Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 56
 22. maí 2006 MÁNUDAGUR32 Fyrir neðan Elliðaárstíflu, meðfram Elliðaánun, liggur Rafstöðvarvegur. Við hann standa fjölmörg gömul hús sem á sínum tíma voru langt uppi í sveit. Rafstöðvarvegurinn er engu öðru líkur. Hann varð til er Ell- iðaárstíflan reis og rafstöðvar- húsið var byggt neðar í dalnum. Sveit í borg, tímalaus bær. Það sem eitt sinn var útnári borgar- innar er nú athvarf frá þéttriðnu neti raðhúsa úthverfisins sem liggur allt í kring. Fyrir ofan veginn, í hlíðum Ártúnsins, horfir gamli Árbær- inn yfir byggðina. Hann og Raf- stöðvarvegurinn minna okkur á horfna tíma. Timburhús sem búa yfir ótal sögum. Varla sést í næsta hús fyrir trjágróðri og stemningin er óneitanlega skand- inavísk. Hérna hafa einhvern tímann börnin sem vel gátu átt heima í Ólátagarði hlaupið um og framið prakkarastrik og upplifað ævin- týri barnæskunnar. Lína lang- sokkur í húsi nr. 1 tók á móti frambjóðendum sem vildu með öllum ráðum fá stuðning hennar og styrk, og niðri við Elliðaárnar hefur svo sjálf Ronja Ræningja- dóttir setið með Birki Borkasyni og veitt lax, enda löngu komið vor. Héðan vill enginn flytja. Þegar ljósmyndarinn spígsporaði um götuna og tók myndir af öllu mögulegu og ómögulegu kom að máli við hann kona sem spurði með bros á vör hvað hann væri að mynda. Þegar hann sagðist vera á vegum fasteignablaðs Fréttablaðsins kom meðaumkun- arsvipur á hana. „Því miður vinur minn,“ sagði konan og lagði hönd- ina á öxl hans. „Ég get ekki ímyndað mér að héðan vilji nokk- ur maður flytja.“ tryggvi@frettabladid.is Byggðin í Elliðaárdalnum Árbærinn gamli í sínu hásæti yfir Rafstöðvarvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stundum virðist tíminn standa í stað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Árbærinn er friðsæll staður í höfuðborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kisi malar í heimreiðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Er þetta Sjónarhóll, eða kannski Ólátagarður? FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Svæðið er einstaklega gróið og vel er hugsað um garðana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.