Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 88
22. maí 2006 MÁNUDAGUR40
EINAR LOGI VIGNISSON GERIR UPP TÍMABILIÐ Á SPÁNI OG ÍTALÍU
Spánn í sigurvímu en Ítalía í sjokki
Það er heldur ólík stemningin þessa dagana í höfuðlöndum suðrænnar knattspyrnu,
Spáni og Ítalíu. Spánverjar fagna
því ákaft að spænsk lið hafi sigrað
í báðum Evrópukeppnunum á
meðan Ítalir naga neglurnar af
angist vegna hneykslismála sem
gætu haft hrikaleg áhrif á fjöl-
mörg lið. Nær allir knattspyrnu-
áhugamenn í löndunum fylgja
þessum skapsveiflum, ekki ein-
ungis aðdáendur þeirra liða sem í
hlut eiga. Þannig fer vellíðunar-
straumur um alla spænska, jafn-
vel aðdáendur Real Madrid, því
þessi góði árangur staðfestir stöðu
Primera Liga sem allra sterkustu
deildar í Evrópu enn eitt árið.
Spænska deildin hefur á þessum
fyrsta áratug nýrrar aldar tekið
þá stöðu sem ítalska deildin naut á
síðasta áratug. Ógæfu Ítalíu verð-
ur hins vegar allt að vopni, deildin
hefur ekki verið svipur hjá sjón
undanfarin ár og hneykslismálin
eru dropinn sem fyllir mælinn.
Botninum er náð og Ítalir verða að
horfa í augu við þá staðreynd að
eitthvað róttækt verður að gera.
Moggiopoli
Ítalir kalla skandalinn Moggi-
opoli, sett saman úr nafni Moggi
og Napólí þar sem rannsóknin
hófst. Fjölmiðlar eru fullir af
fréttum um málið á hverj-
um degi og birta langar
skýrslur úr dómsölum,
frá yfirheyrslum og
orðrétt símtöl sem voru
hleruð. Það er afskap-
lega erfitt að ná utan um
málið, það teygir anga sína
víða og margt er heldur smá-
smyglislegt. Harka færðist í
leikinn í vikunni, rannsóknar-
nefnd á vegum þingsins hefur
verið skipuð og fjármálalögreglan
réðst inn á heimili Moggi, Ibrahim-
ovic og Cannavaro. Það hversu
málið er víðfeðmt skapar yfirvöld-
um mikinn vanda. Hættan er sú að
svo margir séu flæktir í eitthvað
misjafnt að mönnum fallist hendur
og einhvers konar „þjóðarsátt“
verði um að dæma ekki liðin niður
um deild. Þannig er ljóst að
Juventus, Milan, Lazio og Fiorent-
ina verða ekki send niður öll á einu
bretti. Annað vandamál er for-
dæmið sem harðneskjuleg með-
ferðin á Genóa skapar. Genóa var
dæmt alla leið niður í Serie C og
auðvitað ætti Juventus að fá sömu
meðferð. Enginn talar þó um nema
Serie B því vitað er að lengra verð-
ur ekki gengið.
Nóg um hneyksli og að boltan-
um í vetur. Juventus hafði örugga
forystu allan veturinn eins og í
fyrra. Liðið hefur verið í fyrsta
sæti í heil tvö tímabil, eða 76 leiki,
og hefur Fabio Capello verið dug-
legur að benda á þessa staðreynd
og spyrja hvort menn trúi því
virkilega að liðið hafi þurft á
aðstoð dómara að halda við að ná
þessum frábæra árangri. Juve
lék stórvel í haust en átti
hrapallegan lokakafla og
AC Milan var farið að narta
í hælana á því. Enginn leik-
maður þessara liða skar-
aði fram úr, liðsheild
Juve var sterk og leik-
menn AC Milan voru
allir brokkgengir eins
og liðið í heild. Fior-
entina og Roma voru
skemmtilegustu liðin
og skörtuðu bestu leik-
mönnum ársins. Franc-
esco Totti reif sína menn
áfram í ellefu leikja sig-
urlotu áður en hann
meiddist og Luca Toni skoraði
fleiri mörk en nokkur hefur afrek-
að í meira en hálfa öld. Toni er af
flestum talinn leikmaður ársins og
er ég sammála því vali en ég hef
tekið saman lið ársins í suðrænu
deildunum og hafði til hliðsjónar
einkunnagjafir helstu dagblaða og
val þeirra sparkspekinga sem ég
hef mestar mætur á.
Leikmaður ársins: Luca Toni
Lið ársins: Peruzzi (Lazio), Canna-
varo (Juventus), Grosso (Paler-
mo), Zaccardo (Palermo), Kaladze
(Milan), De Rossi (Roma), Totti
(Roma), Emerson (Juventus), Del
Piero (Juve), Suazo (Cagliari), Toni
(Fiorentina).
Börsungar bestir
Ronaldinho var kóngurinn á
Spáni í vetur og er óumdeildur
leikmaður ársins. David Villa hjá
Valencia kom mest á óvart og var
markahæstur ásamt Samuel Eto‘o.
Osasuna var spútniklið vetrarins
og nældi sér í sæti í Meistaradeild-
inni á markamun á kostnað Sevilla
sem galt fyrir lélega byrjun leik-
tíðar. Sevilla huggaði sig við sigur
í Evrópukeppni félagsliða og hrak-
farir sveitunga sinna í Real Betis
sem brugðust liða mest. Börsung-
ar eru fyrirferðarmiklir í liði árs-
ins, enda með langbesta liðið. Taka
verður það bessaleyfi að bæta við
tólfta manninum, ofurvaramann-
inum Henke Larsson.
Leikmaður ársins: Ronaldinho.
Lið ársins: Pinto (Celta Vigo),
Alves (Sevilla), Puyol (Barca),
Marquez (Barca), Pernía (Getafe),
Riquelme (Villarreal), Senna
(Villarreal), Deco (Barca), Ronald-
inho (Barca), Villa (Valencia) og
Eto‘o (Barca).
Margrét K. Sverrisdóttir,
framkvæmdastjóri og
varaborgarfulltrúi
2 sæti
BORGARBÚAR ÞÖKKUM VAXANDI STUÐNING
Margréti í borgarstjórn!
Forgangsröðun til fólksins
Flugvöllinn áfram
Lifi Laugavegurinn
Betri strætó
Meira íbúalýðræði
Verndum náttúrna
Efl um þekkingariðnað
FÓTBOLTI Watford bættist í gær í
hóp Reading og Sheffield United
sem liðin sem unnu sér sæti í
ensku úrvalsdeildinni á næstu
leiktíð. Watford sigraði Leeds með
sannfærandi hætti á Þúsaldarvell-
inum í Cardiff í gær, 3-0, en flestir
eru á því að sjaldan hafi úrslitin
verið eins óvænt. Mörk frá Jay
DeMerit og Darius Henderson og
slysalegt sjálfsmark frá mark-
verðinum Neil Sullivan skildu á
milli liðanna í gær en Watford
mætti mun ákveðnarra til leiks og
átti sigurinn skilinn.
Watford var alls ekki spáð góðu
gengi í 1. deildinni í ár og gengu
sumir svo langt að spá liðinu falli
niður í 2. deild. Liðið missti tvo af
sínum bestu mönnum, Íslending-
ana Heiðar Helguson og Brynjar
Björn Gunnarsson, og fékk litla
spámenn í staðinn en þjálfarinn
Adrian Boothroyd vann krafta-
verk með þann hóp sem hann hafði
í höndunum og uppsker nú laun
erfiðsins.
„Við vorum mjög sigurvissir
enda sjálfstraustið í herbúðum
liðsins engu líkt. Boothroyd er
snillingur í að búa okkur undir
mikilvæga leiki og það skildi á
milli í dag,“ sagði Gavin Mahon,
leikmaður Watford, eftir leikinn.
Hinn árlegi úrslitaleikur um
laust sæti í úrvalsdeildinni er oft
nefndur stærsti og mikilvægasti
leikurinn í fótboltaheiminum
sökum þess gríðarlega fjárhags-
lega ávinnings sem felst í því að
spila í efstu deild í stað þeirrar
næstefstu í Englandi. Talið er að
Leeds hafi orðið af fjörutíu millj-
ónum punda með tapinu í gær, eða
um sex milljörðum króna.
„Þetta er ótrúlegt. Ég vissi allt-
af að þetta yrði okkar dagur. Ég
trúi varla að við höfum afrekað að
komast upp,“ sagði Boothroyd í
leikslok. - vig
Úrslitaleikurinn um sæti í ensku úrvalsdeildinni:
Öruggt hjá Watford
ÓTRÚLEGUR ÁRANGUR Watford var spáð falli úr 1. deildinni síðasta haust en liðið blés svo
sannarlega á allar hrakspár. Liðið spilar í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES