Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 24
22. maí 2006 MÁNUDAGUR24
UMRÆÐAN
BORGARSTJÓRNAR-
KOSNINGAR
KJARTAN EGGERTSSON
FRAMBJÓÐANDI
Réttu tækin í þrifin
Nilfisk-ALTO háþrýstidælur á tilboðsverði
Bjarnþór Þorláksson
bílstjóri RV
Tilboðið gildir út maí 2006
eða meðan birgðir endast.
R
V
62
06
A
Nilfisk-ALTO C 100
Þrýstingur: 100 bör
Vatnsmagn: 440 l/klst.
6.888 kr.
Nilfisk-ALTO E 140 X-TRA
Þrýstingur: 140 bör
Vatnsmagn: 500 l/klst.
26.888 kr.
Nilfisk-ALTO P 150 X-TRA
Þrýstingur: 150 bör
Vatnsmagn: 610 l/klst.
48.888 kr.
Vort
ilboð
RV
Nilfis
k-AL
TO h
áþrýs
tidæ
lur
Í fljótu bragði virðist sveitarstjórn-
arkosningunum í vor ekki fylgja
jafnmikil sundrung og útlit var
fyrir eftir klofning R-listans. Allir
stjórnmálaflokkarnir nema Frjáls-
lyndir hafa loks sameinast um
nútímalegri miðbæ með því að
stefna að flutningi flugvallarins og
um leið að hagkvæmari og smekk-
legri nýtingu Vatnsmýrinnar.
Samfylkingin hefur gert ýmis-
legt gott í borginni og er fjölskyldu-
vænn flokkur eins og allir hinir
keppast um að vera um þessar
mundir þrátt fyrir hræðilegt skipu-
lagsklúður á Hringbraut og Mikla-
braut vegna þráhyggju sinnar að
byggja endalausar gatnaslaufur.
Trúlega mun flutningur flugvallar-
ins laga það klúður verulega og
kannski breyta því smám saman í
skipulega, fallega og umfram allt
heildræna og umhverfisvæna mið-
bæjarperlu með hjálp hins glæsi-
lega tónlistarhúss í hinum endan-
um, þökk sé einkum peningaöflunum
með Björgólfi í fararbroddi.
Á meðan Frjálslyndir vilja engu
breyta og spara borgarbúum bæði
kvölina sem á völina og alla millj-
arðana sem fara í breytingar (án
þess að nefna alla milljarðana sem
fara í að hrófla ekki við neinu)
boðar Framsókn nýjan vatna-
skemmtigarð á kostnað þeirra sem
hafa varla í sig og á og hlæja að
því. Örvænting þeirra getur ekki
verið táknrænni. Þeir ættu fremur
að beita sér fyrir skólaskyldu í
sjósundi, því ef einhverjir þekkja
sjóinn ættu það að vera sjálfir
kvótakóngarnir.
Þessu hafa stærstu flokkarnir
nefnilega enn eina ferðina gleymt í
öllum fegurðaraðgerðunum sem
þeir lofa kjósendum sínum nema
Frjálslyndir og kannski Vinstri
grænir sem ennþá vilja halda í
vinstri og hægri pólitík ásamt
Sjálfstæðisflokknum. Að minnsta
kosti sumir þeirra. Hinir hallast
inn á miðju stjórnmálanna eins og
langflestir í Framsókn og Samfylk-
ingu sem berjast í raun um sama
yfirráðasvæðið.
Á meðan valdaklíkan í Fram-
sókn afneitar þeim pólitísku breyt-
ingum sem í vændum eru, trúlega
með látum á næsta ári, hjálpar hún
flokknum að grafa sína eigin gröf.
Á hinum vængnum eru Vinstri
grænir ennþá stoltir af sérstöðu
sinni þó þeir séu sömuleiðis að
verða tímaskekkja, að minnsta
kosti að forminu til því þrátt fyrir
heilbrigða og glögga framtíðarsýn
vísar nafnið svolítið til kalda stríðs-
ins með nokkrum af sínum fyrr-
verandi flokksherfulltrúum innan-
búðar. Sjálfstæðisflokkurinn er
líka kominn í ógöngur og er enn í
sárum eftir Doddsson sem teygði
flokkinn of langt til hægri undir
það síðasta eftir annars frábæra
byrjun.
Samfylkingin er að festa sig í
sessi aftur eftir slysalegt brott-
hvarf Ingibjargar úr borgarstjórn.
Hún á örugglega eftir að koma
aftur með alefli inn í pólitíkina með
sínum óbilandi kjarki, þó margir
eigi ennþá bágt með að treysta
alveg flokki sem segir eitt í dag og
annað á morgun og kemur sér ekki
saman um skýra stefnu í nokkrum
grundvallarmálefnum líðandi
stundar, eins og í umhverfismál-
um. Eina lausnin á krísu ríkjandi
flokka væri ef hægt væri að taka
það besta úr hverjum flokki og búa
til úr því breiða fylkingu sem
markar skýra stefnu um hlutverk
Íslands í framtíðinni, jafnt innan-
lands sem á alþjóðlegum vettvangi,
fylkingu allra miðjuaflanna, sem
eru langstærstu öfl landsins, og
sameina þá um manneskjulega
stefnu sem allir Íslendingar geta
verið stoltir af: Stefnu sem byggist
fyrst og fremst á þeim gildum sem
gera okkur að einstakri þjóð, í
menningarlegu, umhverfislegu og
lýðræðislegu tilliti.
Ég skora á alla þá sem aðhyllast
þessi hófstilltu miðjuöfl að sýna og
sanna að hægt er að sameinast um
einn flokk sem hafinn er yfir allar
vinstri-hægri öfgar og hættir að
nota jafn úrelt hugtök sem hafa
ekki annað að markmiði lengur en
að rugla menn í ríminu í stað þess
að skapa grundvöll að nýrri hugs-
un í pólitík, allsherjarviðhorfs-
breytingu þjóðar sem hugsar með
hjartanu.
Sú hugsun myndi ryðja braut
smáþjóðar sem getur gegnt gríðar-
lega úrslitahlutverki í baráttunni
fyrir varanlegum gildum eins og
sakleysi, friði og menningu í við-
sjárverðum heimi áttavilltrar pen-
ingahyggju.
Miðjuöflin sameinist
í eina fylkingu
F-listinn, listi Frjálslynda flokks-
ins og óháðra hefur engin svikin
loforð á bakinu. Hann hefur ekki
haft völdin í borginni, en óskar
eftir að fá umboð kjósenda til þess.
Hér eru 10 ástæður sem hægt er
að nota til að kjósa F-listann í
sveitarstjórnarkosningunum 27.
maí.
1. F-listinn ætlar að auka afslátt
á fasteignagjöldum aldraðra,
þannig að hann falli niður hjá mikl-
um meirihluta gjaldenda. F-listinn
ætlar að bæta heimaþjónustu aldr-
aðra. Í raun hefur heimaþjónusta
aldraðra dregist saman undanfar-
in ár í tíð R-lista flokkanna.
2. F-listinn vill að flugvöllurinn
verði áfram þar sem hann er og
hafnar tillögum R-lista flokkanna
um að hann verði fluttur með til-
heyrandi kostnaði. Enn er nóg
pláss í nágrenni flugvallarins fyrir
nýjar byggingar Háskóla Íslands
og „hjónagarða“ stúdenta og dugir
í marga áratugi.
3. F-listinn ætlar að bjarga
gömlu húsunum við Laugaveginn
sem R-lista flokkarnir hafa ákveð-
ið að rífa.
4. F-listinn vill útrýma „færan-
legu skólastofunum“ af grunn-
skólalóðunum og byggja við skól-
ana í þágu bætts skólastarfs.
F-listinn hafnar kenningum R-lista
flokkanna um að „6 ára börnum sé
hollast að vera í þessum stofum á
meðan þau venjist grunnskólan-
um“.
5. F-listinn ætlar að afnema alla
mismunun í fjárveitingum borgar-
innar til íþróttaiðkunar og tónlist-
arnáms barna og unglinga. Auk
þess ætlar F-listinn að afnema ald-
urstakmörk tónlistarnema. Allar
hugmyndir um aukið samstarf
grunnskólans og annarra þeirra
aðila sem annast íþróttastarf, tón-
listarkennslu og tómstundastarf
barna og unglinga eru góðra gjalda
verðar en óframkvæmanlegar
meðan ekki hefur verið tekið á
þeirri mismunun sem R-lista
flokkarnir standa fyrir.
6. F-listinn vill að nýr meiri-
hluti hefji þegar í stað fram-
kvæmdir við að leggja stokka og
reisa mislæg gatnamót á stofn-
brautir þar sem umferðarhnútar
eru farnir að myndast á álagstím-
um. Víða stefnir í mikið óefni,
enda hefur bifreiðum fjölgað gríð-
arlega á undanförnum misserum.
F-listinn bendir á að mislæg gatna-
mót þurfi ekki að taka mikið pláss
eða líta út eins og listaverk.
7. F-listinn vill endurskipu-
leggja almenningssamgöngur með
það í huga að þjóna þeim sem mest
þurfa á þjónustu strætisvagna að
halda, en það eru börn, ungmenni,
aldraðir og öryrkjar. Komið verði
á fót hverfisvögnum sem fari um
alla hluta hvers hverfis og ekki út
úr hverfinu. Hraðvagnar aki milli
hverfa og eftir stofnbrautum.
Þjónusta hverfisvagnanna verði
gjaldfrjáls fyrir þessa þjóðfélag-
hópa.
8. F-listinn vill friða síðustu
ósnertu strendur borgarinnar.
Hann vill ekki að hróflað verði við
Árbæjarsafninu. F-listinn vill
styðja við íbúasamtök og gefa
þeim aukna aðkomu að skipulags-
og skólamálum.
9. F-listinn vill að farið verði að
tillögum íbúasamtaka Grafarvogs-
hverfis og íbúasamtakanna kring-
um Laugardal um að Sundabraut
verði lögð undir Kleppsvík og að
komið verði í veg fyrir að umferð-
in af brautinni flæði inn um íbúða-
hverfin sunnan Elliðavogs. F-list-
inn hefur bent á að meginþungi
umferðar af Sundabraut muni
liggja um gatnamót Reykjaness-
og Miklubrautar, en R-lista flokk-
arnir eru með einhverjar óskiljan-
legar hugmyndir um að umferðinni
þurfi að beina út á Laugarnes í átt
að Kringlumýrarbraut.
10. F-listinn telur raunhæft að
leikskólinn verði gjaldfrjáls. Þrátt
fyrir áherslur R-lista flokkanna í
leikskólamálum eru enn biðlistar
eftir leikskólaplássi og þeim vill
F-listinn byrja á að eyða.
Höfundur er í 6. sæti á lista
Frjálslynda og óháðra í Reykja-
vík.
Tíu ástæður til að kjósa F-listann
Stefna Framsóknarflokksins í
skóla-, íþrótta- og tómstundamál-
um er skynsamleg. Meginmark-
miðið með skólastarfi er undir
öllum kringumstæðum að ala upp
upplýsta, sjálfstæða og lífsglaða
einstaklinga sem geta unnið með
öðrum. Hafa kunnáttu til að afla
sér upplýsinga, leggja á þær sjálf-
stætt mat - og jafnframt vilja til
að bæta við sig þekkingu og færni
í samræmi við áhuga og getu.
Í dag eru grunnskólar Reykja-
víkur einsetnir og nemendum
gefst kostur á að fá heita máltíð í
skólunum. Slíkt er mikil framför
frá því sem áður var. Þegar form-
legum skóladegi lýkur eiga börn-
in allt sitt tómstundanám eftir,
sem minnir mig á þann tíma er
eldri börnin mín voru að alast upp.
Þá var grunnskólinn tvísetinn og
foreldrar sem unnu úti áttu ekki
aðra möguleika en að láta börnin
vera ein heima eftir að skóla lauk
á daginn. Þá var talað um lykla-
börn. Börnin mín lærðu á hljóð-
færi og stunduðu íþróttir eftir að
skóladegi lauk. Að loknum vinnu-
degi tók við keyrsla á íþróttaæf-
ingar eða í tónlistarskólann.
Þannig er staðan að miklu leyti
enn, en betur væri ef þetta tóm-
stundanám hefði boðist á skóla-
tíma.
Tómstundastarf við hæfi
Í stefnu Framsóknarflokksins í
skóla-, íþrótta- og tómstundamál-
um er lögð áhersla á að samþætta
hefðbundið skólanám og tóm-
stundir á skólatíma. Ég er sam-
mála þeirri áherslu. Það er einnig
mikilvægt að grunnskólar eigi
gott samstarf við aðra sem starfa
í viðkomandi skólahverfi; svo sem
íþróttafélög, kirkju, skátahreyf-
inguna, dansfélög og fleiri. Allir
eiga að fá tækifæri við hæfi til
þátttöku í tómstundastarfi við
hæfi.
Umræðan um einstaklingsmið-
að nám í grunnskólum Reykjavík-
ur hefur ekki verið hávær og
sumir tala jafnvel um hljóðláta
byltingu. Slíkt nám miðar að því
að innræta nemendum að taka
ábyrgð á eigin námi og að kenna
þeim að gera eigin námsáætlun
með aðstoð kennara og forráða-
manna. Slík þróun þarf að halda
áfram.
Til mikils að vinna
Á sínum tíma átti borgarfulltrúi
Framsóknarmanna, Sigrún Magnús-
dóttir, ásamt fleirum, drjúgan þátt
í að komið yrði á einsetningu í
grunnskólum Reykjavíkur, sem
við foreldrar og börnin okkar njót-
um góðs af í dag. Að haldið verði
áfram á sömu braut skiptir miklu
og að hin skýra fjölskyldustefna
framsóknarmanna hafi áhrif á
þróun menntamála í borginni. Þar
er til mikils að vinna.
Höfundur skipar 22. sætið á B-
listanum í Reykjavík.
Menntun er málið!
UMRÆÐAN
KOSNINGAR
KRISTÍN HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR
FRAMBJÓÐANDI
Umræðan um einstaklingsmið-
að nám í grunnskólum Reykja-
víkur hefur ekki verið hávær og
sumir tala jafnvel um hljóðláta
byltingu. Slíkt nám miðar að
því að innræta nemendum að
taka ábyrgð á eigin námi...
KJARTAN EGGERTSSON FRJÁLSLYNDA FLOKKNUM. SITUR Í ÚTVARPSRÁÐI SKÓLA-
STJÓRI TÓNSKÓLANSUMRÆÐAHAUSMYND - FORMATAMED 10P:UMRÆÐAN
borgarstjórnarkosningar
kjartan eggertsson
frambjóðandi
UMRÆÐAN
STUTT
HUGLEIÐING
BENEDIKT LAFLEUR
BÓKAÚTGEFANDI