Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 18
 22. maí 2006 MÁNUDAGUR18 Frí sólgleraugu í þínum styrkleika (gler og umgjörð) ef þú kaupir gleraugu með styrleika hjá okkur. Gjáin, Kópavogi • JL-húsið, Hringbraut, Reykjavík • Apótekarinn, Akureyri SKIPULAGSMÁL Undirskriftasöfnun er hafin á meðal íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur. Tilgangur söfnun- arinnar er að fá svör frá skipu- lagsráði borgarinnar sem aðilar allra flokka sitja í, um skipulag á lóð á horni Bræðraborgarstíg og Hávallagötu. Á lóðinni er hús sem var byggt árið 1897 og stend- ur til að flytja í burtu eða rífa. Að sögn Irmu Erlingsdóttur, eins aðstandenda undirskriftasöfnun- arinnar, hafa íbúarnir áhyggjur af yfirbragði hverfisins en verk- taki keypti húsið fyrir nokkru. Spurningarnar til borgaryfir- valda snúast einkum um þann bílastæðavanda sem fyrir er og líklegt er að muni versna og hvort borgin hyggist á einhvern hátt bregðast við honum. Ástæða bíla- stæðavandans er einkum sú að ekki var gert ráð fyrir bílastæð- um við hús sem byggð voru á sjö- unda og áttunda áratugnum. Auk þess hefur hluti lóðarinnar sem nú hefur verið seld nýttur sem bílastæði fyrir íbúa svæðisins. Íbúarnir vilja einnig spyrja hvað borgaryfirvöldum finnist um flutning gamalla húsa úr mið- bænum og fellingu trjáa á lóð- inni. Íbúarnir vilja að sátt sé um þéttingu byggðar og hvort borgin vilji að þarna séu byggð ný hús og hversu stór slík hús eigi að vera. Ljóst er að ef fjölbýlishús rís mun umferð um hverfið aukast og fleiri verða um þau fáu bíla- stæði sem fyrir eru. Krafa íbú- anna er að skipulagsyfirvöld vandi vinnu sína og að sátt náist um þetta svæði. Aðstandendur undirskrifta- söfnunarinnar eru þau Haraldur Ólafsson, Irma Erlingsdóttir og Áshildur Haraldsdóttir og þegar hafa safnast rúmlega hundrað undirskriftir. Áætlað er að afhenda undirskriftirnar eftir helgi en spurningar íbúanna hafa þegar verið sendar yfirvöldum. gudrun@frettabladid.is Íbúar á móti nýbyggingu Þrír íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa hafið söfn- un undirskrifta sem þeir hyggjast afhenda borgar- yfirvöldum í vikunni. Vilja þeir svör við spurningum um skipulag á lóð sem nýlega var seld í hverfinu. VILJA SKÝR SVÖR Irma Erlingsdóttir og Áshildur Haraldsdóttir vilja skýr svör frá borgaryfir- völdum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR HÚSNÆÐISMÁL Stúdentaráð Háskóla Íslands vígði í gær stórt skilti á horni Sæmundargötu og Hring- brautar en á því stendur meðal annars: „Hér viljum við byggja stúdentagarða.“ Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdenta- ráðs, segir að tilgangur skiltisins sé að vekja athygli á of litlu fram- boði íbúða fyrir stúdenta. „Við erum að vekja athygli á því að sex hundruð stúdentar eru á biðlista eftir úthlutun íbúða á hverju ein- asta hausti. Eftirspurnin er í raun miklu meiri vegna þess að margir sækja ekki um því þeir eru vissir um að komast ekki að.“ Sigurður bendir jafnframt á að Félagsstofnun stúdenta hafi fjár- magn og vilja til þess að reisa fleiri stúdentaíbúðir, en lóðir vanti. „Stofnunin getur einungis boðið átta prósentum stúdenta íbúðir en í viðmiðunarlöndum okkar er hlut- fallið fimmtán prósent. Því þarf að tvöfalda fjölda íbúða.“ Undanfarnar vikur hafa Stúd- entaráðsliðar hitt allar fylkingar í framboði til borgarstjórnar og kynnt fyrir þeim sjónarmið ráðs- ins. „Flestir eru sammála um að bæta verði úr vandanum en við höfum þó enn ekki fengið nein lof- orð, ekki ennþá.“ segir formaður Stúdentaráðs. - sha Stúdentaráð Háskóla Íslands mótmælir: Tvöfalda þarf stúdentagarða SKILTI STÚDENTARÁÐS Hér vill SHÍ byggja stúdentagarða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL Íslensk erfðagrein- ing hlaut Umhverfisviðurkenn- ingu Reykjavíkurborgar sem var veitt við hátíðlega athöfn á föstu- daginn. Starfshópurinn sem fór yfir til- nefningar telur að Íslensk erfða- greining sýni gott fordæmi í umhverfismálum og sé til fyrir- myndar fyrir rannsóknarfyrir- tæki jafnt sem önnur fyrirtæki. Fram kemur að starfsmennirn- ir séu upplýstir um umhverfismál og fyrirtækið sýni frumkvæði við að draga úr neikvæðum umhverfis- áhrifum rekstrar síns. Gangi það að mörgu leyti lengra en lög og reglur geri ráð fyrir, meðal annars með mengunarvarnabúnaði á frá- rennsli. - sdg Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar: Íslensk erfðagreining fær umhverfisverðlaun VIÐURKENNINGIN AFHENT Árni Þór Sig- urðsson, formaður umhverfisráðs, afhenti Eiríki Sigurðssyni, kynningarstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, viðurkenninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FRAMKVÆMDIR Einingarnar í verk- smiðjuhús Íslenska kalkþörungafé- lagsins eru komnar til Bíldudalshafn- ar og verða settar upp á næstunni. Húsið verður 2.700 fermetrar en grunnurinn er að mestu tilbúinn. Einingarnar komu í vikunni ásamt vélum sem notaðar verða í verksmiðjunni með flutningaskip- inu Sunnu. Gert er ráð fyrir að verk- smiðjuhúsið verði tilbúið í haust. Að sögn Guðmundar Magnússonar verksmiðjustjóra hefur kalkþörung- urinn sem sendur hefur verið frá Bíldudal til Írlands reynst vel og bíða nú írsku eigendur verksmiðjun- ar óþreyjufullir eftir að vinna geti hafist í Arnarfirðinum. - jse Kalkþörungavinnsla: Verksmiðjan rís á Bíldudal BRETLAND Fimm ólöglegir inn- flytjendur, sem störfuðu sem ræstitæknar hjá breska innan- ríkisráðuneytinu, hafa verið handteknir. Þetta kemur fram á fréttasíðu BBC í gær. Mennirnir, sem eru frá Níger- íu, störfuðu hjá verktakafyrir- tæki sem sér um þrif á ráðuneyt- inu. Yfirmenn Techclean fara nú í saumana á því hvernig mönn- unum tókst að fá vinnu hjá fyrir- tækinu. Innanríkisráðherrann John Reid hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa sagst ekki hafa hugmynd um hversu margir ólöglegir inn- flytjendur væru í Bretlandi, en Tony McNulty innflytjendaráð- herra telur þá vera 310.000 til 570.000 talsins. - smk Ólöglegir innflytjendur: Þrifu breskt ráðuneyti KJARNORKAN ÖLL Úrelt kjarnorkuver í Oregon-ríki í Bandaríkjunum var rifið um helgina. Þar á meðal var þessi turn sprengdur og jafnaður við jörðu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.