Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 80
22. maí 2006 MÁNUDAGUR32
Menningarlífið er með miklum
blóma um þessar mundir. Lista-
hátíð stendur yfir og teygir anga
sína um allar trissur. Áhugasamir
unnendur mynd-, tón- og leiklistar
hafa vart undan að þeysast milli
bæjarhluta og sýslna til þess að
missa ekki af þessu menningar-
lega hlaðborði. Enn er nóg eftir af
forvitnilegum viðburðum og von á
góðum gestum.
Lífið varð allsherjar listahátíð
OPNUN LISTAHÁTÍÐAR Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir og þingforsetinn Sólveig Pétursdóttir stungu saman
nefjum í sögulegu umhverfi Landnámsskálans. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR
GÆÐINGARNIR OPNUÐU MYNDLISTARSÝNINGU Í NÝLISTASAFNINU
Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ragnar Kjartansson, Hekla Dögg Jónsdóttir
og Sara Björnsdóttir fögnuðu í tilefni dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR
GARRISON KEILLOR
ÚTVARPSMAÐUR Vinsælasti
útvarpsþáttur Bandaríkj-
anna var tekinn upp í Þjóð-
leikhúsinu með íslenskum
gestum.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FAGNAÐUR EFTIR HAROLD PINTER Leikarar Þjóðleikhússins voru hylltir eftir sýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR
DORRIT MOUSSAIEFF FORSETAFRÚ Listahátíð var sett hinn 12. maí og sama dag var opnuð
sýningin Reykjavík 871 +/-2 í Landnámsskálanum í Aðalstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR
GUÐMUNDUR ODDUR
> SKRIFAR UM SJÓNMENNTIR
Fór í Borgarleikhúsið til að horfa á dansverkið „Við erum öll
Marlene Dietrich“ eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin.
Það er svolítið merkilegt fyrir mig að upplifa það á síðustu
árum hvað nútímadans er að verða beitt listform. Hélt satt best
að segja lengi vel að þetta snérist bara um prinsessur og svani.
En öðru nær. Ég hef slysast inn á nokkrar sýningar Íslenska
dansflokksins í vetur og orðið vitni að því að eitthvað stór-
merkilegt er að gerast í þessari grein. Hafði reyndar séð ýmis-
legt sérkennilegt í Klink&bank. En þetta Marlene Dietrich
verk núna í vikunni var alveg sérstakt. Í því sameinast svo
margt. Frábærir flytjendur, öflugt táknmál í líkamsbeitingu,
vídeó, lagavali og rokkuðum tónlistarflutningi. Hápunktur
verksins var töfrandi flutningur Diederik Peeters á hinu
undursamlega ljóði John Lennons „Imagine“, ljóði sem virðist
skipta meira og meira máli eftir því sem tíminn líður. Nei, hann
söng það ekki - hann flutti það og bætti reyndar heilmiklu við
það þarna en það virtist bara batna í túlkun hans. Hreint frá-
bært!
Spegilmyndin
Sýningin fjallaði líka um tilgang listarinnar og samband lista-
manna og áhorfenda. Í mínum huga skiptast listamenn í tvær
megin fylkingar. Sú fyrri keppir oftast að tæknilegri fullkomn-
un. Þeir eru fyrst og fremst uppteknir af tækni. Geta notað
verkfæri og farið með efni oft á snilldarlegan hátt. Þeir geta
meira að segja verið hámenntaðir en hættir þá stundum til að
vera vandræðalega fræðilegir eins og svo margir raunvísinda-
menn. Þeirra fagurfræði byggist á spegilmyndinni. Því nær
sem komist er að „raunveruleikanum“ þeim raunveruleika
sem hægt er að spegla eða mæla því betra. Flottari grafík
myndu tölvunördarnir segja. Sjaldnast er þessi tegund hermi-
listar með göfug markmið. - Markmiðin oftar en ekki afar sjálf-
hverf. „Sjáiði hvað ég er snjall!“ Svona tæknilega snjall - Þetta
er heimspeki gervigreindarinnar - að ná því markmiði að gera
kort í einum á móti einum. Fegurðin er afgreidd sem yfirborð
og álitamál. Fyrir fólk sem hefur áhuga á einhverju öðru en
peningum. Þetta er spegilmyndin. Þar er engin „mission“ í
gangi, bara andlaus sýndarmennska og sjálfsupphafning.
Glugginn
Hin tegundin er á „mission“. Þau eru einskonar erindrekar guð-
anna, listamenn eins og Diederik, Erna Ómars og allt það lið.
Eru kyndilberar. Lýsa upp svæðið. Opna fyrir okkur dyr eða
glugga og hjálpa okkur að sjá að það er landslag bak við spegil-
inn, með öðrum orðum svæði innra með okkur miklu merki-
legra en yfirborð spegilsins. Einskonar vistarvera sem hefur
uppljómast. Þessi tegund listamanna notar ekki bara tæknina
heldur líka tilfinningarnar, ímyndunaraflið og innsæið. Er með
sannfæringarkraft. Leikur fyrir okkur leik sem sorglega fáir
leika. Tilgangurinn er raunveruleg vaka og upplifun, fullþrosk-
un þeirra afla sem liggja óvirk í hjarta okkar. Svona listamenn
sjá fyrir sér það sem ekki er sýnilegt. Hafa hugrekki til að
framkvæma það sem virðist óframkvæmanlegt. Þessi tegund
sköpunargáfunnar er kjarninn í tilverunni - Hann er fær um að
framkalla nýjan raunveruleika væntanlega fegurri og betri
sem þó er ekki gefið. Veruleika sem hinir sem eru þess ekki
megnugir geta farið að spegla og mæla - ekki satt? Það er þetta
sem Lennon var að reyna að segja okkur með dægurlaginu
„Imagine“. Þeir skipta mestu máli sem nota ímyndunaraflið til
göfugra verka, ná einhverri framtíðarsýn og framkvæma. - Er
það svo erfitt? Þetta á ekki bara við um listamenn. Þetta á við
sköpunarkraftinn í okkur öllum. Við þurfum að gera okkur
grein fyrir að það sem við heyrum og sjáum er aðeins lítið brot
af því sem við gætum heyrt, séð og vitað. Ótrúlega margir hafa
hingað til lifað í fátæklegasta herbergi hugans - hálfgerðu
svefnherbergi. Okkur býðst að ganga inn í önnur, guðdómlega
falleg, full af raunverulegum fjársjóðum, með gluggum og
útsýni til betra lífs. Er það svo erfitt í raun og veru? Að maður
tali nú ekki um ef við sameinumst um það.
Ímyndum okkur!