Fréttablaðið - 06.07.2005, Page 20

Fréttablaðið - 06.07.2005, Page 20
Hestaferð Tilvalin leið til að styrkja tengslin við náttúruna er að fara í hestaferð. Slík- ar ferðir bjóða upp á öðruvísi sýn á landið en þegar ferðast er um á bíl eða fótgangandi.[ ] ÍS-land, jöklasýning á Höfn, Hafnarbraut 30, 780 Höfn í Hornafirði, sími: 478 2665 / 470 8050, opið allt árið, sjá: www.is-land.is JÖKLASÝNING Fyrsti laxinn ólýsanlegt kikk Guðgeir Sigmundsson hverfur í veiðimennskuna fimm mánuði á ári, en honum finnst ekkert jafnast á við veiðar í íslenskri náttúru. Guðgeir Sigmundsson er með veiðidellu og bíður allan vet- urinn eftir vorinu. Veturinn notar hann reyndar til að hanna og hnýta nýjar flugur og láta sig dreyma um þann stóra. Blaðamaður hitti Guðgeir þar sem hann var staddur í Hálendismið- stöðinni í Hrauneyjum með veiði- hópnum sínum, en hann segir mikilvægt að vera hluti af góðum hópi í þessu sporti. „Við erum miklir vinir og fé- lagar og það skiptir gríðarlegu máli að menn þekkist vel og séu samtaka. Þetta er árleg ferð inn í Veiðivötn og við hlökkum til allt árið, enda alltaf jafn gaman.“ Guðgeir segist byrja í vötnum í nágrenni borgarinnar á vorin og þar beri Þingvallavatn hæst. „Það eru til menn sem vakna um miðj- ar nætur og veiða til sjö á morgn- ana áður en þeir fara til vinnu. Ég geri það nú reyndar ekki en fer eftir vinnu til að slaka á. Hálend- isferðirnar eru svo hápunkturinn og í framhaldi af því árnar. Það má segja að ég sé í veiði frá því í maí og fram í október, sem er ódýrari tími og oft ekki síðri.“ Guðgeir viðurkennir að veið- arnar geti verið dýrt sport, en hann leggur persónulega lítið upp úr flottum veiðihúsum og gala- málsverðum. „Ég var einu sinni í veiðihópi sem kallaði sig „Áfeng- ur“ þar sem var mikið drukkið og minna veitt. Þar var áherslan á að veiðihúsið væri gott. En ég datt fljótlega út úr því og sneri mér að alvöru veiðimennsku. Það er ekk- ert varið í að vera með mönnum sem missa meðvitund í Borgar- nesi og komast aldrei út í á, enda er það aukaatriði fyrir þeim. En þetta er oft ákveðið ferli sem menn fara í gegnum og nenna svo ekki til lengdar. Nú finnst mér toppurinn að standa með stöng við góðan hyl og njóta útiverunnar og náttúrunnar.“ Eftirminnilegasti lax Guðgeirs var fyrsti flugulaxinn, en stærsti lax sem hann hefur veitt var 24 punda lax í Rangá. „Að fá fyrsta laxinn á flugu var ólýsanlegt kikk. Ég hef aldrei fengið samskonar kikk síðan, þó þetta sé alltaf mjög spennandi.“ Guðgeir segir ýmsar dellur skjóta upp kollinum í veiði- mennskunni og það nýjasta sé að sleppa fiskinum. „Ég veit ekki hvernig þetta þróast,“ segir hann hlæjandi. „Kannski menn fái sér veið- leyfi og fari bara í veiðihúsið en ekki ána. Svo endar þetta með því að menn kaupa veiðileyfið en fara ekkert. Ég tek þó ekki þátt í því,“ segir hann brosandi og leggur af stað með vinum sínum og „nú mega fiskarnir fara að vara sig“- svipinn greyptan í andlitið. edda@frettabladid.is Á Brunnhóli hefur ferðaþjónusta bænda verið rekin frá 1986. Nýlega var tekið í notkun nýtt hús með nokkrum rúmgóðum herbergjum og stofu til við- bótar við það pláss sem fyrir var svo nú er gisting í 43 rúmum í boði þar, ásamt eldunaraðstöðu og setustofu. Það eru hjónin Sigurlaug Gissurardóttir og Jón Kristinn Jónsson í Árbæ sem eiga og reka ferðaþjónustuna og hafa fyrir löngu getið sér gott orð. Þau bera fram morgunverð og bjóða upp á kvöldverð- arhlaðborð fyrir gesti sína . Þjónustan á Brunnhóli aukin og bætt BÚIÐ ER AÐ TAKA Í NOTKUN NÝTT OG FLOTT FERÐAÞJÓNUSTUHÚS Á BRUNNHÓLI Á MÝRUM Í HORNAFIRÐI. Nýja húsið setur svip á Mýrarnar. Rúnar Gunnarsson tekur Ernu Sigþórsdóttur, móður sína, með í árlega veiðiferð klúbbs- ins. Það er hápunktur ársins fyrir Ernu. www.hertz.is 14.300 Vika á Ítalíu * Opel Corsa eða sambærilegur kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. *Verð á viku miðað við 14 daga leigu. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 89 09 06 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Lífsaugað Þriðjudagskvöld 22-24

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.