Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.04.2006, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 21.04.2006, Qupperneq 61
Leikstjórarnir Ken Loach, Sofia Coppola og Pedro Almodovar eru í hópi þeirra sem keppa um hinn eft- irsótta gullpálma á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes í maí. Loach er til- nefndur fyrir mynd sína The Wind That Shakes the Barley en þetta er í áttunda sinn sem Loach er tilnefd- nur til gullpálmans þó hann hafi aldrei fallið honum í skaut. Almodovár mætir til leiks með myndina Volver með Penelope Cruz í aðalhltverki en Coppola gerir atlögu að pálmanum með Marie- Antoinette. Bandaríski leikstjórinn Richard Linklater er tilnefndur fyrir mynd sem hann byggir á bók- inni Fast Food Nation og ítalska myndin Il Caimano, eftri Nanni Moretti, blandar sér einnig í slaginn en myndin er háðsádeila á Silvio Berlusconi, fráfarandi forsætisráð- herra Ítalíu. Myndin United 93, sem endur- segir lokastundirnar í lífi farþega einnar flugvélarinnar sem notuð var í árásunum þann 11. September 2001 verður sýnd utan keppni og sömu sögu er að segja um sumars- mellinn X-Men 3: The Last Stand. Kvikmyndahátíðin í Cannes hefst þann 17. júní með frumsýn- ingu á The Da Vinci Code. Sam- kvæmt venju er gert ráð fyrir mikl- um stjörnufans í Cannes og það þykir næsta víst að Tom Cruise, Bruce Willis, Hugh Jackman og Kirsten Dunst munu spóka sig á hátíinni í ár. ■ Poppstjarnan Michael Jackson vinnur nú að nýrri plötu sem áætl- að er að komi út á næsta ári. Jack- son skrifaði undir samning við nýjan útgefanda, 2 Seas Records sem mun gefa plötuna út og segist Jackson vera ánægður með það að vera kominn í hljóðver á ný. Popp- goðið hefur átt í miklum fjárhags- vanda síðan hann stóð í miklum réttarhöldum þar sem hann var sakaður um barnaníðingshátt. Í síðasta mánuði varð hann að loka Neverland búgarðinum í Kaliforn- íu og segja upp starfsfólki til þess að geta greitt kostnað vegna rétt- arhaldanna en búgarðurinn er sannkallað ævintýraland. Nýji plötusamningurinn mun svo líklega gefa Jackson ein- hverjar tekjur en eins og áður sagði þá á plat- an reyndar ekki að koma út fyrr en í lok næsta árs svo aðdáendur hans þurfa að sýna þolin- mæði. Michael Jackson með plötu í vinnslu Loach og Coppola til- nefnd til Gullpálmans SOFIA COPPOLA Etur kappi við gamla jaxla í bransanum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. FRÉTTIR AF FÓLKI Poppsöngvarinn og leikarinn Nick Lachey telur ekki útilokað að Jess- ica Simpson, leikkona og fyrrverandi eiginkona hans, hafi verið í tygjum við aðra menn þegar þau voru saman. Hann óskar þess meira að segja að hann hefði komið að henni í rúminu með öðrum manni á sínum tíma, því þá þyrfti hann ekki að glíma við óvissuna og það hefði gert skilnað þeirra endanlegri. Parið skildi fyrir fimm mánuðum en í viðtali við tímaritið Rolling Stone segist Lachey enn reyna að átta sig á hvers vegna sam- bandið brást. Popparinn segist líka ekki hafa vitað að úti væri um hjónabandið fyrr en Jessica tilkynnti honum ákvörðun sína. Breska slúðurblaðið The Sun hefur beðið leikkonuna Teri Hatcher afsökunar fyrir að birta frétt þess efnis að hún hefði sérstakan húsbíl á bílastæðinu heima hjá sér og notaði hann til að stunda kynlíf til þess að trufla ekki dóttur sína. Fram kemur í The Sun í gær að blaðið hefði birt fréttina í góðri trú, en við athugun hafi komið í ljós að hún væri hreinn uppspuni og er Hatcher beðin afsökunar á ónæðinu sem fréttin kann að hafa valdið henni. Í desember fékk leikkonan háar bætur frá slúðurblaðinu Daily sport fyrir að birta sömu frétt. Fyrrum ástkona Ang-elinu Jolie kveðst hafa litla trú á að samband leikkonunn- ar við Brad Pitt muni endast lengi, því Jolie hafi ekki fengið nóg af konum. Jenny Shimizu og Jolie voru elskendur árið 1996. „Ég var fyrsta konan sem hún var með og þótt hún sé að fara eignast barn með Brad, efast ég um að þær verði ekki fleiri. Hún elskar konur of mikið.“ Shimizu segist hafa verið yfir sig ástfangin af Jolie á sínum tíma. Hún á nú í sambandi við bresku sjónvarpskonuna Rebeccu Loos sem var mikið í fréttum um árið þegar hún hélt því fram að hún hefði átt í ástarsambandi við David Beckham.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.