Fréttablaðið - 13.08.2005, Page 56
Skinnalón á Melrakkasléttu - Ljósmynd: Vilhelm Gunnarsson
SJÓNARHORN
Við Römbluna með kirsuber
„Draumastaðurinn minn er í Barcelona í góðu veðri að borða kirsuber við
Römbluna eða við Gaudi-garðinn, Picasso- eða Textíl-safnið að borða góðan
spænskan mat,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, útvarpskona á Kiss FM.
Ragnhildur bindur sig ekki aðeins við raunveruleikann og á líka ímyndaðan
draumastað. „Reyndar á ég líka svona draumastað sem ég hef aldrei komið á,
til dæmis uppi á fjalli í Nepal – helst nálægt einhverju fallegu klaustri. Strendur,
klettar og fjöll virka vel undir öllum kringumstæðum og ekki síst hér á Íslandi,
til dæmis á Snæfellsnesi,“ segir Ragnhildur sem er mikið fyrir það að ganga um
holt og hæðir.
Ragnhildur Magnúsdóttir
DRAUMASTAÐURINN
13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR24
Vissir þú ...
...að sumir vísindamenn telja að
planta sem nærist á kjöti lifi niðri í
jörðinni án nokkurs sólarljóss?
...að ákveðin tegund fiðrildislifra
ver svæði sitt með því að gefa frá
sér djúp hljóð?
...að rjúpur hjálpa ungum sínum
að komast af úti í hinum stóra
heimi með því að kenna þeim
hvaða plöntur eru næringarríkar?
...að geispi er sérstakur samskipta-
máti hjá öllum dýrategundum.
Hann gefur ekki til kynna að þú
sért þreytt/ur heldur að nú sé
kominn tími til að gera eitthvað
annað?
...að krákur hafa lært að nota beitt-
ar spýtur til að ná í skordýr sem
eru á stöðum sem erfitt er að ná
til?