Fréttablaðið - 13.08.2005, Page 66
13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
> Við finnum til með ...
... Hafþóri Ægi Vilhjálmssyni, vinstri
vængmanni ÍA í Landsbankadeild karla, en
hann spilar ekki meira með í sumar vegna
handleggsbrots sem hann hlaut í leiknum
gegn Val í fyrradag. Hafþór Ægir
hafði spilað frábærlega fyrir ÍA í
sumar, var valinn í úrvalslið 7-12
umferðar og var til reynslu hjá
danska úrvalsdeildarliðinu FC
Midjylland.
Maruniak fótbrotinn
Slóvenski sóknarmaðurinn Josef
Maruniak, sem leikið hefur með Þrótti í
Landsbankadeildinni í sumar,
ristarbrotnaði í leik með U-23 ára liði
félagsins gegn Haukum í fyrradag. Talið
er að Maruniak verði um sex vikur að
jafna sig og spilar hann því ekki meira
með Þrótti í sumar.
sport@frettabladid.is
34
> Við óskum ...
.... liði Blika í 1. deild karla í knattspyrnu til
hamingju með að vera svo gott sem búið
að tryggja sér sæti í Landsbankadeildinni
að ári. Breiðablik hefur 11 stiga
forystu á lið KA í þriðja sæti
þegar 12 stig eru eftir í
pottinum og í raun aðeins
stórslys sem gæti komið í
veg fyrir sigur Blika í
deildinni.
Heimsmeistarakeppni U21-landsli›a karla hefst í Ungverjalandi á flri›judaginn. Íslenska li›i› er tali› líklegt
til afreka á mótinu en fla› er skipa› sama kjarna og var› Evrópumeistari U18 fyrir tveimur árum sí›an.
Allir vegir eru færir fyrir Ísland
HANDBOLTI „Það má ekki reisa of
háar skýjaborgir en þetta ræðst á
því hvernig okkur gengur gegn
Spáni og Þýskalandi í riðlinum
okkar. Við þurfum helst að ná að
taka með okkur tvö stig úr þeim
leikjum til að eiga raunhæfa
möguleika í milliriðlinum,“ segir
Bergsveinn Bergsveinsson, að-
stoðarþjálfari íslenska U21 lands-
liðsins, sem heldur um helgina til
Ungverjalands þar sem það tekur
þátt í heimsmeistarakeppninni í
þessum aldursflokki.
„Þetta er góður og vel samstillt-
ur hópur, strákar sem hafa verið
lengi saman og þekkja hvern ann-
an vel. Það eru allir vegir færir
fyrir okkur. Fyrstu leikirnir okkar,
gegn Kongó og Chile, eru svoköll-
uð skylduverkefni og að öllu eðli-
legu ættum við ekki að lenda í
neinum vandræðum í þeim leikj-
um. Það væri algjört stórslys ef
þeir leikir færu í vaskinn. Fyrsta
skrefið er að koma okkur vel fyrir
í milliriðlinum og svo setjum við
okkur næsta markmið eftir að það
hefur tekist,“ sagði Bergsveinn.
Miklar væntingar eru gerðar til
íslenska liðsins sem samanstendur
af mörgum stórefnilegum leik-
mönnum og er þetta nánast sama
lið og varð Evrópumeistari U18
fyrir tveimur árum síðan. Ísland
hlýtur því að teljast meðal sigur-
stranglegustu liða mótsins. Tveir
leikmenn hópsins eru á mála hjá
þýskum liðum, Arnór Atlason hjá
Magdeburg og Ásgeir Örn Hall-
grímssson hjá Lemgo.
„Þetta lítur allt saman vel út.
Hugurinn leitar alla leið, vænting-
arnar til okkar eru miklar en við
getum alveg tekið því. Við vitum
það alveg sjálfir hvað við getum,“
sagði Björgvin Páll Gústavsson
markvörður landliðsins en hann er
nýgenginn til liðs við ÍBV.
Landsliðsþjálfarinn Viggó Sig-
urðsson hefur verið mikið í frétt-
um að undanförnu vegna nei-
kvæðra hluta en Björgvin segir
það ekki hafa nein áhrif á hópinn.
„Hann er einn af betri þjálfurum
sem ég hef haft, ef ekki sá besti.
Hann er frábær og svo er ekki
slæmt að hafa Begga með honum,
hann hefur kennt mér ansi mikið,“
sagði Björgvin.
Ásgeir Örn tekur í sama streng.
„Við blöndum okkur ekkert inn í
það sem hann gerir og okkur kem-
ur þetta ekkert við. Við eigum að
einbeita okkur að því að spila
handbolta og það ætlum við að
gera,“ sagði Ásgeir Örn.
elvar@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
10 11 12 13 14 15 16
Sunnudagur
MAÍ
■ ■ LEIKIR
14.00 Fjölnir og Völsungur mætast
í Grafarvogsvelli í 1. deild karla.
■ ■ SJÓNVARP
10.45 Strandblak á Sýn.
11.45 US PGA meistaramótið í
golfi á Sýn.
14.45 Toyota mótaröðin í golfi á
Sýn.
Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Brent-
ford City og íslenska U-21 landsliðsins í
knattspyrnu, meiddist illa í sínum öðr-
um leik með félagi sínu og mun líklega
ekki leika meira með liði sínu á tímabil-
inu. Eftir að hafa komið til Brentford frá
Arsenal, hefur Ólafur Ingi æft vel með
nýja félagi sínu og hafði fundið sig vel
sem varnarsinnaður miðjumaður. Ólafur
sleit krossbönd og skaddaði liðþófa og
liðbönd að auki. „Þetta eru skelfilegar
fréttir fyrir mig. Ég er nýbúinn að skrifa
undir samning og var að hefja nýtt
tímabil. Ég vonaðist til þess að standa
mig vel hérna og ég veit að knatt-
spyrnustjórinn hafði trú á mér.“
Þrátt fyrir þessar leiðindafréttir er Ólafur
ekki á því að gefast upp, heldur ætlar
að koma sterkari til baka. „Ég og
kærasta mín fórum á fund með knatt-
spyrnustjóranum þar sem við ræddum
málin. Hann var auðvitað vonsvikinn
eins ég, en hann sagði mér að sýna
styrk minn og nota þetta áfall til þess
að byggja mig upp andlega og líkam-
lega, og koma að krafti til baka. Mér
þótti vænt um að heyra þetta og ætla
mér að fara að ráðum hans.“
Martin Allen sagði í vikulegum pistli sín-
um á heimasíðu Brentford að áfall eins
og þetta, myndi styrkja leikmann eins
og Ólaf í framtíðinni. „Það var hrikalegt
að fá niðustöðuna úr rannsókn lækn-
ana. Ólafur styrkti lið okkar mikið og
hefði klárlega gert það til framtíðar litið.
En ég sagði honum að þetta væri ekk-
ert meira en bara hnémeiðsli. Hann er
enn þá ungur og hraustur strákur. Góðir
leikmenn geta sigrast á hindrunum eins
og þessum og Ólafur á örugglega eftir
að gera það. Það er al-
veg ljóst að það kem-
ur ekkert annað til
greina heldur en
mikil vinna og þol-
inmæði og ég veit
eftir að hafa rætt
við Ólaf, að hann
er tibúinn til þess
að leggja mikið á
sig.“
ÓLAFUR INGI SKÚLASON: MEIDDIST ILLA Í SÍNUM ÖÐRUM LEIK FYRIR BRENTFORD
Tímabilinu loki› hjá Ólafi Inga Skúlasyni
Boltinn er byrjaðu
r – en þú?
Tippaðu á næsta sölustað eða á 1x2.is fyrir kl 13 í dag – aðeins 10 kónur röðin!
LEIKIR GÆRDAGSINS
1. deild karla:
KS–KA 0–5
Pálmi Rafn Pálmason 3, Jóhann Þórhalls-
son, Hreinn Hringsson.
ÞÓR–HAUKAR 2–0
Þórður Halldórsson, Hlynur Birgisson, víti.
HK–VÍKINGUR 0–0
Leikinn í gærkvöldi dæmdi norski
dómarinn Ken Henry Johnson en það
gerði hann vegna samstarfs norrænna
knattspyrnusambanda um dómgæslu
sem er nýhafið og stendur yfir í eitt ár.
STAÐAN:
BREIÐABLIK14 12 2 0 26–8 38
VÍKINGUR 14 8 5 1 31–7 29
KA 14 8 3 3 31–12 27
HK 14 3 7 4 12–13 16
HAUKAR 14 4 3 7 16–19 15
ÞÓR 14 4 3 7 18–29 15
VÍKINGUR Ó.14 4 3 7 11–27 15
VÖLSUNGUR13 3 3 7 12–18 12
FJÖLNIR 13 4 0 9 19–28 12
KS 14 2 5 7 11–26 11
14.55 Mótorkross á Sýn.
15.30 HM í frjálsum íþróttum á
RÚV.
15.45 Mótorsport 2005 á Sýn.
16.15 Motorworld á Sýn.
16.45 World Supercross á Sýn.
18.05 US PGA Mótaröðin í golfi á
Sýn.
18.30 US PGA Championship á
Sýn.
23.00 Real Betis – Barcelona á
Sýn.
00.40 Hnefaleikar á Sýn.
Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum:
FRJÁLSAR Yelena Isinbayeva frá
Rússlandi varð heimsmeistari í
stangarstökki og setti enn og
aftur heimsmet þegar hún
vippaði sér yfir fimm metra og
einn sentímetra á HM í frjálsum
íþróttum sem fram fer í
Helskinki. Þetta er í 18. sinn sem
Isinbayeva setur heimsmet, en
hún sigraði með miklum yfir-
burðum í greininni að þessu
sinni. Önnur varð Monika Pyrek
frá Póllandi sem stökk 4,60 metra
en Þórey Edda Elísdóttir komst
sem kunnugt er ekki í gegnum
niðurskurðinn.
Annars var árangurinn sem
náðist á HM í gær líklega sá besti
síðan að mótið hófst í byrjun
vikunnar. Jeremy Warner frá
Bandaríkjunum sigraði í 400
metra hlaupi karla á 7. besta tíma
frá upphafi, 43,93 sekúndum og
þá náði Olga Kuzenkova frá
Rússlandi að tryggja sér sigur í
sleggjukasti kvenna með lengsta
kasti ársins, 75,10 metra.
- vig
Isinbayeva me› heimsmet
GRÍÐARSTERKUR HÓPUR U-21 árs liðið er mjög
öflugt og byggt á sama kjarna leikmanna og
varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum.