Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 8
8 22. maí 2006 MÁNUDAGUR
��������������������������������������������������������������������������������������� ���������������������
����������
������������
��������
���������
��������
��������
��������
��������
�����������������
��������
�����������
��������
������������������������������
�������������������������������
���������������������������������������������������
������������� ����������������������������������������
�������������������������������������� ��������
����������������������������������������������
��������������������������������������������������
������������������������������ ��������������������
�������������������������
������������������������������ ��������������������
LYFJAMÁL Stofnun ríkisrekins
sjálfseignarfyrirtækis um inn-
flutning á samheitalyfjum er nú í
skoðun hjá heilbrigðisráðuneytinu
vegna þeirrar fákeppni sem ríkir
á samheitalyfjamarkaði á Íslandi.
Samheitalyf eru lyf sem ekki
lúta vernd einkaleyfa og allir geta
framleitt. Þau eru yfirleitt ódýrari
en frumlyfin sem lúta slíkri vernd.
Hlutur samheitalyfja er mjög
lágur á Íslandi miðað við nágranna-
löndin; um fimmtán prósent á móti
85 prósentum frumlyfja.
Fyrir tíu árum voru sett lyfja-
lög þar sem lyfjaverslun var gefin
frjáls og einokunarstaða lyfja-
fræðinga afnumin. Hugmyndin
var að markaðsöflin myndu taka
við sér, að sögn Einars Magnús-
sonar, skrifstofustjóra í heilbrigð-
isráðuneytinu, sem segir breyt-
inguna hafa skilað ágætis árangri
í fyrstu. „En
markaðurinn
hefur ekki verið
að virka sein-
ustu ár og
sennilega er
íslenski mark-
aðurinn of lítill
til að þessi sam-
keppni skili sér
með einhverjum
hætti,“ segir Einar.
Páll Pétursson, formaður lyfja-
greiðslunefndar, segir vel hugsan-
legt að ríkið fari í samkeppni á
samheitalyfjamarkaði. „Ég get vel
séð það fyrir mér að það verði
þróunin ef aðrir fara ekki að flytja
inn þessi ódýru lyf. Þá hlýtur
almannaheill að krefjast þess að
ríkið fari að skipta sér að því.“
Páll tekur fram að samkeppni á
frumlyfjamarkaði sé að ganga upp
og umboðsmenn frumlyfja-
framleiðenda hafi staðið við sína
samninga. Þar vísar Páll til sam-
komulags sem var gert árið 2004
við framleiðendur frumlyfja um
lækkun lyfjaverðs. „En þeir sem
flytja inn frumlyf hafa engan
áhuga á að flytja inn samheitalyf,“
segir Páll.
Stefnumörkunarvinna með
lyfjamálin í heild sinni er í gangi
hjá heilbrigðisráðuneytinu í nefnd
sem hefur verið að störfum í tvö ár.
Áætlað er að nefndarvinnunni ljúki
núna í haust. Nefndin var sett á
laggirnar eftir að ríkisendurskoðun
gaf út skýrslu í mars 2004 um lyfja-
mál á Íslandi og ákveðið var í
kjölfarið að fara í stefnumörkunar-
vinnu og nýta þessa skýrslu. Í
nefndinni situr átján manna hópur
úr öllum stjórnmálaflokkum og
helstu hagsmunasamtökum. Einar
Magnússon, skrifstofustjóri heil-
brigðisráðuneytisins stýrir nefnd-
inni. „Það er verið að fara yfir allan
málaflokkinn og reynt að ná sam-
stöðu um málin,“ segir Einar.
sdg@frettabladid.is
LYF Í HILLU Samanburður á lyfjaverði milli Íslands og Danmerkur sýnir gífurlegan mun á verði samheitalyfja.
Stofnun ríkisrekins lyfja-
fyrirtækis er í skoðun
Vegna þeirrar fákeppni sem er á íslenskum samheitalyfjamarkaði eru hugmyndir um aðkomu ríkisins að
innflutningi á samheitalyfjum í skoðun hjá heilbrigðisráðuneytinu.
EINAR MAGNÚSSON
KÚVÆT, AP Emírinn af Kúvæt rauf
þjóðþingið í gær og boðaði til kosn-
inga í lok júní, ári áður en þær áttu
að fara fram. Ákvörðun Al Sabah
er nýjasta útspilið í valdataflinu
milli hans og þingsins.
Frá árinu 1963 hafa emírar
landsins rofið þing fjórum sinnum.
Stundum hefur löggjafarsamkundan
ekki komið saman í nokkur ár í
kjölfarið. Árið 1999 var þó þeirri
reglu komið á að boða yrði til kosn-
inga innan tveggja mánaða eftir
þingrof. Undanfarnar vikur hefur
staðið styr milli þingsins og
stjórnarráðsins vegna fyrirhugaðra
breytinga á kosningakerfi landsins.
- bs
Emírinn í Kúvæt:
Rauf þing og
flýtir kosningu
KÍNA Byggingu risastórrar stíflu
sem hefur verið í byggingu í þrettán
ár í Kína er lokið. Stíflan er hluti af
stærstu vatnsaflsvirkjun sögunnar
en hún mun framleiða um 84,7 tera-
wattstundir af orku þegar hún verður
að fullu komin í gagnið árið 2009.
Stíflan verður 2,3 kílómetrar að
lengd en bygging hennar var gríðar-
lega umdeild í Kína því flytja þurfti
1,3 milljónir manna frá heimilum
sínum. Yangtze-fljót er mikil
samgönguæð en kínverskir ráða-
menn telja að virkjunin muni efla
atvinnulíf svæðisins.
Kostnaður við verkið nemur um
1.535 milljörðum íslenskra króna.
Þó að framkvæmdum sé lokið
verður stíflan ekki tekin í notkun
fyrr en eftir tvö ár. - sgi
Stífla í Kína:
Stærsta vatns-
aflsvirkjunin
RISAVAXIÐ MANNVIRKI Stíflan er 2,3
kílómetrar að lengd og kostar um 1.535
milljarða íslenskra króna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Námuslys í Kentucky Fimm námu-
menn létust í sprengingu í kolanámu í
Kentucky í Bandaríkjunum aðfaranótt
laugardags. Ekki er vitað hvað olli
sprengingunni. Öryggi námumanna
hefur vakið nokkra umræðu í Banda-
ríkjunum enda hafa námuslys verið
tíð. Fjórtán námumenn létust í tveimur
námuslysum í janúar.
BANDARÍKIN
WASHINGTON, AP Ríkisstjórn
Bandaríkjanna ætlar ekki að gefa
stjórn Írans neina tryggingu fyrir
því að Bandaríkin muni ekki ráð-
ast með hervaldi inn í landið, jafn-
vel þó að stjórnin í Teheran gefi
eftir varðandi kjarnorkuáætlun
sína. Þetta sagði Condoleezza
Rice, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, í sjónvarpsviðtali um
helgina. „Íran er vandræða-
gemlingur í hinu alþjóðlega sam-
félagi, aðalbanki hryðjuverka.“
Ríkisstjórn Írans hefur reyndar
margoft gefið það út að hún ætli
sér einungis að auðga úran til
framleiðslu á rafmagni en ekki til
vopnaframleiðslu.
Rice sagði að Íranir ættu tvo
valkosti, að þeir afléttu áhyggj-
um varðandi kjarnorkuáætlun
þeirra eða að alþjóðasamfélag
beitti refsiaðgerðum. „Íranir vita
að slíkar aðgerðir alþjóðlegs
samfélags geta verið mjög skað-
legar landinu.“
Rice mun í vikunni hitta
Mohammed ElBaradei, forseta
alþjóða kjarnorkumálastofnunar-
innar, í Washington. Auk þess
munu fulltrúar Evrópusambands-
ins, Þýskalands og þeirra ríkja
sem eiga fast sæti í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna hittast í
London til þess að ræða stöðu
mála í Íran. - sha
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræðir málefni Írans:
Fá ekki öryggistryggingu
CONDOLEEZZA RICE Segir að Bandaríkja-
stjórn muni ekki gefa Írönum öryggis-
tryggingu enda hafi ekki verið beðið um
neitt slíkt.
VEISTU SVARIÐ
1 Hvað nefnist finnska hljómsveitin sem sigraði í Eurovision?
2 Hvað heitir bæjarstjórinn á Siglu-firði?
3 Íbúar hvaða ríkis kusu um sjálfstæði í gær?
SVÖRIN ERU Á BLS. 46