Fréttablaðið - 13.08.2005, Side 43

Fréttablaðið - 13.08.2005, Side 43
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóriBaugs, neitar algjörlega öllum ásökun-um sem fram koma í ákærunni og seg- ir að ekkert hafi verið hlustað á skýringar Baugs á viðskiptunum sem liggi að baki. Hann telur engu líkara en rannsóknaraðilar hafi allan tímann verið ákveðnir í að finna upp sakir á starfsmenn fé- lagsins. Hæstu upphæðirnar í ákærunni varða um- boðssvik í stórum við- skiptum, en auk þess er Jón Ásgeir sakaður um fjárdrátt frá Baugi. Um 19 ákæruliðir fjalla um viðskipti Baugs og fé- laga tengdra ykkur eig- endum. Var eitthvað óeðlilegt þar á ferðinni? „Nei, alls ekki. Við höfum sýnt fram á að viðskiptareikningar milli félaganna voru vegna viðskipta allir uppgreiddir, til dæmis þegar innrás átti sér stað. Ekki hefur ein króna verið afskrifuð vegna viðskipta milli félaganna. Maður hefur það á tilfinning- unni að gögn sem við höfum sett fram og allt sem Baugur hefur lagt fram hafi ekki verið skoðað. Ekki hefur verið rætt við vitni sem við höfum bent á. Ég held að al- veg hefði mátt sleppa yfirheyrslunum. Það hefur ekkert verið hlustað á okkar skýring- ar. Umboðssvik snúast um það að maður svíki einhvern sem maður er í forsvari fyr- ir og sá tapi á því. Aðalatriðið er að Baugur fékk alltaf það sem menn töldu sig vera að kaupa og alltaf hafa kaupin reynst félaginu til góðs fyrir Baug.“ Lá á að tryggja viðskiptin Hæstu upphæðirnar í umboðssvikaákær- um varða kaup á Vöruveltunni sem átti verslanir 10-11 og viðskipti í tengslum við kaupin á Arcadia. Í viðskiptum með Vöru- veltuna er Jón Ásgeir sakaður um að hafa leynt stjórn Baugs að hann væri eigandi 70 prósenta hlutar í Vöru- veltunni, sem átti 10- 11 búðirnar. Af hverju keypti Baug- ur ekki beint? „Ég fékk símtal og mér var sagt að Vöru- veltan væri að fara yfir til KEA og þar með yrði ekkert af við- skiptum hennar við Aðföng. Við í Baugi vorum þá nýbúin að opna þetta stóra vöru- hús og höfðum séð fram á að ná Eiríki í við- skipti. Ég hringdi í Eirík Sigurðsson, eig- anda 10-11, og bað hann að gefa mér tvær vikur til þess að ganga frá þessu. Hug- myndin var sú að fá nýja aðila að þessu. Ís- landsbanki tók málið að sér með nýjum kaupsamningi við fyrrum eigengur. Við komum með aðila að þessu, sem voru Sæv- ar Jónsson og Sigfús Sigfússon í Heklu, til að eiga Fjárfar og sem áttu að verða kjöl- festufjárfestar þegar félagið færi á mark- að. Hugmyndin var að tvö félög færu á markað, Baugur og Vöruveltan, sem væru í viðskiptum við Aðföng. Íslandsbanki seldi Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans (EFA) 35 prósent, bankinn tók eitthvað og Fjárfar 35 prósent. Síðan fór þetta ferli í gang. Við vildum hafa það á hreinu að viðskiptin yrðu við Aðföng. Svo fór EFA að ókyrrast í þessu samstarfi ñ ég tek það fram að ég sá ekki um þau samskipti – en þá sagði ég: „Eirík- ur, ég held að það sé eina leiðin að freista þess að tala við Samkeppnisstofnun og Baugur kaupi félagið.“ EFA hafði sagst vera tilbúið að kaupa allt félagið miðað við heildarverðmat kr 1.608 milljónir og þeir sögðu annað hvort kaupum við á þessu verði eða hinir hluthafanir keyptu þá út. Það varð úr að Íslandsbanki, Kaupþing og Fjárfar keyptu EFA út með það að leiðar- ljósi að selja Baugi. Baugur keypti félagið. Félagið millilenti ekki hjá mér og ég hef margoft lagt fram gögn fyrir lögregluna sem sýna það svart á hvítu að við græddum ekki krónu á þessu. Ég skal fúslega viður- kenna að ég lagði mikið á mig til þess að koma þessu inn í Baug og meira að segja lagði Gaumur fram peninga til þess að það gæti gengið eftir. Það eina sem vakti fyrir okkur var að tryggja viðskipti fyrir Að- föng. Meirihluti stjórnar Baugs vissi af þessu. Stjórnarformaðurinn vissi af þessu.“ Viðskiptin vendipunktur fyrir Baug „Ég kom góðri eign inn í Baug og hagnaðist ekki á því sjálfur. Reyndar held ég að þessi viðskipti hafi verið ákveðinn vendipunktur fyrir Baug, því það var alveg ljóst að menn höfðu borgað ríflegt verð fyrir Hagkaup og ég held að það hafi verið mikil björg í því að fá 10-11 inn. Það munar um að ná hagstæð- ara innkaupsverði upp á kannski eitt pró- sent og nýta þessa fjárfestingu í Aðföngum betur. En 10-11 jók innkaupaafl Aðfanga um 18 prósent.“ Jón Ásgeir er einnig sakaður um um- boðssvik vegna kaupa á hlutabréfum í Arcadia í gegnum eignarhaldsfélagið A- Holding. „5. apríl 2001 gerði stjórn Baugs samning við alla hluthafa A-Holding um að fá að kaupa bréfin eftir ákveðinni formúlu, sem fól í sér greiðslu með hlutabréfum Baugs plús álag á innkaupsverð bréfa. Síð- an er ég í viðræðum við Stuart Rose á þess- um tíma um að fá að kaupa Top Shop og til þess að ná því fram þurfti ég að eiga öll bréfin í Arcadia, en ekki í þessu félagi með öðrum. Ég fékk heimild stjórnar til að kaupa bréf annarra hluthafa í A-Holding, innan þeirra marka sem stjórnin hafði sam- þykkt samkvæmt samningunum 5. apríl. Með því að eignast A-Holding að fullu hafði Baugur betri samningsstöðu gagnvart Arcadia í Top Shop-málinu. Ég fer í það að hamast í mönnum við litla kæti hluthafa í A-Holding.“ Besta fjárfesting Íslandssögunnar „Niðurstaðan varð sú að Baugur keypti alla út úr félaginu. Þann 10. maí var gengið frá samningum um að kaupa öll bréf í A-Hold- ing. Ég hafði knúið fram lækkun upp á rúm- ar 600 milljónir frá þeim samningi sem gerður var 5. apríl. Gaumur fékk 95 millj- ónir í þóknun en gaf eftir 320 milljónir frá þeim samningi sem félagið hafði áður gert. Aðrir stofnhluthafar fengu hlutfallslega meira. Þannig fékk Kaupþing rúmlega 300 milljónir. Málið var kynnt fyrir stjórn Baugs og sérstök skýring er í ársreikningi félagsins vegna ársins 2001 þar sem þókn- anir vegna Arcadia-kaupa koma fram. Ég margspurði lögregluna: „Ef ég hefði verið að reyna að ná peningum út úr Baugi, af hverju tók ég þá ekki þessar 3-400 milljón- ir sem rúmuðust innan heimildarinnar? Af hverju var ég þá að semja um lækkun fyrir Baug? Þetta gerði ég auðvitað vegna þess að það voru hagsmunir Baugs sem skiptu mig mestu máli vegna þess að ég var að byggja félagið upp af krafti. Maður situr fyrir framan menn Ríkislögreglustjóra, sýnir þeim öll gögn og þeir segja bara: „Nei, þetta er ekkert svona.“ Ég veit hvern- ig þetta var, ég var á öllum þessum fundum. Svo vita allir hvað varð úr þessari fjárfest- ingu í Arcadia. Þetta var einhver besta fjár- festing Íslandssögunnar og hefði orðið enn- þá betri ef lögreglan hefði ekki komið og eyðilagt yfirtökuna á Arcadia.“ En er það ekki það sem vekur tortryggnina að Gaumur er ekki bara eignarhaldsfélag um eignina í Baugi, heldur líka virkt félag í viðskiptum við Baug? Ef þú horfir til baka, myndirðu gera hlutina öðruvísi? – JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Trúi a› dómstólar meti gögnin Óvild fyrrverandi forsætisrá›herra skapa›i fla› andrúm sem drifi› hefur áfram rannsókn og ákærur í Baugsmálinu, a› mati Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs. Hann segist alltaf hafa bori› hag fyrirtækisins fyrir brjósti og a› Baugur hafi alltaf haft betur í vi›skiptum vi› sig og Gaum, sem er félag í eigu fjölskyldunnar. hefur náð góðum árangri. Nú stendur þú og bæði börnin þín frammi fyrir fjörutíu ákæruatriðum. Þau snerta þig og Kristínu dóttur þína að nokkru leyti og Jón Ásgeir son þinn að verulegu leyti. Segja má að fjöl- skylda þín sitji á sakamannabekk. Hvaða áhrif hefur þetta á þig og þín störf? „Þetta hafa verið djöfulleg ár að eiga þetta yfir höfði sér. Það getur verið að ég sé beiskur og bitur. Hvaða foreldri væri það ekki ef einhverjir menn út í bæ, sem eiga ekki mikilla hagsmuna að gæta, láta það út úr sér að þessi börn mín eigi að fara í fang- elsi og þetta sé allt óverjandi af okkar hálfu. Ég kann ekki að meta þetta réttlæti. Ég er búinn að lesa þessi ákæruatriði. Ég er búinn að lesa greinargerð prófessors Jón- atans Þórmundssonar, sem ég tel að njóti almenns trausts. Ég er búinn að lesa skýr- ingar lögfræðinga okkar og eftir að hafa farið í gegnum þetta allt saman er ég til- tölulega rólegur. Ég treysti því að réttlætið sigri og að við getum haldið áfram að bera höfuðið hátt. Þetta mál verður sótt af okkar hálfu allt til enda eða þar til niðurstaða fæst. Það verður sótt á þeim dómstigum sem völ er á hér á landi. Við ætlum að höfða skaðabóta- mál til þess að freista þess að fá bætt það tjón sem Baugur hefur orðið að þola að ósekju. Menn hafa borið ótrúlegustu sakir á okkur án þess að geta bent á tjón eða skaða sem fyrirtækið hefur orðið fyrir. Í skaða- bótamáli munum við ekki undanskilja þá embættismenn sem við teljum að framið hafi afglöp.“ Ertu að tala um ríkislögreglustjóra? „Ég ætla að láta lögmennina um að sækja á þau mið. Mér finnst að íslenska þjóðin eigi ekki skilið að hafa þá embættismenn í sinni þjónustu sem gæta ekki hagsmuna þegn- anna betur en til hefur tekist hér. Við gefum hvergi eftir og ætlum meðal annars að athuga þann möguleika að leita réttar okkar fyrir Mannréttindadómstóln- um varðandi tilurð og upphaf þessa máls. Það var safnað fé okkur til höfuðs í upphafi málsins. Jafnvel hæstaréttardómarinn hringdi í fyrirtæki til þess að safna fé í sjóð til þess að fjármagna aðför að fyrirtækinu okkar. Annað sem þarf að skoða sérstaklega eru tengslin milli rannsóknarvaldsins og ákæruvaldsins. Jónatan Þórmundsson pró- fessor hefur vakið athygli á þessu. Það var einn og sami maðurinn – eða sama embætt- ið skulum við segja – sem hitti fyrst Jón Gerald Sullenberger. Sá hinn sami tók ákvörðun um að skoða gögnin. Sá sami lagði einnig beiðni um húsleit fyrir héraðs- dóm. Hann hélt síðan áfram rannsókn máls- ins. Sami aðili færði síðan rannsóknina í til- tekinn farveg. Sá hinn sami tók saman rannsóknarniðurstöður og gaf út ákæru. Sjálfstætt ákæruvald heyrir sögunni til eins og Jónatan Þórmundsson orðar það. Ofan á þetta bætist að gögn sem við höf- um lagt fram hafa ekki verið skoðuð sem skyldi eða mark tekið á þeim. Lagalega ber embættinu að rannsaka hvort tveggja atriði sem horfa til sektar og sýknu. Þetta kemur fram í lögum um meðferð opinberra mála. Brot á þessum réttindum einstaklinga og fyrirtækja eru hrein og klár mannréttinda- brot.“ Mikill stuðningur almennings Hefur rekstur Baugs innanlands beðið skaða vegna þessa máls? „Svo undarlega sem það kann að virðast þá hefur ímynd okkar ekki skaðast hér innan- lands, en Baugur hefur tapað gríðarlegum fjármunum erlendis vegna þessa málatil- búnaðar og þar með þjóðin sem þetta fyrir- tæki tilheyrir. Þetta er íslenskt fyrirtæki. En það er svo dásamlegt fyrir bæði okkur fjölskylduna og fyrirtækin okkar að ís- lenska þjóðin, fyrir utan eina 20 til 30 ein- staklinga, stendur heils hugar með okkur. Við höfum aldrei haft önnur eins viðskipti. Við höfum aldrei haft annan eins fjölda við- skiptavina hvar sem við höfum drepið nið- ur fæti. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu að við ættum svona marga formælendur. Þeir sem hringja, stöðva mann úti á götu eða hafa samband með öðrum hætti. Allir segja: Standið ykkur! Þjóðin er með ykkur! Og málsmetandi menn hafa einnig haft samband við mig og sagt að allir standi með okkur.“ Óttast þú keðjuverkandi áhrif í íslensku viðskiptalífi af Baugsmálinu? „Nei, ég hef ekki heyrt það og hugsa þetta ekki þannig. Mér finnst þetta vera apaspil og vona að því verði hætt hið bráðasta. Um þetta mál verður gerð bæði bók og kvik- mynd. Þetta er lýjandi mál. Við erum með 2.500 manns í vinnu á Íslandi. Við berum ábyrgð gagnvart þessu fólki og okkur þyk- ir vænt um starfsfólkið okkar. Þetta fólk hefur sýnt okkur traust og veitt okkur styrk – það hefur staðið heils hugar með okkur og við fáum ótrúlegan stuðning að öllu leyti. Fyrir þetta er ég þakklátur og þess vegna er ég bjartsýnn.“ johannh@frettabladid.is LAUGARDAGUR 13. ágúst 2005 7 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N „Rá›herrann hóta›i Hreini Loftssyni flví a› opinberir a›- ilar myndu herja á félagi›. Jón Steinar tekur a› sér mál- i› fyrir Jón Gerald. Jón Stein- ar hringir í ríkislögreglu- stjóra. Hversu augljóst getur fletta veri›?“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.