Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 23
Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík „Hjá Málningu hf. vita menn að það þarf rannsóknir, prófanir og þróunarvinnu til að framleiða bestu fáanlega útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Það er grunnurinn sem ég treysti á.“ Baldvin Már Frederiksen, málarameistari Jón Árni rannsóknarmaður Sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskt veðurfar Jón Bjarnason efnaverkfræðingur Baldvin Már Frederiksen málarameistari ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - M A L 32 66 3 0 5/ 20 06 Forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi óttast að Kópa- vogsbúar átti sig á, að með samningnum um uppkaup hest- húsa á svæði Gusts, er verið að ausa fjármunum úr bæjarsjóði. Braskarar fá hundruð milljóna í vasann í beinan hagnað - dálagleg verðlaun fyrir að veitast að blóm- legu starfi hestamanna í Gusti. Þeir óttast að bæjarbúar sjái að þrefalt markaðsverð á hesthúsun- um sem bærinn kaupir til sín sé allt of hátt. Það má byggja nýtt hesthús fyrir hluta þess verðs sem verið er að greiða fyrir hesthús á svæði Gusts. Þeir óttast að bæjar- búum þyki ekki eins sjálfsagt og þeim að seljendurnir geti fengið sér eins og einn Land Cruiser fyrir það sem eftir stendur þegar búið er að byggja nýtt hesthús. Þeir ótt- ast að bæjarbúum þyki ekki eðli- legt að bæjarstjórnarmaður, sem á beinna hagsmuna að gæta, sé að vasast í málinu, bullandi vanhæf- ur. Í ótta sínum reyna forystumenn Sjálfstæðisflokksins að beina augum fólks frá staðreyndum í málinu. Þeir reyna að réttlæta bruðlið með excel-útreikningum. Með tárin í augunum koma þeir fram hver á fætur öðrum og lýsa vanþóknun sinni á þeim sem benda á vanhæfi bæjarstjórans. Saka þá um að ráðast á eiginkonu hans og jafnvel alla fjölskyldu. Hver um annan þveran tala þeir um að Sam- fylkingin hafi snúist marga hringi í málinu en snúa um leið sannleik- anum á haus. Í blaðaviðtölum kalla þeir Flosa Eiríksson bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar ómerkilegan lygara þegar hann gagnrýnir þennan gjörning þeirra. Tilgang- urinn helgar meðalið. Persónuleg- ar svívirðingar og útúrsnúningar eru um þessar mundir viðtekin venja hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi. Á þeim bæ þykir sjálf- sagt að kalla þá sem gagnrýna verk þeirra aumingja, lygara og fólk sem á bágt. Þeir halda að þeir geti drepið niður gagnrýni með þessum hætti. Hvenær ætla þess- ir menn að ræða á málefnalegum nótum? Hvenær ætla forystumenn Sjálfstæðisflokksins að rökstyðja hið himinháa verð fyrir hesthúsin og svara því hvernig það var myndað? Hvenær ætla þeir að svara því hvers vegna lá svona á að leysa þann vanda sem braskar- arnir voru komir í? Þessar spurn- ingar brenna á bæjarbúum. Í Gustsmálinu hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks sýnt ábyrgðarleysi í fjár- málastjórnun og dekur við brask- ara. Samfylkingin hefur staðið gegn þessari vitleysu. Hún telur enga þörf á að semja við braskar- ana til þess að leysa þau fjárhags- vandræði sem þeir eru komnir í. Samfylkingin vill byggja upp glæsilega framtíðaraðstöðu fyrir hestamenn og láta þá sem enn eiga hesthús í Glaðheimum fá nýtt hesthús. Aðrir sem ekki eiga hest- hús geta að sjálfsögðu sótt um lóð á nýja svæðinu. Þessi lausn er ódýr, skynsamlega og ábyrg. Hún er góð fyrir hestamenn, hún er góð fyrir Kópavogsbúa. Höfundur er í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Um lygara, hesta og Land Cruiser jeppa Heima er best. Þar eigum við okkar bestu stundir, okkar bestu minningar og þar safnast saman munir sem eru okkur kærir. Eitt það erfiðasta sem hendir fólk er að þurfa að yfirgefa heimili sitt, óundirbúið fyrir breytingar eða af nauðsyn. Eldri borgarar þurfa oft að yfirgefa heimili sín mun fyrr en þörf er á. Skipulag íslensks samfélags í málefnum eldri borg- ara hefur ekki verið í takt við aðra stefnumótun og skipulag þar sem við kappkostum að tryggja ein- staklingum val um þjónustu. Við bjóðum eldri borgurum landsins ekki upp á þann kost sem flestir myndu velja sér, að búa heima eins lengi og hægt er. Þessu þarf að breyta. Tökum til hendinni Kröfur okkar yngri um búsetu- skilyrði og þjónustu eiga að vera viðmið okkar fyrir þjónustu við þá sem eldri eru. Tryggja þarf viðun- andi og vel skipulagða heimaþjón- ustu sem samhæfir félagslega þjónustu og hjúkrunarþjónustu. Að auki er mikilvægt að tryggja að í boði sé húsnæði sem hentar fólki sem vill minnka við sig. Fjölga þarf verulega þjónustu- íbúðum, dagvistarplássum og efla þjónustu við íbúa í fjölbýlishúsum sem byggð hafa verið fyrir aldr- aða. Fjölga þarf hjúkrunarrýmum Það er hlutverk kynslóðarinnar sem er í blóma lífsins að taka til hendinni og búa vel að eldri borg- urum í Reykjavík. Þjónustan á einni hendi Heimaþjónusta fyrir eldri borg- ara er á ábyrgð borgarinnar og þarf að vera í lagi. Með öflugri heimaþjónustu er hægt að bæta lífsgæði mjög margra í öruggu umhverfi. Mikilvægt er að Reykja- víkurborg sækist að auki eftir að sinna heimahjúkrun til að eldri Reykvíkingar njóti þess að stjórn- un málaflokksins sé á einni hendi. Höfundur er í 6. sæti framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík. Tryggjum heimaþjónustu UMRÆÐAN KOSNINGAR HAFSTEINN KARLSSON FRAMBJÓÐANDI UMRÆÐAN KOSNINGAR ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR FRAMBJÓÐANDI SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.