Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2005, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 13.08.2005, Qupperneq 39
engin leynd ríkti um lánveitinguna auk þess sem viðskiptalánið var að fullu endurgreitt og fól því ekki í sér áhættu fyrir Baug. Þá var Fjárfar hluthafi í Baugi á þessum tíma. Ítar- lega er fjallað um óheimilar lánveitingar í álitsgerð Jónatans Þórmundssonar. 19. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 30. júní 2000 misnotað að- stöðu sína þegar þeir lánuðu, án lánasamn- ings, trygginga eða ábyrgða, kr. 50.000.000,00 fyrir hönd Baugs hf., til einkahlutafélagsins Fjárfars, sem ákærði Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahlutafélagsins á 5 % hluta í Baugi.net ehf., kt. 570300-2960, af Baugi hf. að nafn- verði kr. 2.500.000,00. Viðskipti félaganna með hlutabréf í Baugi.net ehf. gengu til baka hinn 21. febrúar 2002. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Hér er um að ræða viðskiptalán sem eru heim- il og var að fullu endurgreitt. Ekki getur ver- ið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti, engin leynd ríkti um lánveitinguna auk þess sem lánið var að fullu endurgreitt og fól því ekki í sér áhættu fyrir Baug. Þá var Fjárfar hluthafi í Baugi á þessum tíma. Ítarlega er fjallað um óheimilar lánveitingar í álitsgerð Jónatans Þórmundssonar. 20. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa hinn 13. febrúar 2001 misnotað aðstöðu sína þegar þeir lánuðu, án lána- samnings, trygginga eða ábyrgða, kr. 85.758.591,00 fyrir hönd Baugs hf. til einka- hlutafélagsins Fjárfars, sem Jón Ásgeir stjórnaði og rak, vegna kaupa einkahlutafé- lagsins á hlutabréfum í Baugi hf., í tengsl- um við hlutafjáraukningu þess, að nafn- verði kr. 7.392.982,00. Skuld Fjárfars ehf. við Baug hf., var gerð upp eftir húsleit lög- reglu hjá Baugi hf., hinn 28. ágúst 2002. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Viðskiptalánið var að fullu endurgreitt. Ekki getur verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti, engin leynd ríkti um lánveitinguna auk þess sem viðskiptalánið var að fullu endurgreitt og fól því ekki í sér áhættu fyrir Baug. Þá var Fjárfar hluthafi í Baugi á þessum tíma. Ítar- lega er fjallað um óheimilar lánveitingar í álitsgerð Jónatans Þórmundssonar. 21. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug hf., greiða á tímabilinu frá 5. október 1998 til 2. maí 2002, samkvæmt reikning- um, kostnað sem ákærði hafði stofnað til með úttektum á Visa og Mastercard greiðslukortum í reikning Baugs hf. vegna persónulegra úttekta ákærða óviðkomandi Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 12.553.358,60 svo sem hér á eftir greinir. Voru greiðslurnar í bókhaldi Baugs hf. færðar til eignar á viðskiptamannareikn- ingi ákærða hjá Baugi hf. Skuld ákærða samkvæmt viðskiptamannareikningnum var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru: [...] ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS: Hér er um að ræða lán viðskiptalegs eðlis sem eru heimil sem var að fullu endurgreitt 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Ekki getur verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti og eng- in leynd ríkti um lánveitinguna. Fram kemur í bréfi JÁJ 30. júní 2005 að greiðslum fyrir per- sónulegum útgjöld hafi ávallt verið haldið að- greindum frá öðrum kostnaði og að hann hafi á öllum stundum átt inni hjá félaginu en ekki öf- ugt. Þá hefur RLS verið sýnt fram á að á um- ræddum tíma stóð Baugur ávallt í skuld við JÁJ, þar sem kaupréttir, dagpeningar o.fl. höfðu ekki verið gerðir upp við JÁJ. 22. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug hf., greiða sér, á tímabilinu frá 2. júní 1999 til 12. júní 2002, í alls átta skipti, sam- tals kr. 9.536.452,00 úr sjóðum Baugs hf., í fimm skipti með millifærslum af banka- reikningum hlutafélagsins nr. 1150 26 77 og 0527 26 720, inn á eigin bankareikning ákærða, í eitt skipti með millifærslu inn á bankareikning nafngreinds manns og í tvö skipti látið afhenda sér í reiðufé. Voru greiðslurnar í bókhaldi Baugs hf. færðar til eignar á viðskiptamannareikningi ákærða hjá Baugi hf., svo sem hér á eftir greinir. Skuld ákærða samkvæmt viðskiptamanna- reikningnum var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru: [...] ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS: Hér er um að ræða lán viðskiptalegs eðlis sem eru heimil og var að fullu endurgreitt 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Ekki getur verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti og eng- in leynd ríkti um lánveitinguna. Fram kemur í bréfi JÁJ 30. júní 2005 að greiðslum fyrir per- sónuleg útgjöld hafi ávallt verið haldið að- greindum frá öðrum kostnaði og að hann hafi á öllum stundum átt inni hjá félaginu en ekki öfugt. Þá hefur RLS verið sýnt fram á að á um- ræddum tíma stóð Baugur ávallt í skuld við JÁJ, þar sem kaupréttir, dagpeningar o.fl. höfðu ekki verið gerðir upp við JÁJ. 23. Ákærða Jóni Ásgeiri með því að láta Baug hf. greiða, á tímabilinu frá 26. janúar 1999 til 16. júlí 2002, samtals kr. 5.551.474,91, samkvæmt eftirgreindum reikningum, sem voru vegna kostnaðar sem ákærði hafði stofnað til og voru einka- kostnaður ákærða, óviðkomandi Baugi hf. Greiðslurnar voru færðar til eignar á við- skiptamannareikningi ákærða hjá Baugi hf. Skuld ákærða samkvæmt viðskiptamanna- reikningnum var gerð upp með víxlinum sem nefndur er í lok 11. töluliðs ákæru: [...] ATHUGASEMDIR SAKBORNINGS: Hér er um að ræða lán viðskiptalegs eðlis sem eru heimil sem var að fullu endurgreiddur áður en til húsleitar RLS kom. Ekki getur ver- ið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti og engin leynd ríkti um lánveitinguna. Fram kemur í bréfi JÁJ 30. júní 2005 að greiðslum fyrir per- sónuleg útgjöld hafi ávallt verið haldið að- greindum frá öðrum kostnaði og að hann hafi á öllum stundum átt inni hjá félaginu en ekki öfugt. Þá hefur RLS verið sýnt fram á að á um- ræddum tíma stóð Baugur ávallt í skuld við JÁJ, þar sem kaupréttir, dagpeningar o.fl. höfðu ekki verið gerðir upp við JÁJ. Brot ákærða Jóns Ásgeirs samkvæmt 10. til og með 23. töluliðs ákæru teljast varða við 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, til var við 249. gr. sömu laga og jafn- framt teljast brot samkvæmt töluliðum 10, 15, 16, 18 og 20 varða við 2. mgr. 104. gr., og brot samkvæmt töluliðum 11, 12, 13, 14, 17, 19, 21, 22 og 23 varða við 1. mgr. 104. gr., sbr. 2. tl. 153. gr., laga um hlutafélög nr. 2 1995. Brot ákærða Tryggva samkvæmt 10., 12., 13. til og með 16. og 18. til og með 20. tölu- liðs ákæru teljast varða við 247. gr., sbr. 22. gr., almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, til vara við 249. gr. sbr. 22. gr., sömu laga og jafnframt teljast brot samkvæmt töluliðum 10, 15, 16, 18 og 20 varða við 2. mgr. 104. gr., og brot samkvæmt töluliðum 12, 13, 14 og 19 varða við 1. mgr. 104. gr., sbr. 2. tl. 153. gr., laga um hlutafélög nr. 2, 1995. Brot ákærðu Kristínar samkvæmt 12., 15. til og með 17. töluliðs ákæru teljast varða við 254. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940. V. BROT GEGN LÖGUM UM HLUTAFÉLÖG Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um hlutafélög í eftirgreindum tilvikum: 24. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ás- geirs og fjölskyldu hans, lán vegna tveggja eftirtaldra reikninga frá Baugi hf. vegna útlagðs kostnaðar fyrir einkahlutafélagið, en kröfurnar voru eignfærðar á árinu 1998 á viðskiptamannareikning einkahlutafé- lagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 401.430,00, svo sem hér greinir: [töflur ekki tiltækar] ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Hér er aðallega um að ræða útlagðan kostnað vegna tölvu JÁJ, sem Baugur átti réttilega að greiða. Hefur greiðslukvittun þess efnis verið lögð fram í málinu. Greint hefur verið frá því í bréfum JÁJ 5. mars 2004 og 30. júní 2005 að mikil viðskipti áttu sér stað milli Baugs og Gaums og að ávallt hafi verið reynt að tryggja að hallaði ekki á Baug í þeim viðskiptum. Að mati sakborninga er þessi ákæruliður dæmi um það hvernig leitast hefur verið við að hafa öll samskipti Baugs og Gaums gegnsæ. 25. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ás- geirs og fjölskyldu hans, lán vegna þriggja eftirtaldra reikninga frá Baugi hf. vegna hlutdeildar einkahlutafélagsins í kostnaði Baugs hf., en kröfurnar voru eignfærðar á árinu 1999 á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 13.010.411,00, svo sem hér greinir: [töflur ekki tiltækar] ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Reikningarnir voru greiddir 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Hér er um að ræða reikninga sem Baugur gerði Gaumi vegna þátttöku í rekstrarkostnaði Baugs og er m.a. rakið í bréfi JÁJ 30. júní 2005. Reikningarnir voru færðir á viðskiptareikning Gaums hjá Baugi. Útgáfa þessara reikninga undirstrikar að mati sakborninga hversu fráleitt það er að telja að hluthafar Gaums hafi gengið í sjóði Baugs, þegar fyrir liggur að Gaumur var rukkaður um háar fjárhæðir vegna starfa JÁJ fyrir Gaum. 26. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ás- geirs og fjölskyldu hans, lán vegna sautján eftirtaldra reikninga frá Baugi hf. vegna útlagðs kostnaðar fyrir einkahlutafélagið, en kröfurnar voru eignfærðar á árinu 2000 á viðskiptamannareikning einkahlutafé- lagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 6.224.951,00, sem hér greinir: [töflur ekki tiltækar] ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Reikningarnir voru greiddir 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Hér er um að ræða kostnað sem skipt var milli Baugs og Gaums. Kostnaður sem féll í hlut Gaums var færður á viðskiptareikning Gaums hjá Baugi. Útgáfa þessara reikninga undirstrikar að mati sak- borninga hversu stjórnendur Baugs voru þess meðvitaðir að ekki mætti halla á Baug í sam- skiptum Baugs við Gaum. 27. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ás- geirs og fjölskyldu hans, lán vegna eftir- taldra fjögurra reikninga Baugs hf., vegna hlutdeildar einkahlutafélagsins í kostnaði Baugs hf., en kröfurnar voru eignfærðar á árinu 2000 á viðskiptamannareikning einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 70.000.000,00, svo sem hér greinir: [töflur ekki tiltækar] ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Reikningarnir voru greiddir 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Hér er um að ræða reikninga sem Baugur gerði Gaumi vegna þátttöku í rekstrarkostnaði Baugs og er m.a. rakið í bréfi JÁJ 30. júní 2005. Reikningarnir voru færðir á viðskiptareikning Gaums hjá Baugi. Útgáfa þessara reikninga undirstrikar að mati sakborninga hversu fráleitt það er að telja að hluthafar Gaums hafi gengið í sjóði Baugs, þegar fyrir liggur að Gaumur var rukkaður um háar fjárhæðir vegna starfa JÁJ fyrir Gaum. 28. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjárfestingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ás- geirs og fjölskyldu hans, lán vegna eftir- taldra fjögurra reikninga Baugs hf. vegna útlagðs kostnaðar fyrir einkahlutafélagið, en kröfurnar voru eignfærðar á árinu 2001 á viðskiptamannareikning einkahlutafé- lagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 1.293.376,00, svo sem hér greinir: [töflur ekki tiltækar] ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Reikningarnir voru greiddir 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Hér er um að ræða kostnað sem skipt var milli Baugs og Gaums. Kostnaður sem féll í hlut Gaums var færður á viðskiptareikning Gaums hjá Baugi. Útgáfa þessara reikninga undirstrikar að mati sak- borninga hversu stjórnendur Baugs voru þess meðvitaðir að ekki hallaði á Baug í samskipt- um Baugs við Gaum. Framangreindar lánveitingar samkvæmt töluliðum 24 til og með 28 voru að fullu gerðar upp með víxli útgefnum af einka- hlutafélaginu Gaumi til hlutafélagsins Baugs, hinn 20. maí 2002 sem greiddur var 5. september sama ár. Brot ákærðu Jóns Ásgeirs og Tryggva samkvæmt 24. til og með 28. töluliðs ákæru teljast varða við 1. mgr., 104. gr., sbr. 2. tl. 153. gr., laga um hlutafélög nr. 2, 1995. VI. BROT GEGN ALMENNUM HEGNINGAR- LÖGUM, LÖGUM UM BÓKHALD, LÖGUM UM ÁRSREIKNINGA OG LÖGUM UM HLUTAFÉLÖG. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva eru gefin að sök brot á almennum hegningarlög- um, lögum um bókhald, lögum um árs- reikninga og lögum um hlutafélög í eftir- greindum tilvikum: 29. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa í sameiningu fært og eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs hf. hinn 30. júní 2001, samkvæmt lokafærsluskjali end- urskoðanda dags. 27. september 2001, tvo tilhæfulausa reikninga, sem ekki áttu stoð í viðskiptum félagsins, annars vegar frá P/F SMS, Þórshöfn, Færeyjum, dags. 30. júní 2001, að fjárhæð DKK 3.900.000, sem jafn- gildir ISK 46.679.000,00 og hins vegar frá Nordica Inc., Miami í Flórída í Bandaríkj- unum, dags. 30. ágúst 2001, að fjárhæð USD 589.890, sem jafngildir ISK 61.915.000,00, eða samtals ISK 108.594.000,00 og hafa með því rangfært bókhald og oftalið tekjur Baugs hf. sem þessu nam í rekstrarreikn- ingi árshlutareiknings hinn 30. júní 2001, sem birtur var á Verðbréfaþingi Íslands og gaf til kynna að EBITDA hagnaður fyrstu sex mánuði ársins væri 15,6% hærri og hagnaður tímabilsins 24,6% hærri en var í raun. ATHUGASEMDIR SAKBORNINGA: Kreditreikningurinn frá Nordica, sem raunar var hluti upphaflegra ásakana RLS um fjár- drátt við húsleit 28. ágúst 2002, var gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli JÁJ og JGS um afslátt vegna viðskipta milli Baugs og Nordica á tímabilinu 1992-2002, sem námu samtals nálægt 700 milljónum króna, og óá- nægju vegna mikils lagers af óseldum vörum. Hér má t.a.m. vísa til tölvupósts sem RLS hef- ur í gögnum sínum þar sem fram koma um- mæli stjórnenda Baugs um „60 milljóna króna vandræðalager“ af vörum frá Nordica. Kreditreikningurinn frá SMS var gefinn út vegna fyrirfram greidds afsláttar í tengslum við fyrirhuguð kaffiviðskipti sem varð síðan ekkert úr. Þess skal getið að kreditreikningur- inn frá SMS var bakfærður innan reiknings- ársins og hafði því ekki nokkur áhrif á árs- reikning félagsins. Hafi sakborningar ætlað að hafa áhrif á hagnað félagsins í uppgjöri Baugs vegna fyrstu sex mánaða ársins 2001 hefði þeim verið í lófa lagið að gera það með öðrum hætti, t.a.m. með því að færa aukna hlutdeild í gengishagnaði vegna hlutabréfa fé- lagsins í Arcadia, sbr. tilkynningu félagsins til Kauphallar um sex mánaða uppgjör, dags. 3. september 2001, og draga úr gjaldfærslum vegna niðurfærslu birgða. Að öðru leyti var gerð ítarleg grein fyrir efni þessara reikninga og útgáfu þeirra í bréfum JÁJ 5. mars 2004 og 30. júní 2005 og vísast til þess sem þar segir. 30. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa fært og eða látið færa rangar og tilhæfulausar færslur um viðskipti og notk- un fjármuna í bókhald Baugs hf., þegar þeir létu færa eigin hlutabréf í hlutafélag- inu, að nafnverði kr. 40.000.000,00 en bók- færðu verði kr. 330.764.000,00, til vörslu hjá Kaupthing Bank Luxembourg, eins og um sölu hlutabréfanna væri að ræða til Kaupthing Bank Luxembourg, á sama tíma og bréfin voru enn í eigu Baugs hf. og ráð- stafað í nafni Baugs hf. í Lúxemborg. Bréf- unum var meðal annars ráðstafað til greiðslna til nokkurra af æðstu stjórnend- um hlutafélagsins. Ráðstafanir ofan- greindra fjármuna voru rangfærðar í bók- haldi og duldar með eftirgreindum færsl- um og fylgigögnum: Færsla nr. 9281 dags. 30.06.1999 með texta: „Hlutabréf í Baugi seld Kaupþingi“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 330.764.000 F 73112 Biðreikningur 330.764.000 Færslan, til eignar á viðskiptamannareikn- ingi Kaupþings hf., byggir á rangri skýringu í fylgiskjali sem er handskrifað bréf, ódag- sett og óundirritað, þar sem segir um færsl- una „Kaup á eigin bréfum.(gamall samning- ur)“ „Baugur kaupir 5% í Baugi og fær lán hjá FBA“ „413.455.006.- Biðreikningur“ „Sel- ur Kaupþingi 4/5 hlut 330.764.000 út af bið- reikn. D/viðskm. KÞ“. Ytri frumgögn vantar í bókhaldið. Viðskiptamannareikningur Kaupþings V560882-0419 er færður til eign- ar meðal annarra skammtímakrafna í árs- hluta- og ársreikningi félagsins. Færsla nr. S005114 dags. 07.07.1999 með texta: „Kaupþing“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 165.382.000 B 77 SPRON 165.382.000 Færslan er byggð á fyrirmælum, án skýr- inga, um færslur á bókhaldslykla sam- kvæmt fylgiskjali sem er handskrifað bréf, ódagsett og óundirritað en með áprentuðu nafni Tryggva Jónssonar. Ytri frumgögn til staðfestingar vantar í bókhaldið. Greiðslan er framkvæmt með millifærslu af banka- reikningi hlutafélagsins í Lúxemborg, sem ekki er skráður í bókhaldi þess, inn á tékka- reikning félagsins hjá SPRON. Færsla nr. S005128 dags. 08.07.1999 með texta: „Kaupþing“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit F 73112 Biðreikningur 21.582.000 B 77 SPRON 21.582.000 Færslan, til eignar á biðreikningi, er byggð á fyrirmælum, án skýringa, um færslur á bókhaldslykla í fylgiskjali sem er hand- skrifað bréf, ódagsett og óundirritað en með áprentuðu nafni Tryggva Jónssonar. Ytri frumgögn til staðfestingar vantar í bókhaldið. Um er að ræða millifærslu af tékkareikningi hlutafélagsins hjá SPRON á bankareikning þess í Lúxemborg sem ekki er skráður í bókhaldi hlutafélagsins. Færsla nr. I00725 dags. 30.06.2001 með texta: „Kaupþing fært á fyrirframgreiddan kostnað“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit F 73112 Biðreikningur 21.582.000 B 74592 Annar fyrirframgreiddur kostnaður án vsk 21.582.000 Færslan, sem er millifærsla af „Biðreikn- ingur“ og til eignar á „Annar fyrirfram- greiddur kostnaður án vsk“, er byggð á fyr- irmælum um færslur samkvæmt bókunar- blaði sem er handskrifað, ódagsett og óund- irritað. Hvorki fylgir skýring millifærsl- unni né tilvísun í hina upprunalegu færslu nr. S005128 dags. 08.07.1999. LAUGARDAGUR 13. ágúst 2005 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.