Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 12
12 22. maí 2006 MÁNUDAGUR Breytt útgáfa íslenskra vegabréfa Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Á morgun, 23. maí, verða breytingar á íslenskum vegabréfum, umsóknum og afhendingu þeirra. Engin gild vegabréf falla úr gildi þótt farið verði að framleiða nýja gerð vegabréfa. Frekari upplýsingar má finna á www.vegabref.is Afgreiðsla vegabréfa í Reykjavík verður framvegis hjá Lögreglunni í Reykjavík, Borgartúni 7b, en ekki hjá Útlendingastofnun. Sýslumenn utan Reykjavíkur og Lögreglan í Reykjavík taka við umsóknum um vegabréf. Umsækjendur eru ekki bundir af því að skila umsókn í sama umdæmi og lögheimili þeirra er. Myndataka fyrir vegabréfaumsókn telst til öryggisatriða nýju vegabréfanna og fer hún því fram á sama á stað og á sama tíma og sótt er um og fylgir því ekki aukakostnaður. Koma má með eigin myndir á rafrænu formi. Verð vegabréfa helst óbreytt. GENF, AP Meira en helmingur yfir- borðs jarðarinnar telst til alþjóð- legra hafsvæða, en samt sem áður hunsa margar ríkisstjórnir eftirlit með þeim og fylgjast ekkert með sívaxandi veiði þar, hvorki lög- legri né sjóræningjaveiði, að sögn Simon Cripps, yfirmanns sjávar- deildar náttúruverndarsamtak- anna World Wildlife Fund, WWF. „Ef þessum málum er ekki sinnt núna munið þið ekki hafa lífsviðurværi, þið munið ekki hafa fiskstofna,“ sagði Cripps á föstu- dag í tilefni útgáfu nýrrar skýrslu um ofveiði. „Þið getið séð þetta nú þegar í úrvali fisks í verslunum ykkar.“ Í síðustu skýrslu matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um ástand útgerðar í heiminum kom fram að ofveiði hefði færst mikið í aukana undan- farna áratugi, og hefði aukist úr um tíu prósentum um miðjan áttunda áratuginn upp í 25 prósent nú. Fjórðungur þeirra fiskstofna sem stofnunin fylgist með sætir nú annað hvort ofveiði eða hefur verið útrýmt. Þar að auki er nú veitt af helmingi fiskstofna úthaf- anna eins og þeir þola, sem þýðir að ef veiðin færist í aukana kom- ast þessir stofnar í útrýmingar- hættu. Talsmenn WWF segja að lausn- arinnar sé að leita í hertum regl- um um veiði á alþjóðlegum haf- svæðum og eftirfylgni þar með. Skýrsla WWF var birt fyrir fund í New York í Bandaríkjunum, þar sem ráðamenn ýmissa þjóða munu endurskoða samning SÞ um fiskstofna, sem ætlað er að stýra stærð stofnanna í úthöfum fjarri landhelgi einstakra landa. Lönd svo sem Ástralía, Bret- land og Kanada ættu að taka meiri ábyrgð, setja gott fordæmi og ýta á önnur lönd um að gera hið sama, að sögn Cripps. Einstaka milliríkjasamningar um verndun úthafanna gefast vel, svo sem við Suðurheimskautið. En annars staðar bregðast þeir. Sum þeirra landa sem skrifað hafa undir milliríkjasamning um fiskveiðar í Norður-Atlantshafinu hlíta ekki fiskveiðikvótum sínum, að sögn Cripps. Önnur lönd hafa ekki skrifað undir neins konar milliríkjasamkomulag og grafa því undan viðleitni landa sem sýna ábyrgð í úthafsveiðum. Sem dæmi tók Cripps hrun þorskstofnsins undan austur- strönd Kanada, sem leggur atvinnulíf meðfram ströndinni í rúst. Gerist þetta þrátt fyrir við- leitni Kanadamanna um að vernda þorskstofninn innan landhelgi þeirra. Þetta dæmi og fjölmörg önnur sýna að herða verður reglur og stöðva sjóræningjaveiðar, því ann- ars verður lítið eftir af fiski til að vernda, að sögn Cripps. smk@frettabladid.is Ofveiði útrýmir fiskstofnum heims Ríkisstjórnir heims verða að taka í taumana og stöðva ólöglegar togaraveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum, svo fiskstofnum verði ekki útrýmt. Þetta kom fram í skýrslu náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund á föstudag. TOGARAVEIÐAR Í síðustu skýrslu matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um ástand útgerðar í heiminum kom fram að ofveiði hefði færst mikið í aukana undanfarna áratugi. NORDICPHOTOS/AFP REYKJANESBÆR Flugstöð Leifs Eiríkssonar mun styrkja svo- nefndan Víkingaheim í Reykja- nesbæ um tíu milljónir á fimm ára tímabili. Reykjanesbær og Íslend- ingur ehf. óskuðu í október eftir samstarfi við Flugstöðina um stofnun og rekstur safnsins og 25 milljóna króna hlutafjárframlagi, en því hafnaði Flugstöðin. Í bréfi Flugstöðvarinnar frá því í janúar segir að beiðninni hafi verið hafnað vegna þess að um áhættusama fjárfestingu væri að ræða. Flugstöðin mun hins vegar styrkja verkefnið í formi beinnar styrkveitingar sem nemur einni milljón á ári í fimm ár og þar að auki með kynningu í Flugstöðinni sem ráðgert er að muni kosta um milljón á ári í fimm ár. Víkingaheimar munu saman- standa af sýningarhúsi víkinga- skipsins Íslendings og safns með ýmsum munum tengdum víking- um. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa veitt fjármunum í verkefn- ið. - sh Víkingaheimar í Reykjanesbæ hljóta styrk: Flugstöðin veitir tíu milljónir VÍKINGASKIP ÍSLENDINGUR Vikingaskip- inu var siglt frá Íslandi til Bandaríkjanna árið 2000. Siglingin tók alls fjóra mánuði. Skiptið lét úr höfn 17. júní og kom til New York í október. FUGL Í HREIÐRI Það væsir ekki um þennan fugl í hreiðrinu sem hann hefur gert sér í ljósastaur á götu í Nýju-Delí á Indlandi, þó að mennskir íbúar borgarinnar hafi kvartað undan rafmagnsleysi þar í lok vikunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AKRANES Fyrsta skóflustungan að nýrri verslunarmiðstöð á Akra- nesi við Þjóðbraut var tekin síð- astliðinn föstudag. Jóhannes Jóns- son kenndur við Bónus hélt um skófluskaftið við þetta tilefni enda fer stærstur hluti byggingarinnar undir Bónusverslun í vesturenda. Í austurenda hennar verða sér- verslanir sem allar hafa sameigin- legt aðgengi úr miðkjarna versl- unarmiðstöðvarinnar. Að auki verður á lóðinni bens- ín- og olíuafgreiðslustöð Orkunn- ar. Byggingin verður 2.200 fer- metrar að flatarmáli en Sveinbjörn Sigurðsson ehf. er eigandi hús- næðisins. Stefnt er að því að hefja jarðvinnu á næstu dögum en opna á húsið fyrir hvítasunnuhelgi árið 2007. - sgi Verslunarmiðstöð á Akranesi: Stærstur hluti Bónusverslun NÝ VERSLUNARMIÐSTÖÐ Byggingin verður 2.200 fermetrar að flatarmáli. DÓMSMÁL Fyrirtækið KB líftrygg- ing var sýknað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum sambýlis- konu manns er fékk ekki greidda líftryggingu eftir lát sambýlis- mannsins þar eð hann gaf upp rangar upplýsingar. Voru hjónaleysin með sameigin- lega líftryggingu og nutu lágra iðgjalda þar sem hvorugt hafði sagst þjást af neinum sjúkdómi þegar tryggingin var tekin. Síðar kom í ljós að hinn látni hafði verið með kransæðasjúkdóm um alllang- an tíma en ekki getið þess er trygg- ingin var tekin. Var því rúmlega ellefu milljóna króna kröfu sam- býliskonu mannsins hafnað. - aöe Fékk ekki greidda líftryggingu: Gaf rangar upplýsingar RÓM, AP Massimo D‘Alema, nýskip- aður utanríkisráðherra Ítalíu, segir að Ítalir muni líkt og aðrar Evrópuþjóðir leggja sitt á vogar- skálarnar til að einangra Hamas- samtökin í Pal- estínu. Hann vill líka endurnýja vináttusamband- ið við Bandarík- in, þrátt fyrir ágreining vegna Íraksstríðsins. „Ríkisstjórn sem hafnar til- vistarrétti Ísra- elsríkis getur ekki tekið þátt í frið- arferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs,“ sagði D‘Alema í viðtali við ítalska dagblaðið L‘Un- ita, en vinstrimenn á Ítalíu hafa lengi haft samúð með málstað Pal- estínumanna. - bs Nýr utanríkisráðherra Ítala: Vill einangra rík- isstjórn Hamas MASSIMO D‘ ALEMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.