 +1,22% ... Össur 80,00 +0,63% Flaga 4,62% Grandi 1,80% Bakkavör 1,54% Jarðboranir -1,43% Marel -1,21% Atlantic Petroleum -0,83% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is ENGAR SÖLUBEIÐNIR Stjórn SPH hafði ekki fengið beiðni um framsal stofnfjár- hluta í gær. Hún hittist á fundi í dag. Sparisjóður Hafnarfjarðar: Engar bei›nir borist Engar beiðnir höfðu borist í gær frá stofnfjáreigendum til stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar um framsal á stofnfjárhlutum. Stjórn sparisjóðsins hittist í dag og tekur fyrir óskir um framsal á bréfum hafi þær borist. Víst þykir að á fimmtudaginn komi í ljós hver standi á bak við hugsanleg kaup á stofnfjárbréf- um í SPH en þá rennur út sá frest- ur sem stofnfjáreigendur hafa til þess að skila inn svörum til Fjár- málaeftirlitsins um hvort við- skipti hafi átt sér stað með stofn- fjárbréf eða tilboð borist í hlutina. - eþa HJÖRLEIFUR JAKOBSSON Tekur sæti í stjórn Eglu. Tekur sæti Peter Gatti. N‡ stjórn Eglu Hjörleifur Jakobsson hefur tekið sæti í stjórn Eglu í stað Peter Gatti. Þetta var ákveðið á stjórn- arfundi í Eglu í gær. Peter Gatti sat í stjórn Eglu fyrir þýska bank- ann Hauck & Aufhaeuser sem hef- ur selt sinn hlut til Kjalar. Aðrir í stjórn Eglu eru Ólafur Ólafsson og Kristján Loftsson. Hluthafar í Eglu eru Ker, Kjalar og Grettir. -dh Velta Mosaic eykst Sala Karen Millen dregst saman en hún eykst hjá Oasis, Whist- les og Coast. Hagnaður Mosaic fashion eft- ir skatta á fyrsta ársfjórðungi var 0,6 milljónir punda eða 71 milljón króna. Hagnaður fyr- irtækisins eftir skatta á sama tíma í fyrra var 0,9 milljónir punda eða 107 milljónir króna. Velta Mosaic jókst um 13 prósent milli ára og á árinu í heild er gert ráð fyrir að 18 prósenta aukning verði á sölu ársins. Mosaic fashion sam- anstendur af fjórum mismun- andi keðjum, Oasis, Whistles, Coast og Oasis. Salan jókst um meira en tíu prósent hjá Oasis, Whistles og Coast. Sala Karen Millen dróst aftur á móti saman. Í lok tímabilsins, 30 apríl 2005 voru skuldir félagins 300 milljónir punda eða tæpa 36 milljarða króna. Eiginfjárhlut- fall félagsins var tæp níu pró- sent á sama tíma. Efnahagsreikningur Mosa- ic hefur tekið breytingum síð- an í apríl, bæði vegna hluta- fjárútboðs og skuldabréfaút- boðs. -dh HAGNAST UM 71 MILLJÓN Hlutafjárútboði Mosaic lauk með glæsilegri tískusýningu í Skautahöllinni. Meira fé milli handa Meðalráðstöfunartekjur heimilis á Íslandi hafa hækkað um 71 pró- sent á milli áranna 1995 og 2003 samkvæmt rannsókn Hagstofunn- ar, sem birt var í gær. Á sama tíma hækkaði launavísitalan um 72 prósent og vísitala neysluverðs um rúmt 31 prósent. Í hálffimm fréttum KB banka segir að þar sem fjöldi heimilis- manna hafi dregist saman jafngildi þessi hækkun ráðstöfunartekna heimilanna 82 prósent hækkun ráð- stöfunartekna á mann. Ráðstöfunar- tekjur á mann, sem teljast allar tekjur einstaklings að frádregnum álögðum sköttum, hafi því hækkað meira en launavísitalan og atvinnu- tekjur á mann. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.