Fréttablaðið - 13.08.2005, Page 33

Fréttablaðið - 13.08.2005, Page 33
9LAUGARDAGUR 13. ágúst 2005 Ólafur Elíasson hannar fyrir BMW Þýski bílaframleiðandinn BMW hefur valið íslenska myndlistarmanninn Ólaf Elíasson til að hanna fyrir sig bíl í listbílasafnið sitt. Ólafur fetar þar með í fót- spor Andys Warhol og fleiri merkra listamanna sem hafa hannað bíla í safnið. Verkefni Ólafs er að breyta H2Rr bílnum frá BMW í list- mun sem á erindi inn á helstu listasöfn heims. Sérstaða bíls- ins er að hann er knúinn með vetni og bíður Ólafs því það verkefni að tengja list- h ö n n u n - ina við þennan framtíðarorku- gjafa. Bíll Ólafs er sá sextándi í listbílaröð BMW sem hefur verið til síðan um miðjan átt- unda áratuginn og hafa hinir fimmtán verið hannaðir af merkum listamönnum. Meðal þeirra eru Andy Warhol, Roy Lichtenstein og Frank Stella en safnið á að endurspegla þróun listarinnar á hverjum tíma í samhljómi við iðnhönnun og tækninýjungar. Bíllinn sem Ólafur Elíasson hannar keyrir ekki framar um götur bæjarins eftir að Ólafur hefur átt við hann. Hann á frek- ar heima á sýningum á lista- söfnum um allan heim og hafa forverar hans staðið á söfnum í heimsklassa eins og Louvre í París og Guggenheim í New York. Ólafur var valinn af sex manna valnefnd sem hefur s t a r f a ð síðan í apríl og er skipuð einvala liði úr listheiminum. Umsagnir val- nefndarinnar eru mjög jákvæð- ar þar sem Ólafi er hampað sem einum fremsta nú- t í m a l i s t a - m a n n i heims. B í l l - i n n v e r ð u r á næstu d ö g u m fluttur í stúdíó Ólafs í Þýskalandi og verður hann upptekinn fram í mars- mánuð á næsta ári við hönnun- ina. Hann verður síðan kynntur almenningi í sýningarferð á listasöfnum um allan heim. ■ Ólafi Elíassyni er í umsögnum valnefndar BMW hampað sem einum fremsta nú- tímalistamanni í heimi. Þessi bíll er hluti af listbílasafni BMW og var hannaður af þýska listamannin- um Penck. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.