Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 20
 22. maí 2006 MÁNUDAGUR20 fréttir og fróðleikur Svona erum við Sértilboð til Króatíu 7. júní frá kr. 59.990 Glæsileg gisting – Laguna Bellevue **** Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á glæsilegri íbúðagistingu í Króatíu þann í júní. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað við frábæran aðbúnað. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíóíbúð á Laguna Bellevue **** í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Sértilboð 7., 14. og 21. júní. Aukavika kr. 15.000. Útflutningur á íslenskum landbún- aðarafurðum hefur gengið mjög vel að undanförnu og er svo komið að eftirspurn er orðin miklu meiri en framboð. Áform er átaksverkefni sem vinnur að útflutningi landbúnaðaraf- urða. Hvernig stendur á þessari miklu eftirspurn? Það er eftirspurn eftir góðum og heilnæmum matvælum, lambakjötið okkar er einstakt og íslenska mjólkin á fáa sína líka. Er hægt að auka framleiðsluna? Það ætti ekki að vera vandamál þar sem við notum ekki allt okkar beitiland. Það þarf að hvetja bændur til að auka framleiðsluna en það er mikilvægt að ganga ekki á auðlind landsins með því að ofbeita. Er mögulegt að flytja út fleiri vöru- tegundir? Já, það er mikill áhugi fyrir að fjölga vörutegundum eins og til dæmis fisk og súkkulaði. SPURT & SVARAÐ LANDBÚNAÐARMÁL Íslenskar af- urðir hafa al- gjöra sérstöðu BALDVIN JÓNSSON, VERKEFNASTJÓRI ÁFORMS Töluverð umskipti urðu á hægri væng norskra stjórn- mála þegar formannaskipti urðu í Framfaraflokknum nú í byrjun maí. Ung kona tók við forystunni af hinum gamalreynda Carl I. Hagen, sem hafði gegnt formennskunni í 28 ár og þótti með litríkustu stjórn- málamönnum, þótt umdeildur væri. Nýi formaðurinn, Siv Jensen, er þó enginn nýgræðingur. Hún gekk í flokkinn fyrir nærri tuttugu árum, þegar hún var átján ára, og hefur verið varaformaður í sjö ár. Nú stefnir hún á forsætisráðherra- stólinn í Noregi eftir næstu kosn- ingar, sem haldnar verða árið 2009. Félagar í flokknum gera sér vonir um að Siv Jensen muni tak- ast það sem Carl I. Hagen tókst aldrei, sem er að koma flokknum í ríkisstjórn. Þótt Hagen hafi tekist að afla flokknum mikils fylgis og afrekað það að gera hann að næststærsta flokknum í norskum stjórnmálum þótti hann of óút- reiknanlegur og ábyrgðarlaus í tali til þess að aðrir flokkar vildu hafa mikið saman við hann að sælda. Nú kann að verða breyting á því, þar sem Siv er ekki þekkt fyrir að láta stór orð falla. Í finnsku dagblaði var fyrir skemmstu fullyrt að Framfara- flokkurinn gæti orðið „fyrsti nor- ræni óánægjuflokkurinn sem tekur skrefið frá lýðskrumi til ábyrgðar“. Sjálf hefur Siv Jensen sagt að Framfaraflokkurinn hafi nú slitið barnsskónum og sé kominn af kyn- þroskaskeiðinu. „Nú erum við full- orðin og ég held að fólk taki eftir því,“ sagði hún í blaðaviðtali nýlega. Umdeildastur er Framfara- flokkurinn fyrir afstöðu sína í málefnum innflytjenda og útlend- inga. Ummæli Hagens í tengslum við þann málaflokk hafa oft vakið upp harðar deilur, ekki síst nú seinni árin þegar talið hefur borist að múslimum. Fyrir tæpum tveim- ur árum vakti það til að mynda hörð viðbrögð þegar hann sagði múslima ætla að sölsa undir sig heiminn, sagði þá starfa á svipað- an hátt og Hitler og gerði óspart grín að Múhameð spámanni. Siv Jensen segist sjálf hafa í grundvallaratriðum sömu skoðan- ir og Carl I. Hagen. Hún er þó var- kárari í orðavali og það gæti orðið til þess að styrkja stöðu flokksins enn frekar. Einnig segist Siv Jen- sen gera sér vonir um að stuðning- ur kvenna við flokkinn muni auk- ast, nú þegar Hagen er farinn frá og kona orðinn leiðtogi flokksins. Framfaraflokkurinn var stofn- aður árið 1973 og hefur frá upp- hafi barist fyrir því að draga úr sköttum og ríkisafskiptum. Á hinn bóginn vill flokkurinn ekki fórna velferðarkerfinu. Þessi stefna hefur gengið vel í kjósendur, þrátt fyrir að andstæðingar hans segi í þessu fólgna þverstæðu sem gangi engan veginn upp. Carl I. Hagen tók við for- mennskunni árið 1978 eftir lélega útreið flokksins í kosningunum 1977 og hefur jafnt og þétt aflað honum meira fylgis meðal kjós- enda. Straumhvörf urðu í sögu flokksins árið 1989 þegar flokkur- inn hlaut þrettán prósent atkvæða og var þar með orðinn þriðji stærsti flokkur landsins. Á síðasta ári náði Framfara- flokkurinn síðan þeim áfanga að vera orðinn næststærsti flokkur landsins með 22 prósent atkvæða en Hægri flokkurinn, sem jafnan hafði verið stærsti flokkurinn á hægri vængnum, var kominn niður í fjórtán prósent. Verka- mannaflokkurinn var þó enn sem fyrr öflugastur með tæplega þriðj- ung atkvæða. Vexti Framfaraflokksins undanfarinn áratug og rúmlega það hefur hins vegar fylgt niður- læging Hægri flokksins, sem áður fyrr var jafnan stærsti flokkur hægri manna í Noregi. Á landsfundi Hægri flokksins um miðjan maí brugðust flokks- félagar við þessari breyttu stöðu með því að bjóða Framfaraflokkn- um til samstarfs í stjórnarand- stöðunni. Hægri flokkurinn von- ast til þess að það geti auðveldað flokkunum að mynda hægri stjórn að loknum kosningum árið 2009. Núna um helgina var Erna Sol- berg endurkjörin leiðtogi Hægri flokksins. Hún hefur verið nefnd Járn-Erna vegna þess hversu hart hún þótti ganga fram í ráðherratíð sinni. Það gæti haft sitt að segja að leiðtogar tveggja helstu flokka hægrimanna í Noregi eru nú konur, ekki síst ef þessir tveir flokkar verða samferða í næstu kosningum. CARL I. HAGEN Þessi umdeildi stjórnmálamaður lét af formennsku í Framfaraflokknum nú í byrjun maí. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Nýr leiðtogi og ný ásýnd SIV JENSEN Hinn nýi formaður Fram- faraflokksins er enginn nýgræðingur í norskum stjórnmálum. Hún hefur verið varaformaður flokksins í sjö ár og stefnir núna á forsætisráðherra- stólinn. FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is Heimild: Hagstofa Íslands 1984 7, 5% 10 ,7 % 23 ,8 % 10 ,7 % 1989 1.-4. ársfjórðungur 2006 1994 1999 24 ,1 % 2004 > Hlutfall fíkniefnabrota af tilefnum fangavistana. Fyrr á tímum var sárasótt mikill skaðvaldur hér á landi sem annars staðar í heiminum. Sjúkdómurinn er núorðið sjaldgæfur hérlendis og greinast einungis nokkur sárasóttartilfelli árlega. Sjúkdómurinn er enn til staðar í sumum Asíulöndum, sums staðar í Afríku, Suður- Ameríku og jafnvel í Austur-Evrópu. Sums stað- ar hefur hann verið að færast í vöxt að nýju og þar á meðal á Norðurlöndunum. Hvernig smitast sárasótt? Sárasótt, öðru nafni sýfílis, orsakast af bakt- eríu (Treponema pallidum). Sárasótt smitast venjulega um slímhúð kynfæra við samfarir en getur einnig smitast um aðrar slímhúðir, svo sem í munnholi og endaþarmi. Dæmi eru um að smit komist í gegnum húð, til dæmis á fingrum. Sýkt móðir getur smitað fóstur sitt á meðgöngu. Hver eru einkennin? Sárasótt byrjar sem eitt eða fleiri hörð, eymslalaus, vessandi sár, 3-10 millimetrar í þvermál. Sárin koma oft 1-6 vikum eftir smit á þeim stað sem bakterían komst inn í líkamann. Oft er erfitt að finna sárið ef það er inni í leg- göngum, við endaþarminn eða inni í þvagrás þar sem sárið er oftast sársaukalaust. Ef engin meðferð er gefin hverfur sárið af sjálfu sér eftir 3-6 vikur. Þótt sárið hverfi lifir bakterían samt áfram í líkamanum. Eftir 1-3 mánuði kemur sjúkdómurinn oft fram aftur og þá sem útbrot á húðinni. Þessu getur fylgt hiti, flökurleiki, þreyta, liðverkir og hárlos. Jafnvel þessi einkenni geta horfið án meðferðar. Eru fylgikvillar? Hafi fullnægjandi meðferð ekki verið gefin á fyrstu stigum sjúk- dómsins getur bakterían sest að í ýmsum vefjum líkamans og valdið þar sjúkdómum síðar á ævinni, til dæmis hjarta- og taugasjúkdómum. Smitist fóstur á meðgöngu getur bakt- erían valdið varanlegum skaða á því. Hver er meðferðin? Sárasótt er læknuð með penísillíni sem oftast er gefið í sprautum í 10-17 daga. Allir rekkjunautar viðkomandi einstaklings verða að koma í skoðun þar sem afleiðingar sjúkdóms- ins geta verið alvarlegar. Heimild: www.landlaeknir.is FBL GREINING: SÁRASÓTT Skæður bakteríusjúkdómur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.