Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 22. maí 2006 15 Baldvin H. Sigurðsson matreiðslu- meistari skipar efsta sæti á lista Vinstri grænna en hann átti ekki sæti á lista flokksins síðast. Hann segir meginá- herslur listans á velferðar-, atvinnu- og umhverfismál. „Við munum berjast fyrir hækkun lægstu launa og draga til baka launalækkun almenns verkafólks hjá bænum. Við boðum gjaldfrían leikskóla, fría heimatilbúna máltíð í alla grunnskóla og að íbúar á öldrunarheimilum eigi rétt á eigin herbergi.“ VG vill jafnframt fjölga störfum í ferðaþjónustu með aukinni afþreyingu fyrir ferðafólk og hlúa að starfsemi Markaðsskrifstofu ferðamála og sjávarútvegsfyrirtækjum bæjarins. „Við ætlum að hjálpa háskólanum til vaxtar og metorða, auka lóðaframboð og laða ný atvinnufyrirtæki til bæjarins. Vinstri grænir munu stórauka endurvinnslu, fullklára göngu- og hjólastíga bæjarins og gera Glerárdal að útivistarparadís. Við viljum byggja upp miðbæjar- svæðið en fara varlega í þær framkvæmdir.“ Hermann Jón Tómasson áfangastjóri leiðir lista Samfylkingarinnar en hann var í öðru sæti síðast. Hann segir núverandi meirihluta ekki skynja vilja íbúanna. „Í hverju málinu á fætur öðru hafa forsvarsmenn meirihlut- ans deilt við fólkið sem þeir voru kjörnir til að þjóna. Eitt nýjasta dæmið er hugmyndir um sjávar- síki í miðbænum sem meirihlutinn virðist telja forsendu uppbyggingar en meirihluti íbúa er ósáttur við.“ Hermann segir Samfylkinguna ætla að beita sér fyrir eflingu atvinnulífsins og leggja fram skýrar hugmyndir í þeim efnum. „Við ætlum að vinna ötullega í málefnum aldraðra og annarra sem þurfa á stuðningi samfélagsins að halda. Við viljum bæta aðstæður barnafjölskyldna og afnema leikskólagjöld í áföngum á kjörtímabilinu. Í umhverfis- og skipulagsmálum leggjum við áherslu á sátt við íbúana og að hagsmunir samfélagsins í heild verði hafðir að leiðarljósi.“ Hermann J. Tómasson S-lista: Meirihlutinn skilur ekki íbúana Hólmar Örn Finnsson viðskiptalög- fræðingur skipar efsta sæti á lista Framfylkingarflokksins sem er nýtt stjórnmálaafl á Akureyri. Hann segir O-listann þverpólitískt framboð ungs fólks sem vilji virkja kraft unga fólks- ins. „Við teljum rödd unga fólksins eiga heima í bæjarstjórn í bæ sem gefur sig út fyrir að vera skólabær. Ekkert hinna framboðanna stillir fólki undir þrítugu það ofarlega á lista að líklegt megi telja að viðkomandi nái kjöri til bæjarstjórnar.“ Hólmar segir O-listann leggja mikla áherslu á mál- efni háskólans og vilja efla hann með beinum stuðningi Akureyrarbæjar. „Tækifæri til nýsköpunar og frumkvöðla- starfsemi, í samstarfi háskólans og fyrirtækja í bænum, eru gríðarleg og þau verður að nýta. Við leggjum einnig áherslu á að bæta ímynd Akureyrar en hún er sú að hér sé láglaunasvæði og lítið um að vera. Jafnframt viljum við laða að fleiri erlenda ferðamenn, til dæmis með alþjóðlegri rokkhátíð í anda Hróarskelduhátíðarinnar.“ Hólmar Ö. Finnsson O-lista: Ungt fólk í bæjarstjórn Jóhannes Gunnar Bjarnason íþrótta- kennari er í efsta sæti á lista Framsókn- arflokksins en hann skipaði þriðja sæti fyrir fjórum árum. Hann segir B-lista leggja höfuðáherslu á að bæta áfram alla þjónustu við íbúana. „Við ætlum að halda áfram uppbyggingu í öldr- unar- og félagsmálum og stórefla Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar. Við viljum gera átak í íþróttamálum og tómstunda- og listnámi barna með auknum niðurgreiðsl- um og leggjum áherslu á ferðaþjónustu. Þá munum við berjast fyrir lengingu flugbrautarinnar og hafnaraðstöðu fyrir skemmtiferðaskip.“ Jóhannes segir Framsóknarflokkinn hafa metnað til að bjóða Akureyringum upp á bestu grunn- og leikskóla landsins. „Við viljum jafnframt gera vistvænar samgöngur að raunhæfum möguleika með því að bæta göngu- og hjólreiðastíga bæjarins og með því að hafa frítt í strætó.“ Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri leiðir lista Sjálfstæðisflokks líkt og í síðustu tvennum kosningum. Hann segir áherslur flokksins settar fram með hagsmuni allra bæjarbúa að leið- arljósi. „Við munum tryggja áfram að leikskólagjöld verði ekki hærri en í samanburðarsveitarfélögum. Við viljum laða hingað nýsköpunar- og tæknifyrirtæki með því að taka þátt í rannsóknarkostnaði og jafnframt lækka skatta á atvinnufyrirtæki árið 2007.“ Kristján segir kannanir sýna að landsmenn horfi sífellt meira til Akureyrar með búsetu í huga. „Hér er fjölskylduvænt samfélag en undanfarið höfum við byggt upp grunnþjónustu. Nú ætlum við í auknum mæli að huga að afþreyingu og tómstundum og virða þannig framtíðarsýn og vilja Akureyringa eins og kom fram á frábæru íbúaþingi í tengslum við Akureyri í öndvegi.“ Kristján Þ. Júlíusson D-lista: Fjölskylduvænt samfélag Oddur Helgi Halldórsson, blikksmið- ur og bæjarfulltrúi, er í fyrsta sæti á Lista fólksins en hann hefur leitt listann frá því hann bauð fyrst fram árið 1998. Hann segir núverandi meirihluta þreyttan og bæjarstjórann ekki með hugann við stjórn bæjarins. „L-listinn vill fá ópólitískan fagmann sem bæjarstjóra og bæta aðstöðu aldraðra og rekstrarumhverfi íþrótta- félaganna. Vinna þarf markvisst í atvinnumálum og stórauka fjármagn í forvarnir og úrræði fyrir vímuefna- neytendur. Skipulagsmálin eru í hnút og síkisdraumar bæjarstjórans óraunhæfir.“ Oddur segir markmið L-listans skýr. „Við ætlum að efla Akureyri. Við lútum ekki flokkseigendaklíku og finnst aumkunarvert þegar formenn flokkanna og ráðherrar dúkka upp í bænum í kosningabaráttunni, brosandi í allar áttir. Nær væri að þeir létu verkin tala á þingi.“ Oddur H. Halldórsson L-lista: Fagmann sem bæjarstjóra kvæmdina ekki í forgangi og Listi fólksins telur hana óraunhæfa. Frambjóðendur allra listanna sex segjast hafa orðið varir við góðan meðbyr að undanförnu. Hafi kjósendum á Akureyri ekki fjölgað þeim mun meira síðustu daga er ljóst að í flestum tilfellum er um að ræða svikabyr sem ekki mun skila öllum pólitískum skútum á Akureyri í örugga höfn á laugar- daginn. - kk Baldvin H. Sigurðsson V-lista: Fjölgun starfa og frír leikskóli Jóhannes G. Bjarnason B-lista: Bæta þjónustu á öllum sviðum Akureyri SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2006 Kynntu þér frábær tilboð í Vildarþjónustunni í sumar 50% afsláttur hjá Flugfélagi Íslands Allt að 30.000 kr. afsláttur í sólina Afsláttur hjá Hertz bílaleigu 10.000 kr. ferðaávísun …og margt fleira Félagar í Vildarþjónustu Sparisjóðsins fá ferðatilboð hjá Úrval-Útsýn og Plúsferðum, 50% afslátt af flugi innanlands, ferðalán og bílaleigu á betri kjörum. Í Sparisjóðnum færðu einnig gjaldeyri fyrir fríið. Það er engin tilviljun að viðskiptavinir Sparisjóðsins eru þeir ánægðustu í bankakerfinu síðastliðin 7 ár. Við lögum okkur að þínum þörfum! Þú í útrás F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.