Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 28
22. maí 2006 MÁNUDAGUR
Nú er komið að þeirri árlegu
athöfn sólpallaeigenda að
leggjast á fjóra fætur og pússa
og pensla pallinn. Húsasmiðj-
an gaf sér tíma til að ráðleggja
lesendum hvernig best væri að
bera sig að.
Þegar kemur að viðhaldi palla láta
sumir nægja að lakka yfir pallinn
einu sinni á ári eða á nokkurra ára
fresti. Hins vegar mæla fagmenn-
irnir með að pússa pallinn og þrífa
vel áður en hafist er handa við að
lakka.
Sigurður Sveinsson hjá máln-
ingardeild Húsasmiðjunnar segir
ekki úr vegi að byrja viðhaldið á
að pússa pallinn upp. „Ef litur
hefur verið borinn á pallinn í mörg
ár verður hann dökkur. Þá er ekk-
ert verra að renna yfir pallinn
með pappír áður en hann er lakk-
aður,“ segir Sigurður. „Ég mæli
svo með því að þrífa pallinn með
Kraftvask. Efnið er þynnt út með
vatni, einn á móti tuttugu, og því
úðað eða penslað á pallinn. Svo er
pallurinn skrúbbaður vel og að
lokum er efnið skolað af með
háþrýstidælu. Þá tekur efnið allt
af pallinum.“ Sigurður bætir þó
við að fara eigi varlega með
háþrýstidæluna og passa að stút-
urinn fari ekki of nálægt viðnum
til að forðast skemmdir.
Þegar kemur að vali á viðar-
vörn þarf fólk að gera upp við sig
hvernig tegund það vill kaupa.
Hægt er að velja á milli mis-
sterkra lita og olían er einnig valin
eftir því hversu oft þarf að bera
hana á. „Hér í Húsasmiðjunni
erum við með tvær gerðir af palla-
efnum. Önnur þeirra endist í þrjú
ár, og er pensluð á en ekki rúlluð,
en hin endist í eitt ár og er því
borin á á hverju ári. Kjósi fólk að
bera á einu sinni á ári mæli ég
með að fólk taki ljósa liti svo pall-
urinn verði ekki of dökkur eftir
margar yfirferðir. Margir bera
eins árs olíuna á að vori og svo
aftur að hausti. Það getur vissu-
lega verið gott en það ætti að duga
að mála eingöngu að vori.“
Sigurður segir fólk heldur
kjósa olíuna sem endist í þrjú ár.
Olían, sem kallast Trebitt Terrace-
beis, er ný olía sem hefur verið til
sölu hjá Húsasmiðjunni í um tvö
ár. „Það hefur orðið mikil aukning
í sölu á þessari olíu enda er hún
góð og það fer betur með viðinn
að lakka aðeins á þriggja ára
fresti.“
Pallinum haldið við
Fagmenn Húsasmiðjunnar mæla með að þrífa pallinn með Kraftvax áður en hann er
lakkaður.
Hægt er að fá pallaolíu í missterkum litum með mismunandi endingartíma.
Gott er að pússa upp pallinn áður en hann
er lakkaður ef pallurinn er orðinn dökkur.
www.svefn.is
Mjög vönduð finnsk heilsárshús(sumarhús) og íbúðarhús
úr hágæðafuru frá Lapplandi. Margar gerðir húsa – hagstætt verð.
G. Pálsson ehf. S: 462-2272/896-0423 ghalldor@simnet.is
S: 544 5700 * www.polyhudun.is
Smiðjuvegi 1 * 200 Kópavogur
Pólýhúðun á alla málma
Langsterkasta lakkhúð
sem völ er á
Það getur verið að sumum þyki gaman
að pensla en hinir lát okkur PÓLÝHÚÐA
og þurfa svo ALDREI að pensla
Teppahreinsun
stigahúsa
Djúphreinsum
teppi á
stigahúsum
stigaganga.
Þetta er hin
eina sanna
djúphreinsun.
Sogkraftur
vélarinnar okkar er 5 faldur
á við venjulegar vélar.
Þurrktíminn er aðeins 1-3 tímar
SKÚFUR TEPPAHREINSUN
Kleppsvegi 150. • 104 Rvk
Sími 568-8813 • GSM 663-0553
www.teppahreinsun.com
534 1300
w w w . g l u g g a l a u s n i r . i s
Hafðu samband
og við komum
heim til þín
Vandað, einfalt og ódýrt
Þil ehf. Byggingafélag
Húsbyggingar
Getum bætt við okkur uppsteypuverkefnum.
Nýleg mót og lipur krani
Upplýsingar í síma 899 3322
Ritstjóri
Auður I. Ottesen
2
VIÐ RÆKTUM
Lauftré
á Íslandi
Handhægur leiðarvís
ir fyrir ræktendur
2
V
IÐ
R
Æ
K
TU
M
Lauftré á Ísland
i
Sum
arhúsið
o
g
g
arð
urinn ehf
Hún er komin!
Önnur bókin
í bókaflokknum
„Við ræktum“
er komin út.
Tryggðu þér
eintak í næstu
bókabúð
eða í áskrift
í síma 586 8005
Sumarhúsið og garðurinn ehf,
Síðumúla 15, 108 Reykjavík, www.rit.is