Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 2
2 22. maí 2006 MÁNUDAGUR LÖGREGLA Fjórir menn voru hand- teknir í fyrrinótt vegna gruns um aðild að vopnuðu ráni sem var fram- ið í Apótekaranum á Smiðjuvegi á fimmtudagsmorgun. Einn maður klæddur svörtum kufli kom inn í apótekið á fimmtu- dagsmorguninn og ógnaði starfs- fólki þess með öxi og hafði á brott með sér nokkuð magn af lyfjum. Lögreglan í Kópavogi hefur unnið að rannsókn málsins síðan ránið var framið en það telst nú upplýst þar sem játning liggur fyrir. - eö Vopnað rán í Apótekaranum: Játning liggur fyrir í málinu Fíkniefni á Selfossi Lögreglan á Selfossi stöðvaði einn ökumann í gærmorgun vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Leitað var í bílnum hjá manninum en engin efni fundust þar og var því leitað heima hjá honum. Heima hjá manninum fannst lítilræði af amfetamíni og kannabisefn- um og viðurkenndi maðurinn að hann væri eigandi efnanna. LÖGREGLUFRÉTTIR Erill hjá lögreglunni í Reykjavík Í nógu var að snúast hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt þar sem mikill mannfjöldi var í bænum. Níu voru teknir fyrir ölvunarakstur. Hraðakstur Mikið hefur verið um of hraðan akstur síðustu daga. Lögreglan í Borgarnesi hefur stöðvað fjölda öku- manna vegna hraðaksturs í Borgarfirði og lögreglan á Leifsstöð hefur einnig þurft að stöðva fjölda ökumanna sem hafa ekið of hratt á Reykjanesbraut. Bílvelta við Egilsstaði Bifreið valt um ellefuleytið í gærmorgun rétt utan við Fellabæ, en hálka var á veginum. Tveir ferðamenn voru í bílnum og var ökumaðurinn ómeiddur en farþegi fann til í baki og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLA Þrír gistu fangageymslu lögreglunnar á Hvolsvelli í fyrri- nótt eftir að mikil ólæti komu upp á Hellu. Lögreglan fékk tilkynningu um slagsmál fyrir utan veitinga- stað um tvöleytið og fór á staðinn og handtók einn mann. Við það æstust aðrir og réðust að lögreglu og reyndu að frelsa manninn. Eftir að liðsauki kom frá Selfossi um þrjúleytið tókst að stöðva lætin og voru tveir til viðbótar handteknir. Engin meiðsl urðu á lögreglu- mönnum í átökunum en einn lög- reglubíll skemmdist lítillega. - eö Þrír handteknir á Hvolsvelli: Reyndu að frelsa fangann SÖNGVAKEPPNI Silvía Nótt var þrettánda af 23 keppendum í undankeppni Eurovision á fimmtu- dagskvöldið. Pólverjar voru næst- ir því að komast inn með sjötíu stig og Belgar voru í tólfta sæti. Íslensku keppendurnir fengu 62 stig, fjórtán stigum minna en Makedónía sem var síðust þjóða upp úr undanúrslitunum. Ísland fékk eitt stig frá Bosníu, Króatíu, Frakklandi, Lettlandi, Mónakó og Armeníu, tvö stig frá Írlandi og Serbíu, þrjú stig frá Portúgal, fimm frá Eistlandi og Bretlandi, sex frá Spáni og Sví- þjóð og að lokum sjö frá Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Lit- háen. Jenny frá Andorra lenti í neðsta sæti með lostafulla laginu sínu Sensa tu en hún fékk átta stig. Hvít-Rússar voru næst neðstir með tíu stig, Mónakó vermdi 21. sætið og Hollendingar það tuttug- asta í undankeppninni. - gg Silvía var þrettánda í röðinni: Silvíu vantaði 14 stig upp á SILVÍA GRÆTUR ÚRSLITIN Ofurstjarnan grét sáran er ljóst var að hún kæmist ekki í úrslitin. Hún náði að koma nokkrum blótsyrðum til viðbótar að í erlendum fjölmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÖLDRUNARMÁL Allt frá árinu 1991 hefur Framkvæmdasjóður aldr- aðra ekki verið nýttur að fullu til þess að byggja stofnanir fyrir aldraða eins og tilskilið var í lögum um sjóðinn í upphafi. Alls hafa rúmir sex milljarðar króna runnið í Framkvæmdasjóð aldr- aðra undanfarin tíu ár en af þeirri fjárhæð hafa innan við sextíu pró- sent, aðeins 3,6 milljarðar, farið í framkvæmdir samkvæmt upphaf- legum tilgangi laga um sjóðinn. Ríkisvaldið hefur notað um 2,5 milljarða til reksturs. Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, ræddi málefni Framkvæmda- sjóðsins á fundi Aðstandenda- félags aldraðra og Landssam- bands eldri borgara fyrir skemmstu og fullyrti að skerðing ríkis- ins á fé sjóðsins hefði tafið öll samstarfsverk- efni ríkis og borgar um tvö ár. „Ef það fé sem hefur verið inn- heimt með þessum sérstaka skatti á síðustu fimmtán árum hefði ekki verið tekið í annað þá hefði verið hægt að byggja öll þau hjúkrunar- rými sem nú er þörf á.“ Dagur er þeirrar skoðunar að notkun fjármuna sjóðsins til annars en uppbyggingar sé sérstaklega alvarlegt af því að um nefskatt sé að ræða. Þjóðin hafi staðið í þeirri trú að þeir væru til að stuðla að uppbyggingu í þágu aldraðra. „Þetta viðgengst ennþá á fjárlög- um þessa árs því aðeins 58 prósent af þessum sérstaka skatti eru notuð í uppbyggingu hjúkrunarheimila. Þetta er auðvitað reginhneyksli og það þarf einfaldlega að skila þessum peningum.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykja- vík, segist hafa gagnrýnt það árum saman að fé Framkvæmdasjóðs aldraðra renni til annars en bygg- ingar húsnæðis fyrir aldraða en segir jafnframt að ekki megi gleyma því að einnig verði að tryggja rekstur heimilanna. „Það er mitt mat að á undanförnum árum hafi bæði Reykjavíkurborg og ríkisvaldið alls ekki lagt nægi- lega áherslu á byggingu hjúkrun- arheimila.“ Vilhjálmur segir jafn- framt að Samfylkingin sé með umræðu sinni um Framkvæmda- sjóð aldraðra að draga athyglina frá eigin aðgerðarleysi í þessum málaflokki. „Þetta á ekki að vera afsökun fyrir aðgerðarleysi R- listans í þeim úrræðum sem snúa beint að borginni eins og bygg- ingu þjónustuíbúða þar sem eru yfir þrjú hundruð manns á bið- lista í afar brýnni þörf.“ svavar@frettabladid.is Framkvæmdafé aldraðra í rekstur Fé Framkvæmdasjóðs aldraðra, sem upphaflega var hugsað til uppbyggingar húsnæðis fyrir eldri borgara, fer að stórum hluta til reksturs og annarra þarfa í öldrunarþjónustu. „Reginhneyksli,“ segir oddviti Samfylkingar í Reykjavík. FRÁ HJÚKRUNARHEIMILINU EIR Um 2.500 milljónir króna sem ætlaðar hafa verið til upp- byggingar húsnæðis fyrir eldri borgara hafa verið nýttar til reksturs heimilanna og annarra þarfa.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON DAGUR B. EGGERTS- SON LEIT Björgunarsveitir á Austur- landi fundu á laugardag fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðarson, sautján ára pilt frá Egilsstöðum, sem leitað hefur verið í rúma viku. Leitað er á svæði sem er austan og norðan Þjóðfells. Áætlar svæðisstjórnin á Egilsstöðum að slóðin sé 35-40 kílómetra frá Grímsstöðum á Fjöllum þaðan sem Péturs var upphaflega saknað á aðfaranótt síðasta sunnudags. Slóðin sem fannst er margir kílómetrar á lengd og fundu leitar- menn einnig tómt gæsahreiður sem álitið að Pétur hafi komið að og jafnvel nýtt eggin sér til matar. Baldur Pálsson, formaður svæðisstjórnar á Egilsstöðum, segir að slóðin hafi óneitanlega fyllt leitarmenn von um að finna Pétur og þess vegna hafi margir lagt á sig geysilega vinnu við leit- ina. Baldur segir líkurnar á því að sporin séu eftir einhvern annan en Pétur ákaflega litlar. „Förin lágu þannig að við getum ekki skilið þau öðruvísi en þarna hafi villtur maður verið á ferð. Greini- legt er að hann þekkir ekki landið miðað við þá stefnu sem hann tók.“ Um klukkan sex í gær voru rúmlega fjörutíu manns við leitina á fjórhjólum og bílum. Veðrið var þá ágætt, töluverður vindur og bjart, en leit var hætt tímabundið kvöldið áður vegna veðurs. - shá Leitarmenn á Möðrudalsöræfum fundu slóð og tómt gæsahreiður á laugardag: Vongóðir um að finna Pétur FRÁ LEITINNI Sporin sem fundust á laugar- dag hafa fært leitarmönnum nýja von um að finna Pétur Þorvarðarson. MYND/ANNA SPURNING DAGSINS Ómar, hvernig skilgreinir þú meðbyr? ,,Meðbyr er þegar fylgi Framsóknar- flokksins er upp, hvort sem það mið- ast við kosningar eða kannanir.“ Framsóknarflokkurinn í Kópavogi mældist með 9,7 prósenta fylgi í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Það er átján prósentum minna en í síðustu kosningum. Ómar Stefánsson, oddviti listans, sagðist finna fyrir meðbyr. SAGA Á tímum kalda stríðsins létu íslensk stjórnvöld ítrekað hlera síma hjá stjórnmálaflokkum, fjöl- miðlum, félagasamtökum og ein- staklingum. Alþingismenn voru í þeim hópi sem hlerað var hjá. Þetta kemur fram í rannsókn sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræð- ingur kynnti á söguþingi í gær. Leyfi til hlerana voru rökstudd sem nauðsynleg þegar öryggi ríkisins og starfsfriði Alþingis var talið ógnað. Árin 1949 til 1968 fengu stjórn- völd sex sinnum leyfi dómsvalda til að hlera símanúmer vegna ótta um öryggi ríkisins. Þetta var árið 1949 við inngönguna í Atlantshafs- bandalagið, 1951 við heimsókn Eisenhower, yfirhershöfðingja NATO, 1951 við komu Bandaríkja- hers og 1961 þegar landhelgis- samningur var gerður við Breta. Einnig voru leyfðar hleranir 1963 við heimsókn Lyndons B. Johnson, varaforseta Bandaríkjanna, og 1968 vegna utanríkisráðherra- fundar NATO. Í öllum tilfellum var hlerað hjá þingmönnum og á skrifstofu Sósíal- istaflokksins og Þjóðviljanum. Einnig voru símar hleraðir hjá verkalýðsfélaginu Dagsbrún og hjá samtökum herstöðvaandstæð- inga. Árið 1961 var einnig hlerað hjá Alþýðusambandi Íslands. Engar heimildir finnast fyrir því að símahleranir hafi verið stund- aðar án dómsúrskurðar. - shá Ný rannsókn Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings: Hlerað hjá alþingismönnum GUÐNI TH. JÓHANNESSON Rannsóknin sýnir mörg tilvik þar sem símar voru hlerað- ir vegna ótta um öryggi ríkisins. Alþingis- menn voru á meðal þeirra sem hlerað var hjá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Góð grásleppuveiði Grásleppuveiði á Ströndum hefur gengið prýðilega í vor og aflabrögð verið góð. Áhöfnin á línu- og netabátnum Hlökk ST-66 frá Hólmavík fiskaði vel á vertíðinni og fékk um 120 tunnur af söltuðum hrognum. SJÁVARÚTVEGUR Nýr þjóðgarður Ferðamálasamtök Vestfjarða vilja að Látrabjarg og Rauði- sandur verði skilgreind sem þjóðgarður á næstu tveimur árum. Verið er að kynna hugmyndirnar fyrir landeigendum á svæðinu og forstöðumaður Markaðs- stofu Vestfjarða segir mikilvægt að sátt náist í málinu. NÁTTÚRUVERND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.