Fréttablaðið - 06.07.2005, Síða 52

Fréttablaðið - 06.07.2005, Síða 52
6. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR > Við skiljum ekkert í ... ... þessum derringi í hollenska miðjumann- inum Walter Baseggio sem hafði ekkert gott um Stoke City að segja í enskum fjölmiðlum í gær. Hann hafði verið sterklega orðaður við félagið en kvaðst hafa engan áhuga að fara – hann vissi ekki einu sinni hvar Stoke væri í Englandi. Vonum að slíkt sé ekki tilfellið með Johann Boskamp, nýráðinn holllenskan stjóra liðsins. Úkraínumaður til Fram Framarar eru að styrkja sig fyrir næsta vetur í DHL-deildinni og munu mjög líklega semja við vinstri skyttu frá Úkraínu sem heitir Segeiy Serenko. Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram, líst mjög vel á þennan 27 ára gamla kappa. sport@frettabladid.is 20 > Við óskum ... .... Blikum innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í efstu deild kvenna. Eftir sigur liðsins á núverandi meisturum Vals virðist ekkert geta stöðvað Blikastúlkur enda hafa þær unnið alla leiki sumarsins til þessa. 16-li›a úrslitum Visa-bikarkeppni karla lauk í gærkvöld me› fimm leikjum. 1. deildarli› HK vann 1–0 sigur á bikarmeisturum Keflavíkur en HK sló einnig út fláverandi bikarmeistara ÍA í 32-li›a úrslitum keppninnar í fyrra. HK er eina li›i› úr ne›ri deildunum sem er eftir í pottinum. HK sló aftur út bikarmeistarana FÓTBOLTI HK vann það afrek í gærkvöld að slá út bikarmeistara Keflavíkur í hörkuslag liðanna á Kópavogsvelli. Í fyrri hálfleik skoruðu Keflvíkingar tvö mörk sem bæði voru dæmd af vegna rangstöðu en bæði lið fengu sín færi í leiknum. HK-ingar nýttu eitt sinna þegar Ólafur V. Júlíusson skoraði með skalla eftir fyrirgjöf á 65. mínútu. Keflvíkingar sóttu stíft á lokamínútum leiksins en höfðu ekki erindi sem erfiði. „Þetta var mjög erfiður en skemmtilegur leikur,“ sagði markaskorari HK, Ólafur V. Júlíusson, eftir leikinn. „Þetta er annað árið í röð sem við sláum út ríkjandi bikarmeistara sem er auðvitað stórskemmtilegt.“ Aðspurður um markið sem hann skoraði vildi hann gera sem minnst úr sínum hlut. „Fyrst og fremst var það öflug liðsheild og góður varnarleikur sem stóðu upp úr í dag. Það sýnir sig best á því að við náðum að halda hreinu hér í dag þó svo að bæði lið hafi fengið fullt af færum. En heppnin var okkar megin í dag,“ sagði Ólafur. Njarðvíkingar gáfust ekki upp Eyjamenn virtust ætla að vinna öruggan sigur á Njarðvík í Vestmannaeyjum en þeir komust 3–0 yfir í leiknum. En varamaðurinn Aron Már Smárason hleypti spennu í leikinn þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Njarðvík á lokakafla leiksins. En þar við sat. LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild kvenna: ÍA–ÍBV 0–3 0–1 Rachel Kruze (16.), 0–2 Bryndís Jóhannesdóttir (57.), 0–3 Elín Anna Steinarsdóttir (87.) VALUR–BREIÐABLIK 1–2 0–1 Guðlaug Jónsdóttir (8.), 1–1 Margrét Lára Viðarsdóttir (80.), 1–2 Gréta Mjöll Samúelsdóttir. STJARNAN–KR 1–4 STAÐAN: BREIÐABLIK 8 8 0 0 30–6 24 VALUR 8 6 0 2 35–10 18 KR 8 5 0 3 27–14 15 ÍBV 8 5 0 3 28–17 15 KEFLAVÍK 8 4 0 4 22–23 12 STJARNAN 8 2 0 6 9–24 6 FH 8 2 0 6 6–27 6 ÍA 8 0 0 8 6–40 0 Visa-bikar karla: ÍBV–NJARÐVÍK 3–2 1–0 Steingrímur Jóhannesson (3.), 1–1 Bjarni Rúnar Einarsson (11.), 3–0 Pétur Óskar Sigurðsson (65.), 3–1 Aron Már Smárason (75.), 3–2 Aron Már Smárason (89.) ÞÓR–FRAM 0–3 0–1 Ríkharður Daðason (5.), 0–2 Víðir Leifsson (66.), 0–3 Víðir Leifsson (82.). GRINDAVÍK–FYLKIR 0–1 0–1 Guðni Rúnar Helgason (87.). FH–KA 3–1 1–0 Ólafur Páll Snorrason (16.), 2–0 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (20.), 3–0 Tryggvi Guðmundsson, víti (30.), 3–1 Jóhann Þórhallsson (62.) HK–KEFLAVÍK 1–0 1–0 Ólafur V. Júlíusson (65.). Valur, KR og ÍA eru einnig komin áfram í fjórðungsúrslit bikarkeppninnar. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Miðvikudagur JÚLÍ ■ ■ SJÓNVARP  16.50 Bikarkvöld á RÚV.  17.45 Sterkasti maður heims á Sýn.  18.15 Meistaradeildin – toppleikur á Sýn.  20.00 Meistaradeildin – toppleikur á Sýn.  21.50 Tiger Woods á Sýn.  22.20 Formúlukvöld á RÚV.  23.40 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn. Icelandair og Ian Rush hafa gert samning um að halda í vetur fótboltamót sem ber nafnið Icelandair Ian Rush Masters International Football Tournament. Hugmyndin að mótinu er byggð á Masters-móta- röðinni í Englandi, en þátttökuskilyrði þar er að leikmenn séu eldri en þrjátíu og fimm ára, og hafi leikið sem atvinnumenn í knattspyrnu. Á mótinu hér á landi verður ekki gerð ströng krafa um að leikmenn hafi verið atvinnumenn enda munu íslensk lið fá að reyna fyrir sér í mótinu. Ian Rush, sem gerði garðinn frægan hjá Liverpool á árum áður, hefur keppt í mótinu á Englandi með úr- valsliði Liverpool og er spenntur fyrir því að taka þátt í mótinu. „Þetta verður virkilega skemmtilegt. Í úrvalsliði Liverpool verða menn eins og Jan Molby og John Barnes, og svo verða margir fleiri þekktir leikmenn sem koma með úr- valsliði Arsenal og Manchester United. Meðal annarra Dennis Irwin.“ Mótið fer fram fjórða og fimmta nóv- ember í Egilshöll. Undankeppnin hefst föstudaginn fjórða nóvember og kemst efsta liðið úr hverjum riðli í úrslit, en þau fara fram á laugardeginum. Úr- valslið ensku stórliðanna munu keppa við liðin sem komast í úrslit. Ian Rush hefur sýnt íslenskri knatt- spyrnu mikinn áhuga og hefur komið hingað í tengslum við knattspyrnuskóla sem hér hafa verið starfandi á sumrin. Hann segir íslenska knattspyrnu alltaf vera að batna. „Íslensk knattspyrna hef- ur verið á uppleið undanfarin ár.“ ICELANDAIR OG IAN RUSH: HALDA KNATTSPYRNUMÓT Í VETUR HÉR Á LANDI Gamlar stjörnur mæta til leiks í haust MARKINU FAGNAÐ Ólafur V. Júlíusson fagnar marki sínu gegn Keflavík í gær ásamt félögum sínum úr HK. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Isinbajeva bætti heimsmeti› FRJÁLSAR Stangastökkvarinn Jel- ena Isinbajeva sló eigið heimsmet í stangarstökki um einn senti- metra á móti í Sviss í gærkvöld, þegar hún stökk 4,93 cm og sigr- aði á mótinu. Stacy Dragila varð í öðru sæti með 4,65 metra, en Þórey Edda Elísdóttir hafnaði í þriðja til fimmta sæti á mótinu með því að stökkva 4,40 metra.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.