Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 82
 22. maí 2006 MÁNUDAGUR34 Það er hreint ótrúlegt að hugsa til þess hve hratt fiskisagan flýgur í Aþenu þegar Silvía Nótt er annars vegar. Var á gangi um bæinn fyrir helgi. Hitti tvær grískar stúlkur sem spurðu mig hvort ég hefði heyrt fréttirnar! Silvía Nótt hefði brotið hurð að herbergi hinnar sænsku Carolu á hótelinu sem þær gista á; Divani Caravel? Ég kom af fjöllum og efaðist um sannleiksgildið, en var svo heppin að hitta einn stílista hennar á göngu í miðbænum. Spurði hvort sagan væri sönn. Hann hló og sagði hana ranga. Kom í höllina stuttu síðar þar sem ég hitti hollenskan félaga. Hann spurði mig hvort rétt væri að Silvía Nótt hefði brotið rúðu baksviðs þegar ljóst varð að hún hefði ekki komist upp úr undanúrslitunum í Eurovision? Efaðist enn um að rétt væri. Hitti einn úr íslensku sendinefndinni. Sagan var röng, en þó með örlitlum sannleiksblæ, því þegar Silvíu varð ljóst að hún hefði ekki komist áfram skellti hún hurð að bún- ingsklefanum sínum, sem rumpað hefur verið upp baksviðs. Þil fyrir ofan hurðina brotnaði, enda ekki af dýrustu gerð. Klefi Carolu var við hliðina. Eitthvað var Silvía að banka á dyrnar hjá Carolu. Svona verða kjaftasögurnar til. Að öðru. Föstudagurinn var rólegur í höllinni fyrir utan uppákomu í sal fjölmiðlamannanna snemma um morg- uninn. Einhver grísku starfsmannanna skellti klámmynd í tækið sem naut sín á tveimur risaskjám í salnum. Uppi varð fótur og fit og gamanið, ef gaman skyldi kalla, stóð stutt yfir. Keppendurnir æfðu í sjöunda sinn á sviðinu í gær. Enn vantaði eitthvað upp á hljóðið og rétt eins og starfsfólkið hafi verið eftir sig eftir gríðarlega keyrslu síðustu daga. Ekkert að óttast. Keppnin verður örugglega sögð betri en hinar fimmtíu hingað til. SILVÍA BAKSVIÐS Í HÖLLINNI Enn umtöluð þó hún hafi fallið úr leik á fimmtudags- kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Flautuleikarinn Ian And- erson, forsprakki hljóm- sveitarinnar Jethro Tull, heldur tónleika í Laugar- dalshöll annað kvöld. Freyr Bjarnason átti gott spjall við Anderson, sem þykir aldeilis frábær á tónleikum. Ian Anderson spilaði síðast hér á landi á Akranesi í byrjun tíunda ára- tugarins, þá með Jethro Tull. Í þetta skipti kemur hann fram undir eigin nafni og fær sér til aðstoðar Kamm- ersveit Reykjavíku auk þess sem fiðluleikarinn ungi Lucia Micarelli verður honum til halds og trausts. „Tónleikarnir á Akranesi voru meira tengdir rokki og þungarokki. Núna er ég að spila tónlist sem á vissulega uppruna sinn í rokkinu en er meira órafmögnuð. Ég er „accoustic“ tón- listarmaður sem endaði á því að spila í rokkhljómsveit. Bakgrunnur minn er úr klassík, kirkjutónlist, þjóðlagatónlist og fleiru í þeim dúr. Ég hef verið að spila með strengja- hljómsveit síðustu fjögur árin þó svo að ég spili enn með Jethro Tull,“ segir Anderson, sem hljómar afar yfirvegaður í símanum. Mozart yrði sáttur Hann lofar fínum tónleikum annað kvöld þar sem allir tónlistarunnend- ur eigi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mun hann spila ýmsa stíla, þar á meðal klassíska tónlist, fönk og djass. Að sjálfsögðu verða sígild Jethro Tull-lög einnig á efnisskránni. „Ég mun spila verk eftir klassíska höfunda. Stundum breyti ég melód- íunum aðeins þannig að útkoman verður kannski ekki alveg eins og höfundarnir ætluðu sér upphaflega. Ég held samt að Mozart yrði sáttur við að ég sé að spila tónlist eftir hann og setja hana í nýjan búning. Ég myndi heldur aldrei geta hermt nákvæmlega eftir honum en á móti kemur að ég get gert ýmislegt sem hann hefði ekki getað gert sjálfur,“ segir Anderson. „Margir myndu telja þetta helgispjöll en mér finnst ekkert rangt við það að spila lögin eins og ég held að þeim hefði fundist skemmtilegt. Mér er í það minnsta sama þó aðrir spili lögin mín.“ Á öðrum fæti Einkennismerki Anderson á tónleik- um hefur verið að standa á öðrum fæti á meðan hann spilar á þverflaut- una. Hann ætlar sér ekki að svíkja aðdáendur sína í Laugardalshöll- inni. „Ég reyni að koma því í gegn á hverjum tónleikum. Á fyrstu vikum Jethro Tull spilaði ég á öðrum fæti og hugsaði þá ekkert frekar um það fyrr en ég las það í blöðunum. Þeir minntust á að þar hefði verið náungi sem spilaði á flautu og stæði á öðrum fæti. Sannleikurinn er reynd- ar sá að ég spilaði svona á harmon- ikkuna en ákvað síðan að gera þetta að sérkenni mínu. Fólk býst alltaf við þessu. Ljósmyndararnir fá sínar myndir og eftir það geta þeir farið,“ segir hann og hlær. Dr. Ian Anderson Anderson verður í júlí gerður að heiðursdoktor við háskóla í Edin- borg í heimalandi hans Skotlandi. Hann segir það mikinn heiður að fá slíka nafnbót en býst ekki við að nota hana opinberlega. „Flest fólk sem er heiðrað af drottningunni hefur vit á því að taka við heiðrin- um og nota ekki titilinn. Sumir nota hann samt. Ég sá eitt sinn stórt píanó með ábreiðu með áletr- uninni Sir Elton John. Ég bara trúi því ekki að hann fari um heiminn með stafina Sir Elton John á píanó- inu sína en það lítur út fyrir það. Mér finnst það hálf hallærislegt og ekki við hæfi að nota titilinn sjálf- ur en það er allt í lagi að fjölmiðlar geri það. Ég myndi til dæmis ekki nota Dr. Ian Anderson því ég gæti til dæmis lent í vandræðum ef ég þyrfti allt í einu að taka á móti barni,“ segir hann í léttum dúr. Alltaf ungur á morgnana Anderson verður sextugur á næsta ári. Eftir áratugi í tónlistarbrans- anum segist hann mjög þakklátur fyrir stöðu sína í dag. „Í hvert sinn sem ég vakna hugsa ég að ég sé að byrja feril minn og ég trúi því aldrei hvað ég er gamall. Mér finnst ég þá vera að byrja sem tónlistar- maður en um hádegisbilið fatta ég að ég er ekki ungur lengur. Ég reyni því að skipuleggja tónleika og fleira tengt tónlistinni á morgnana. Um hádegið sé ég sjálfan mig síðan í spegli eða glugga og sé það hversu gamall ég er orðinn,“ segir hann á prakkaralegan hátt. „Það er alltaf ákveðinn léttir að geta vaknað á morgnana því margir af þeim sem ég hef þekkt í gegnum árin eru látn- ir. Ég tel mig vera heppinn að geta vaknað og gert það sem ég geri.“ Saknar Jimi Hendrix Spurður að því hvaða manneskju hann sakni mest af þeim sem hafa fallið frá nefnir hann bandaríska gítarsnillinginn Jimi Hendrix. „Þó svo að ég hafi ekki þekkt hann náið spiluðum við oft á sömu tónleikum. Á tónlistarhátíðinni Isle of Wight árið 1970 sá ég hann koma af svið- inu þegar ég var að ganga inn á það. Þetta var í síðasta sinn sem fólk sá Jimi því þetta voru síðustu stóru tónleikarnir hans. Það er dálítið leiðinlegt að ég hafi verið þarna og ekki getað gert neitt til að hjálpa honum. Ég sá að hann var óham- ingjusamur þegar hann gekk á svið- ið. Ég sá hann spila tvö til þrjú lög og vissi þegar honum gekk vel og hvenær ekki. Þarna var hann ekki upp á sitt besta og þetta var í raun vandræðalegt, þannig að ég fór bara. Ég fæ alltaf samviskubit þegar ég hugsa um þetta því maður sér þegar fólki líður ekki vel. Ef Jimi hefði lifað í nokkur ár í viðbót hefði hann getað haldið áfram að spila og gert góðar plötur. Það er alltaf leitt þegar einhver deyr fyrir aldur fram.“ Fremur engin helgispjöll IAN ANDERSON Flautuleikarinn og söngvarinn heldur sína aðra tónleika hér á landi annað kvöld. ���������������� ����������� ����������� ���������������� ��������������� ������������ Staðfest hefur verið að Nick Mason, fyrrverandi trommuleik- ari Pink Floyd, muni koma til Íslands og spila á tónleikum Roger Waters í Egilshöll 12. júní næst- komandi. Mason mun spila á seinna hluta tónleikanna; á öllu verkinu Dark Side of the Moon og svo í upp- klappslögum. Heyrst hefur að Roger Waters hafi haft sambandi við bæði David Gilmore og Rick Wright, hina tvo félaga sína úr Pink Floyd, og boðið þeim að spila á nokkrum tónleik- um í ferð sinni um Evrópu. Ekki er vitað hvort þeir ætli að slá til og hvort Ísland verði þá viðkomu- staður þeirra. Stærsta hljóðkerfi sem hefur verið sett upp á Íslandi verður notað í Egilshöll á tónleik- um Waters, þar á meðal fullkomið 360 gráðu víðómakerfi. Miðasala á tónleikana fer fram á midi.is, í Skífunni og BT á Akur- eyri og Selfossi. Mason trommar ROGER WATERS Fyrrum forsprakki Pink Floyd heldur tónleika í Egilshöll 12. júní. Nú styttist óðum í að Angelina Jolie fæði í heiminn barn sitt og Brads Pitt. Þau skötuhjúin dvelj- ast nú í Namibíu og fjölmiðlar reyna hvað þeir geta til að mynda parið þar í landi. Nýjustu fregnir herma að Brad og Angelina hafi samið við bandarískt dagblað um einkarétt á fyrstu myndum sem teknar verða af barninu. Fyrir það fá þau tæpar 200 milljónir króna sem þau hyggjast gefa til Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Selja myndir af barni sínu GUNNHILDUR A. GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ AÞENU Silvía enn milli tannanna á fólki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.