Fréttablaðið - 06.07.2005, Side 36

Fréttablaðið - 06.07.2005, Side 36
Hluthafafundir eru formlegir fundir eigenda hlutafélaga og fara þeir með æðsta vald í mál- efnum þeirra. Hluthafafundum er lögum samkvæmt ætlað að taka ýmsar mikilvægar ákvarð- anir fyrir félagið, en þar er líka almennur vettvangur hluthafa til að hafa eftirlit með að stjórnend- ur félagsins gæti hagsmuna þeir- ra. Þannig tryggir hlutafélaga- löggjöfin öllum hluthöfum rétt til að taka til máls á hluthafafund- um, rétt til upplýsinga, tillögu- rétt og atkvæðisrétt. Flestir þeir sem fjárfesta í hlutafélögum, gera það væntan- lega í von um fjárhagslegan hagnað. Nokkur umræða hefur verið um svokallaða kjölfestu- fjárfesta, sem eiga stóra hluti og fulltrúa í stjórn. Nafnið er dregið af því að slíkir aðilar geta skapað fyrirtækjum ákveðinn stöðug- leika með því að tryggja valda- hlutföll. Slíkir fjárfestar eru að jafnaði vel inni í rekstri fyrir- tækjanna, þar sem verulegir fjárhagslegir hagsmunir liggja undir og fjárfesting oft til lengri tíma. Hinn almenni fjárfestir, al- menningur, hefur sjaldan sömu möguleika á að fylgjast með. Fyr- ir kemur að þessir aðilar heyri fyrst í fjölmiðlum um veigamikl- ar stefnubreytingar. ÍSLENSKIR HLUTHAFAR ENGIR „KVERÚLANTAR“ Án þess að fara nánar út í um- ræðuna um rétt minnihluta hlut- hafa, þá væri forvitnilegt að skoða hvað hinn almenni íslenski hluthafi er virkur á hluthafa- fundum. Notar hann að jafnaði rétt sinn til að taka til máls, krefjast upplýsinga og bera fram tillögur? Eitthvað segir mér að það sé býsna fátítt og samkvæmt óvísindalegri könnun sem ég gerði meðal kunningja, þá þótti það jafnvel merki um „kver- úlantahátt“ að standa upp á hlut- hafafundi og spyrja spurninga. Það þætti jafnvel merki um per- sónulega gagnrýni á stjórnendur. Á flestum hlutahafafundum eru fluttar þær ræður sem stjórnendur þurfa að flytja, en að öðru leyti virðist lítið um umræð- ur. Það þarf auðvitað ekki að merkja annað en að stjórnendur komi máli sínu vel og skilmerki- lega til skila og að hluthafar séu fyllilega sáttir við þær upplýs- ingar sem þar komi fram. Al- mennir hluthafar virðast sjaldan krefja stjórnendur svara um stefnu og stefnubreytingar, stór- ar fjárfestingar og jafnvel ekki stefnumörkun sem skiptir þá verulegu máli eins og arð- greiðslustefnu. Þetta á jafnvel við þótt heyrst hafi af ágreiningi innan stjórnarinnar. Í þessu sam- hengi verður fróðlegt að fylgjast með væntanlegum hluthafafundi FL Group þar sem um fjölda smærri hluthafa er að ræða og mismunandi skoðanir virðast hafa komið upp innan stjórnar um stefnumörkun. FUNDARMENNING Annað sem forvitnilegt væri að skoða í víðara samhengi er hversu vel „litli hluthafinn“ mæt- ir á hluthafafundi. Svo ég vitni aftur í mína óvísindalegu könn- un, þá virðist sem menn telji oft ekki taka því að mæta – allt sé hvort sem er ákveðið fyrirfram. Í ljósi lögbundinna réttinda hlut- hafa hljómar þetta kannski und- arlega, en þegar menn kunna ekki einu sinni við að spyrja spurninga, þá er kannski ekki furða. HIN ÍSLENSKA HLUTHAFAFUNDAR- MENNING? Það hlýtur þó að teljast af hinu góða fyrir fyrirtæki að almennir hluthafar mæti á hluthafafundi og sýni málefnum félagsins áhuga og stuðli að málefnalegri umræðu. Ég er nokkuð viss um að stjórn- endur fagni því almennt að fá tækifæri til að svara spurningum og njóta virks aðhalds frá eigend- um. Í þessu ljósi má spyrja hvort ekki sé kominn tími til að breyta kverúlantaviðhorfunum – ef rétt eru. Fundir eru einmitt til þess að umræða fari fram, annars væri alveg eins hægt að lesa tilkynn- ingar og greiða atkvæði um mál- efni hlutafélaga á internetinu. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN14 S K O Ð U N Ákæran í Baugsmálinu eru vond tíðindi. Samfélagið skaðast Hafliði Helgason Ákæra á hendur eigendum og fyrrum stjórnendum Baugs er ekki bara áfall fyrir einstaklingana og fyrirtækið, heldur samfélagið allt. Rannsókn málsins hefur þegar stórskaðað fyrirtækið og líklegt er að skaðinn af rannsókninni og ákærunni sé margfalt meiri en sá skaði sem meint brot gætu hafa valdið fyrirtækinu reyndust þau sönn. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur á undanförnum árum unnið sér sess í bresku viðskiptalífi og notið óskoraðs trausts þarlendra við- skiptamanna og stórra banka. Það er mikið afrek. Nú eru blikur á lofti og samstarfsmenn hans í Bretlandi ókyrrast vegna ákærunn- ar í málinu. Ómögulegt er á þessu stigi að segja hver niðurstaða þessara mála verði. Hinir ákærðu í málinu hafa allir lýst yfir sakleysi sínu og um þá gildir sú regla að maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Hitt er svo annað að við rannsókn málsins virðist lítið hafa ver- ið horft til tímasetningar og hagsmuna þeirra sem rannsóknin beindist að. Tímasetning húsleitar við upphaf rannsóknar olli Baugi milljarða tjóni með því að sópa þeim frá samn- ingaborði í kaupum á Arcadia. Kaup sem færðu Philip Green tugi milljarða í hagnað og Baugur hafði átt frumkvæði að. Lok rannsóknarinnar eru einnig á tímapunkti þar sem Baugur er að legg- ja lokahönd á tilboð í bresku verslunar- keðjuna Somerfield. Umfang þess verkefnis er á annað hundrað milljarða króna. Við gerum kröfu um að gyðja réttlætisins sé með bundið fyrir augun, en enginn ætlast til heyrnarleysis af henni. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs er að mörgu leyti dæmigerður fyrir nýja kynslóð í íslensku viðskipta- lífi. Djarfur í aðgerðum, útsjónarsamur og skjótur til ákvarðana. Hann og hans líkar hafa skapað gríðarleg verðmæti á undanförnum árum og snúið hjólum efnahagslífsins. Umhverfið er nýtt og við slíkar breytingar reynir á þanþol ýmissa þátta í samfélaginu. Meðal þess eru valdmörk stjórmálamanna og við- skiptalífs, sumum stjórnmálamönnum til lítillar gleði. Sú kynslóð sem hóf sína glæsilegu vegferð í viðskiptalífinu fyrir um ára- tug hefur ekki alltaf farið varlega. Áhætta þeirra og einstakar aðgerðir hafa eflaust orkað tvímælis. Sköpunarmátturinn hefur verið ótrú- legur. Hitt er annað að þessi kynslóð viðskiptamanna hefur tekið út mikinn þroska á þessu tímabili og ákvarðanir og aðgerðir byggjast nú á meiri þekkingu, yfirvegun og varkárni en var í upphafi. Þessi þróun er sprottin af þeim vilja sem verður til í nýfrjálsu viðskipa- lífi að það er hagur allra að leikreglur séu virtar og sanngirni gætt. Sú þróun mun halda áfram. Jón Ásgeir er engin undantekning frá kynslóðinni. Hann hefur tekið út mikinn þroska sem kaupsýslumaður og sýnt á undanförn- um árum að hann er jafnoki þeirra bestu á velli viðskipta í heimin- um. Það er í sjálfu sér mikil auðlind. Hvernig sem á það er litið hef- ur Baugsmálið valdið miklum skaða. Verkefnið nú er að lágmarka þann skaða sem það mun valda í framtíðinni. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jón Skaftason, Þórlindur Kjartansson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ekki örvænta The Sunday Times | Irwin Stelzer, dálkahöfundur The Sunday Times, segir að þrátt fyrir að ýmis merki séu á lofti um erfiða tíma í Bandaríkjunum sé eng- in ástæða til að örvænta – ekki strax í það minnsta. Hann við- urkennir að hækkun á olíuverði hafi haft mikil áhrif á hagkerfið; líklega kostað Bandaríkjamenn um 490 milljarða króna sem sé eins og dágóð skattahækkun. Stelzer segir fyrirtæki vissulega finna fyrir hækkununum. Staðan sé hins vegar ekki nærri jafn slæm og menn kynnu að halda; hag- vaxtarspá fyrir árið sé 3,8 prósent, mikil aukning hafi orðið á sölu byggingarefnis og húsgagna. Þá sé atvinnuleysi lítið, 5,1 prósent, og störfum hafi fjölgað í öllum ríkjum Bandaríkjanna nema tveim- ur. Stelzer bendir á að í nýlegri könnun hafi 94 pró- sent aðspurðra Bandaríkjamanna sagst ánægðir með lífið og telur að engin ástæða sé til að ætla að það breytist í náinni framtíð. Þetta þakkar hann öðru fremur nýrri kynslóð harðduglegs millistétt- arfólks og frumkvöðlaviðhorfi almennings. Engir peningar í podcasti The New York Times | David Carr skrifar um stafræn- ar útsendingar á netinu, svokallaðar podcasts, í New York Times. Hann segir að stóru fjölmiðla- veldin í Bandaríkjunum séu harðákveðin í að missa ekki af lestinni eins og hafi gerst við tilkomu inter- netsins, með öllu sínu fría niður- hali og bloggsíðum. Til að mynda hafi bæði ABC og NBC hafið slíkar útsendingar. Carr segir hins veg- ar að þótt Podcasts kunni að ná almennri lýðhylli verði slíkur rekstur aldrei gróðavænlegur. Hann segir til að mynda nánast ómögulegt að koma að auglýsingum í slíkum þáttum, hlustendur ráði sjálfir hvenær og hvernig þeir kjósi að hlusta og muni því koma til með að spóla hratt yfir auglýs- ingar. Við þetta bætist höfundarréttarmál; enn sé því ósvarað hvort borga verði stefgjöld af tónlist í hvert skipti sem þáttur er spilaður eða aðeins í fyrsta skiptið. Telur hann að óhjákvæmilega muni koma upp málaferli vegna þessa: ,,Stafrænar út- varpssendingar á netinu eru tískubóla sem aldrei verður alvöru bissness,“ segir David Carr. U M V Í Ð A V E R Ö L D Lok rannsóknarinnar eru einnig á tímapunkti þar sem Baugur er að leggja lokahönd á tilboð í bresku verslunar- keðjuna Somerfield. Umfang þess verk- efnis er á annað hundrað milljarða króna. Við gerum kröfu um að gyðja réttlætisins sé með bundið fyrir augun, en enginn ætlast til heyrnarleysis af henni. bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l thkjart@markadurinn.is Lilja Dóra Hall- dórsdóttir lögfræð- ingur og MBA. Aðjunkt, Háskól- anum í Reykjavík O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Hversu virkur er hinn almenni hluthafi? Eitthvað segir mér að það sé býsna fátítt og sam- kvæmt óvísindalegri könnun sem ég gerði meðal kunningja, þá þótti það jafnvel merki um „kver- úlantahátt“ að standa upp á hluthafafundi og spyrja spurninga. Það þætti jafnvel merki um persónulega gagnrýni á stjórnendur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.