Fréttablaðið - 21.04.2006, Síða 65

Fréttablaðið - 21.04.2006, Síða 65
FÖSTUDAGUR 21. apríl 2006 49 GOLF Besti kylfingur heims, Tiger Woods, hefur tekið sér ótímabund- ið frí frá íþróttinni svo hann geti eytt tíma með föður sínum, Earl Woods, sem virðist vera að heyja sína lokabaráttu við krabbamein og er honum ekki hugað líf mikið lengur. Tiger hefur engu að síður staðfest að hann muni taka þátt á opna bandaríska meistaramótinu, US Open, sem fram fer í júní. „Það er allt upp í loft heima hjá mér þannig að ég veit ekki nákvæmlega hvað gerist. Faðir minn berst áfram og er ekki búinn að gefast upp enda mikill baráttu- jaxl og í raun er hann gangandi kraftaverk,“ sagði Tiger sem er staddur í Nýja-Sjálandi til að vera viðstaddur brúðkaup kylfusveins síns, Steve Williams. Woods mun væntanlega ekki taka þátt í US Open án undirbún- ings og því spurning hvenær hann mætir næst á völlinn en US Open hefst 15. júní. Tiger hefur unnið tíu risamót á ferlinum og mun eltast við ellefta titilinn í júní en það mót mun eflaust falla í skuggann af HM. - hbg Tiger Woods tekur sér ótímabundið frí frá golfinu: Dvelur hjá dauðvona föður sínum NÁNIR FEÐGAR Tiger og faðir hans Earl hafa ávallt verið mjög nánir. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Frakkinn Robert Pires hjá Arsenal greindi frá því eftir fyrri leik Arsenal og Villarreal í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu að hann væri búinn að fá tveggja ára samningstilboð frá spænska félaginu. Pires, sem er 32 ára, er samn- ingslaus í sumar og viðræður við Arsenal hafa gengið illa þar sem enska félagið hefur aðeins viljað bjóða honum eins árs samning. „Villarreal er til í að bjóða mér tveggja ára samning,“ sagði Pires við spænska blaðið AS. „Það sem skiptir mestu nú er að koma Ars- enal í úrslit meistaradeildarinnar. Ef þess verður þörf mun ég tala við forráðamenn Villarreal í kjöl- farið.“ - hbg Robert Pires opnar sig: Með tilboð frá Villarreal ROBERT PIRES Hugsanlega að leika sitt síðasta tímabil með Arsenal. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Paul Scholes, miðjumað- ur Man. Utd, hefur sett stefnuna á að spila með Manchester United á næstu leiktíð þó hann eigi við sjón- vandamál að stríða. Scholes á það til að sjá allt í móðu án nokkurs fyrirvara og það segir sig sjálft að erfitt er að leika knattspyrnu við slíkar aðstæður. Hann hefur ekkert leikið síðan í desember er hann var loks greindur en þessi sjúkdómur er mjög sjaldgæfur. „Ég er bara að hugsa um tímabil. Ég er búinn að hvíla í fjóra mánuði og ég veit ekki hvort ég verði fullkomlega góður af þessu en ég ætti að vera klár í slaginn í byrjun næsta tímabils,“ sagði Scholes. - hbg Paul Scholes: Horfir til næstu leiktíðar PAUL SCHOLES Er með sjaldgæfan augn- sjúkdóm. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HLAUP Fræknasti hjólreiðamaður sögunnar, Bandaríkjamaðurinn Lance Armstrong, hefur sett stefnuna á að hlaupa New York- maraþonið sem fram fer 5. nóv- ember næstkomandi. Armstrong læsti hjólið inni í skúr eftir að hafa unnið Tour de France sjö ár í röð, en það hefur engum öðrum tekist, og er nú til í nýjar áskoranir. „Ég hef verið að æfa en ekkert alvarlega,“ sagði hinn þindarlausi Armstrong sem sigraði Tour de France-keppnirnar eftir að hafa sigrað í baráttunni við krabba- mein en hann fékk krabbamein í eistun. „Ég er bara að æfa til þess að fylla upp í tómarúm í lífi mínu eftir að ég hætti að keppa.“ - hbg Lance Armstrong: Með í NY maraþoninu?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.