Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 6. júlí 2005
Breiðablik hársbreidd frá titlinum eftir sigur á Val:
Titillinn a›eins
formsatri›i
FÓTBOLTI Valsstelpur byrjuðu leik-
inn af miklum krafti og hefðu með
smá heppni getað sett mark. Blik-
ar voru ekki á þeim buxunum og
komust fljótt inn í leikinn og upp-
skáru mark eftir níu mínútna leik
þegar Guðlaug Jónsdóttir skoraði
eftir lipra sókn gestanna. Við
markið efldust Valsstelpur en lið-
inu skorti hugmyndaflug til þess
að reka endahnútinn á margar
efnilegar sóknir. En úr einni slíkri
sókn þá hafði Rakel nægilegt hug-
myndaflug til þess að senda
glæsilega frá vinstri á Laufeyju
Ólafsdóttur sem hitti boltann ekki
úr dauðafæri. Eftir þetta þyngd-
ust sóknir heimamanna en vörn
Blika var föst fyrir með Meghan
Ogilive fremst í flokki. Gestirnir
voru vel skipulagðir í sínum varn-
arleik og beittu stórhættulegum
skyndisóknum.
Síðari hálfleikur var ekki jafn
fjörugur og sá fyrri, aukin harka
færðist í leikinn á kostnað gæða-
knattspyrnu. Þegar stundarfjórð-
ungur var eftir af leiknum tókst
Valsstelpum að jafna leikinn, þar
var að verki Margrét Lára Viðars-
dóttir. Hún sýndi mikla yfirvegun,
lék á einn Blika áður en hún lagði
boltann glæsilega í hornið.
Skömmu eftir markið var Pálu
Marie Einarsdóttur réttilega vikið
af velli. Þegar bæði lið virtust
vera að sætta sig við skiptan hlut
þá slapp Greta Mjöll Samúelsdótt-
ir inn fyrir vörn Vals og hún gerði
allt rétt, kláraði færið glæsilega
framhjá Guðbjörgu í marki Vals.
- gjj
Aðrir bikarleikir í gærkvöld:
Fylkir vann slag
úrvalsdeildarli›anna
FÓTBOLTI Leikur Grindavíkur og
Fylkis var ekki upp á marga
fiska enda bæði lið harðákveðin
að bera sigur úr býtum í eina
leiknum í 16-liða úrslitum
bikarkeppninnar þar sem tvö
úrvalsdeildarlið mættust.
Og það fór þannig að eftir
fremur tíðindalitlan leik kom
það í hlut Fylkismannsins
Guðna Rúnar Helgasonar að
skora sigurmarkið í leiknum.
Markið kom undir lok leiksins
eftir að mikil þvaga hafði
skapast fyrir framan mark
Grindavíkur sem lauk með því
að Guðni Rúnar tókst að koma
boltanum yfir línuna. Grind-
víkingar fengu reyndar gullið
tækifæri til að jafna leikinn
þegar komið var langt fram yfir
venjulegan leiktíma á vallar-
klukkunni en brást bogalistin á
örlagastundu.
Fyrsti sigur Fram á Þór í 17 ár
Framarar gerðu góða ferð
norður í land þar sem þeir mættu
Þórsurum á Akureyri. Síðast vann
Fram sigur á norðanmönnum árið
1988 og gerðu heimamenn sér
vonir um að halda sigurgöngu
sinni gegn Frömurum áfram en
allt kom fyrir ekki. Sigur Fram
var aldrei í hættu og skoruðu þeir
þrjú mörk gegn engu. Þar að auki
varð Sigurði Donys, leikmanni
Þórs, vikið af velli með tvö gul
spjöld á bakinu þegar stundar-
fjórðungur var til leiksloka.
Íslandsmeistarar FH fóru létt
með hitt Akureyrarliðið, KA, og
gerðu út um leikinn á fyrsta
hálftímanum með þremur góðum
mörkum. KA-mönnum tókst
reyndar að klóra í bakkann í
síðari hálfleik með marki
Jóhanns Þórhallssonar en allt
kom fyrir ekki.
Risatilboði Chelsea í Steven Gerrard neitað:
Steven Gerrard vill
fara frá Liverpool
FÓTBOLTI Enski landsliðsmaðurinn
Steven Gerrard, fyrirliði hjá
Liverpool, greindi forráðamönn-
um Liverpool frá því í gær að
hann vildi reyna fyrir sér hjá öðru
félagi.
Rick Parry, stjórnarformaður
Liverpool, var óánægður með
þessa afstöðu fyrirliðans. „Það
var einlægur vilji allra sem starfa
hjá Liverpool að Gerrard yrði hér
áfram en því miður hefur hann nú
tjáð okkur að hann vilji fara frá
félaginu.“
Umboðsmaður Gerrards, Stru-
an Marshall, tjáði sig um samn-
ingaviðræðurnar í gær og sagði
þær ekki ganga vel. Rafael Beni-
tez, knattspyrnustjóri Liverpool,
vildi ólmur
halda Gerrard
hjá félaginu og
sagðist vonast
til þess að hann
yrði við störf
hjá Liverpool
allan sinn feril.
Gerrard hef-
ur lengi verið
orðaður við
Chelsea en
einnig er vitað
af áhuga Real
Madrid á miðjumanninum snjalla.
Hjá Real Madrid eru þrír enskir
leikmenn: David Beckham, Mich-
ael Owen og Jonathan Woodgate.
- mh
STEVEN GERRARD
Fyrirliði Liverpool
hefur ákveðið að
skipta um félag.
HART BARIST Ásta Árnadóttir Valsstúlka sést hér í baráttunni við hetju Blika í gær, Grétu
Mjöll Samúelsdóttur sem skoraði sigurmark leiksins á elleftu stundu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI