Fréttablaðið - 21.04.2006, Page 30

Fréttablaðið - 21.04.2006, Page 30
[ ] Skeifunni 11d - 108 Reykjavík Reykjavíkurvegur 64 220 Hafnarfir›i www.aman.is VERSLUN VÍNGERÐARMANNSINS ÓDÝR KOSTUR EF HALDA Á VEISLUR HÁGÆÐA VÍNGERÐAREFNI EINFALT, ÓDÝRT ÁHUGAMÁL Ver› fyrir einrétta Ver› fyrir flrírétta Okkar róma›a humarsúpa 990 Steiktur skötuselur 3.390 4.390 me› hvítvínssósu Kjúklingabringa 2.950 3.890 ,,a la Italiana“ Lambafillet 3.390 4.390 me› sherrybættri sveppasósu Nautalundir me› Chateubriandsósu 3.700 4.690 Súkkula›ifrau› 790 Einnig úrval annarra rétta á ,,a la Cartse›li“ ~ ~ ~ ~ ~ Þriggja rétta matseðill Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27-29 Borðapantanir í síma 562 1988 • Madonna síðan 1987 • www.madonna.is Fá›u hrós hjá fjölskyldunni! Allir kannast vel við hið venju- lega hálfs lítra bjórglas sem selt er í þúsundatali á hverri helgi á börum landsins. Bjór- menningin er þó mun viðameiri og fylgir hverri bjórtegund sérstakt lag á glasi. Bjórtegundir í heiminum eru gríð- arlega margar og varla fyrir nokkurn mann að þekkja þær allar. Sannkölluð bjórmenning ríkir í mörgum löndum þar sem ekki er sama bjór og bjór. Fyrir þá sem þekkja til bjórs skiptir miklu máli að drekka úr glasi með rétta laginu, rétt eins og vínfrömuðir sem ekki gætu hugsað sér að drekka rauðvín úr hvítvínsglasi. Stór hluti þeirra Íslendinga sem drekka bjór kaupir yfirleitt bjór úr krana í hefðbundnu bjór- glasi, að sögn Þrastar Jónssonar á Kaffibrennslunni. Þó segir hann alltaf að færast í aukana að við- skiptavinir prófi nýjar tegundir. „Kúnnarnir á Kaffibrennslunni er opnir fyrir því og segja síðan skoðun sína á bjórnum,“ segir Þröstur en á Kaffibrennslunni eru í boði ótölulegar tegundir bjórs. „Hjá framleiðendunum er það algert frumskilyrði að bjórinn sé borinn fram í þeirra eigin bjór- glösum,“ segir Þröstur og bætir við að þeir segi það skipta miklu máli varðandi bragð bjórsins, lykt, froðu og útlit. „Svo er þetta auðvitað auglýsing í leiðinni.“ Áður fyrr voru bjórglös aðeins könnur með haldi en fagurfræðin komst í spilið og nú er bjórinn bor- inn fram í ýmsum glösum, allt frá stóru og löngu glösunum sem fylgja Erdinger-hveitibjórnum niður í kvenleg bjórglös á fæti. Þröstur telur að konur kunni til að mynda betur við að drekka úr fín- legu glasi á fæti en stórri krús með haldi. Hið hefðbundna glas sem allir Íslendingar þekkja. Þrátt fyrir nýjungagirni margra bjór- unnenda eru flestir bjórlítrar reiddir fram í slíku glasi á Íslandi. Hveitibjórinn Erdinger er ávallt framreiddur í háu stundaglasalöguðu glasi sem rúmar akkúrat það magn sem er í einni flösku. Þröstur Jónsson á Kaffibrennslunni býður upp á fjölda bjórtegunda sem flestum fylgir eigið glas. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Lögunin skiptir máli Sumum konum finnst flottara að drekka bjór úr glasi á fæti, enda heldur ókvenlegt að svolgra bjór úr könnu með haldi. Orval er bjór sem bruggaður er af munkareglu í Belgíu. Duvel-bjórinn freyðir mikið en með lögun glassins er reynt að hemja froðumagnið. Maltbjórinn Guinness þekkja margir. Fæstir myndu vilja fá hann afgreiddan í nokkru öðru en Guinness-glasi. Belgíski Leffe-bjórinn er reiddur fram í fín- legu glasi sem minnir helst á hvítvínsglas. Bakaðu köku og komdu vinum og vandamönnum á óvart.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.