Fréttablaðið - 06.07.2005, Side 32

Fréttablaðið - 06.07.2005, Side 32
Jón S. von Tetzchner er stofnandi og eigandi í norska fyrirtækinu Opera Software sem hef- ur vaxið og dafnað vel undir hans stjórn. Opera Software selur vafra en það eru forrit til að skoða síður á netinu. Á hverjum degi hlaða 100 þúsund manns niður vafranum Opera á heimasíðu fyrirtækisins. Opera Software er leiðandi í sölu á vöfrum í farsíma og Jón treystir því að vöxtur í sölu vafra í far- síma eigi eftir að koma fyrirtækinu langt. Helstu tekjur fyrirtækisins eru frá vöfrum á pc tölvur og frá vöfrum í far- síma. Jón segir mikinn vöxt framundan í sölu vafra í farsíma og að innan fimm ára verði venjulegt að vera með vafra í farsímanum. „Við vorum þeir fyrstu sem sýndum að hægt væri að gera þetta á góðan hátt.“ Opera Software hefur vaxið hratt á undanförnum árum og er virði fyrirtækisins um 10 millj- arðar íslenskra króna. Jón á í kringum 17 prósent í fyrirtæk- inu en það var skráð á norska hlutabréfamarkaðinn á síðasta ári. „Við vorum ekkert að flýta okkur á markað. Við byrjuðum tveir og réðum svo smátt og smátt fleiri starfsmenn og fór- um bara á markað þegar okkur fannst við tilbúnir í það, ekki þegar einhverjir sögðu okkar að við ættum að gera það.“ Jón segir Opera vafrann betri en aðra vafra til að mynda hvað varðar öryggi. Einnig segir hann notkun nets- ins vera hraðari með Opera vafranum. Fólk eyði miklum tíma á Netinu og þá sé mikilvægt að geta unnið hratt. „Með góðum vöfrum er hægt að spara upp í 10 til 20 prósent af þeim tíma sem eytt er á Netinu. Þann tíma er hægt að nota í eitthvað annað, hvort sem það er að hugsa, skrifa eða vera með krökkunum þínum.“ NETIÐ Í FARSÍMANN Opera Software er leiðandi í framleiðslu á vöfrum í farsíma. Jón segir að hingað til hafi vafrar í símum verið lélegir og svokallað „wap“ verið notað til að fara á netið. „Nú er sami vafri í síma og pc tölvum. Nánast allar síður sem þú getur skoðað í pc geturðu skoðað í síma.“ Meirihluti tekna Opera Software er að koma frá símahluta fyrirtækisins. 8,8 milljónir farsíma inni- héldu vafra frá Opera Software. Árið áður voru tvær milljónir síma með vafrann. „Það er ágætis vöxtur og við reiknum með góðum vexti í ár. Þetta er allt að ganga í rétta átt.“ Að undanförnu hefur Opera Software skrifað undir samninga við síma- framleiðendur á borð við Nokia og Sony Ericsson um sölu á vöfrum. Einnig hafa símafyrirtæki á borð við T Mobile samið við Opera Software. Ein af nýjungunum við Opera vafrann í síma er að hægt er að sjá alla síðuna á glugganum. „Við erum stærstir í því en við erum enn litlir,“ segir hann og bendir á að af öllum þeim farsímum sem séu í notkun í heiminum séu einungis 8,8 milljónir síma með vafra frá þeim.” „Við erum að selja vafra í allt því það eru svo margir hlutir þar sem gott er að nota tæknina.“ Jón segir þróunina vera þá að allar upplýsingar fari yfir vefinn. Nettækni er hægt að nota fyrir hvað sem er að sögn Jóns og eru því vafrar ekki einung- is tengdir tölvum og símum. Jón sér fyrir sér að sjónvörp verði komin með vafra innan skamms. „Það er hægt að gera miklu meira en fólk skilur. Það sem flestir sjá er texti og myndir en alvöruvafrar geta keyrt forrit.“ ERFIÐIR ANDSTÆÐINGAR En er ekki erfitt að keppa við risann Microsoft, er spurning sem Jón heyrir oft. Hann segir málið ekki vera svo einfalt. Á upphafsmánuðum fyrirtækisins höfðu nokkr- ir starfsmenn ekki trú á að hægt væri að keppa við Mosaic, sem var vafrinn sem allir notuðu þá. „Svo kom Netscape og þá var sagt að enginn gæti verið í samkeppni við Netscape. Svo kom Microsoft, þá var sagt að það væri ekki hægt að vera í samkeppni við Microsoft. Þeir dræpu alla.“ Jón bendir á að þrátt fyrir þessa hörðu samkeppni hafi fyrir- tækið vaxið um 30 til 50 prósent í tíu ár. Um 100 þúsund manns hlaða niður Opera vafran- um daglega. „Fullt af fólki er ekki ánægt með Explorer og ástæða þess að svo margir eru að skipta um vafra er vegna öryggismála.“ Jón segir Microsoft ekki hafa verið að vinna við sinn vafra síðustu fimm árin. „Þeir hafa ekki einu sinni verið að laga öryggisvandamálin.“ Jón segir Operu geta orðið stærri en Microsoft og bendir á að vafrar fyrirtækisins séu seldir í síma sem seljast mun meira en tölvur. Hann segir um milljarð af pc tölvum vera í notkun en á þessu ári seljist líklega 750 milljónir síma. „Það er markaður sem okkur tekst að ná á en við þurfum að vinna rosalega vel til að ná því. Við komum til með að reyna og sjáum svo til hvers langt við getum náð.“ Að undanförnu hefur Opera Software ver- ið að skrifa undir samninga sem munu hjálpa til við að ná þeim markmiðum. Jón segir Opera vera „insourcing“ fyrir- tæki ekki „outsourcing“ eins og svo mörg fyr- irtæki eru í dag. „Við reynum að gera allt sjálf. Það kostar miklu minna og við fáum betri gæði“ Nefndi hann dæmi um kínversk- an kokk sem eldar allan matinn í fyrirtækinu í stað þess að versla við hefðbundin mötu- neyti. Jón er með augun opin fyrir nýjum tæki- færum og útilokar ekki að setja upp skrif- stofu í Indlandi, sem hann segir mjög spenn- andi markað. „Við gætum nýtt mannaflann sem þar er en þá yrði það okkar mannafli en ekki“ outsourcing.“ EITT ÞREP Í EINU Jón segist bara hafa byrjað í fyrirtækja- rekstri. „Aðalmálið fyrir okkur var að okkur langaði til að prófa. Okkur langaði til að fá hlut í markaðnum og reyna okkur áfram og ég tel að við séum enn á leiðinni.“ Jón segir að nú 10 árum seinna séu starfsmenn fyrirtæk- isins orðnir 230 og gælir hann við það mark- mið að verða númer eitt. Nú viti langflestir á þessum markaði af fyrirtækinu. „Við erum ekki númer eitt á markaðinum á alheimsvísu en þegar við erum búin að ná því þá höfum við náð markmiði okkar. En við tökum bara eitt þrep í einu. Það verður rosalega gaman að vera númer eitt ef okkur tekst það.“ Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Noregi en einnig er félagið með söluskrifstofur í Jap- an, Kína og Bandaríkjunum. En hvernig er viðskiptaumhverfið í Noregi? Jón segir skatt- kerfið í Noregi ekki hagstætt fyrir fyrirtæki en á móti komi að ýmsir kostir fylgi því að búa í Noregi. „Það eru kostir og gallar sem fylgja því að búa í Noregi. Það er gott að vera þar og öruggt eins og Ísland.“ Jón segir Norðmenn mjög duglega og það þyki eftirsóknarvert að vinna hjá Opera Software. „Fólk kemur til okkar og hjá okkur starfar fólk frá 30 löndum. Það kemur því frá MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN10 Ú T T E K T Jón tók þátt í verkefni á veg- um World Economic Forum. Hann er einn af 237 einstak- lingum sem kallaðir eru til þátttöku í verkefninu. Meðal annarra sem taka þátt í verkefninu eru Sergei Brin og Larry Page, stofnend- ur Google, leikkonan Julia Ormond, Viktoría Svía- prinsessa, Friðrik Danaprins, Mikael Saakashvili forseti Georgíu og Björn Lomborg tölfræðingur. Leiðtogarnir sem tilnefnd- ir eru í þennan hóp eru undir fertugu og hafa náð frama á ýmsum sviðum, svo sem í stjórnmálum, athafnalífi, menningu og vísindum. Fyrsti fundur hópsins var ráðstefna í Zermat í Sviss í nú nýlega. Jón segir þetta hafa verið nokkurs konar yngri útgáfu af World Economic Forum. „Þarna var mjög mikið af skemmtilegu fólki og dug- legu.“ Hann segir hópinn eiga að hafa áhrif vegna þess að þarna hafi verið fólk sem gæti bætt heiminn. Jón nefnir dæmi um hvernig hópurinn gæti haft áhrif. „Við getum reynt að breiða út netið í Afríku. Opera vafrinn keyrir á 10 ára gömlum pc tölvum og þannig gætum við hjálpað með því að gefa vafrana.“ Jón var á dögunum einnig valinn einn af fremstu ungu stjórnendunum á sviði stjórn- mála og viðskipta af við- skiptablaðinu Business Week. Eitt af upplýsingatæknifyrirtækjunum sem hefur vaxið og dafnað og skilað hagnaði undanfarin ár er Opera Software. Hinn íslenski Jón S. von Tetzchner er stofnandi og einn af stærstu eigendum þess í dag og er hlutur hans metinn á tæpa tvo milljarða. Dögg Hjaltalín hitti Jón og ræddi við hann um Opera software og starfsemi þess. Hæfileikaríkur leiðtogi Opera kemur netinu í alla síma Ætlaði að synda til Bandaríkjanna Jón stakk sér til sunds á dögunum í ískaldan sjó, sem væri varla í frá- sögur færandi nema vegna þess að hann stefndi að því að synda til Bandaríkjanna með viðkomu á Ís- landi. Jón segist hafa sagt hitt og þetta eins og venjulega á fundi. Ein- hverra hluta vegna fannst sam- starfsfélögum hans skemmtilegt að hann skyldi segjast ætla að synda til Bandaríkjanna ef yfir milljón manns hlöðuðu niður Opera vafranum á fjórum dögum. Niðurstaðan varð sú að yfir millljón manns hlóðu vafran- um niður. Jón stakk sér því til sunds í Oslóarfirði og var með félaga sín- um, sem hann segir hafa komið sér í þessa klípu. Sá var þó í gúmmíbát vegna þess að hann kunni ekki að synda. „Svo kom gat á gúmmíbátinn og félagi minn ósyndur þannig að ég þurfti að koma honum í land og hætta við ferðina. Hann kunni held- ur ekki að lesa á kort en það er ágætt að hafa einhvern sem kann að lesa á kort til að segja manni hvert eigi að fara,“ segir hann og hlær. „Við getum reynt að breiða út netið í Afríku. Opera vafrinn keyrir á 10 ára gömlum pc tölvum og þannig gætum við hjálpað með því að gefa vafrana.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.