Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 78
 22. maí 2006 MÁNUDAGUR30 menning@frettabladid.is ! ��������������������������������� ����������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� ������������������������������ ������������ �������������� �� ����������� �������������� �������� ��������������� ���������������������������������� ������������������ ������ ������������� ��������� ��� �������� ���������� ���������� ��� �������� ������������ ����������������������������������� �������� ��������������� �������� ������������������ ������������� �������� ��������� ������������� �������� ��������� Kl. 10.00 Sýningar Listasafns Reykjavíkur eru opnar frá kl. 10-17 alla daga. Á Kjar- valsstöðum standa yfir sýningar á verkum Josephs Kosuth og hjónanna Ilya og Emilia Kabakov sem unnin voru til minningar um ævintýri H.C. Andersen. > Ekki missa af... Vortónleikum Drengjakórs Reykjavíkur í Hallgríms- kirkju á uppstigningardag. Leiksýningunni Viltu finna milljón? í Borgarleikhúsinu. Óborganlegur farsi um 400 milljónir og fólk sem má ekki vamm sitt vita. Söngsveitinni I Fagiolini sem treður upp á Listahátíð í Reykjavík. Tónleikar í íslensku óperunni hinn 25. maí. Á þriðjudagskvöld verður haldin kynning á vegum Goethe-stofnunarinnar á þýska leikstjóranum og leikskáldinu René Pollesch. Í húsnæði leiklistar- deildar Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu 13 verður leikhúsbíó þar sem sýnt verður úr verkum hans en inngangsorð flytja Ragnheiður Skúladóttir og Egill Heiðar Anton Pálsson. Goethe-stofnunin hefur þegar kynnt leikstjórana Frank Castorf og Christoph Schlingensief með sama hætti en allir þessir leikstjórar eiga það sam- eiginlegt að hafa starfað mikið í Berlínarborg. René Pollesch fæddist árið 1962 í Friedberg í Þýskalandi og nam leikhúsfræði í Gießen hjá Andrzej Wirth og Hans-Thies Lehmann. Hann tók meðal annars þátt í sýningum Heiner Müller, George Tabori og John Jesurun. Pollesch er einn af merkilegustu pólitísku rithöfundum samtímans og leikstýrir sínum verkum sjálfur en hann hefur unnið fyrir Volksbühne-leikhúsið í Berlín um árabil, meðal annars sem listrænn stjórnandi hliðarleikhússins Prater der Volksbühne frá 2001 og fyrir Berlínar Ensemble. Dagskráin hefst kl. 20.00 og er öllum opin. Goethe kynnir Pollesch Jóhann Guðmundsson leggur sitt af mörkum til íslenskrar matarmenningar og bindur inn uppskriftir fyrir framtíðina. „Þetta er búið að taka mig á þriðja ár,“ segir Jóhann Guðmundsson, sem færði á dögunum Kvenna- sögusafni Íslands nítján mat- reiðslubækur eftir Helgu Jóns- dóttur að gjöf en hann safnaði bókunum saman og batt þær inn sjálfur. Jóhann segir að allt hafi þetta byrjað á því að hann batt inn Mat og drykk eftir Helgu og í framhaldinu hafi hann byrjað að leita uppi aðrar bækur Helgu. „Samtals hafa komið út 36 bækur eftir Helgu, með endurskoðuðum prentunum,“ segir Jóhann. Matarmenningarlegt gildi bóka Helgu er óumdeilt en Jóhann hefur ekki síður áhuga á heimild- argildi þeirra í sögulegum skiln- ingi. „Helga var skólastjóri Hús- mæðrakennaraskóla Íslands í nítján ár og hafði með bókum sínum mikilvæg áhrif á matar- menningu Íslendinga. Hún var með mjög fjölbreytta kennsluskrá á skólastjórnarárum sínum og lagði mikið upp úr til dæmis sál- fræði og háttvísi og var að því leyti langt á undan sínum sam- tíma. Hún lagði einnig mikið upp úr því að landsnytjarnar, í víðasta skilningi þess orðs, mættu gagn- ast sem best til heimilishalds.“ Jóhann segist vonast til þess að bókagjöfin muni gagnast Kvenna- sögusafninu sem best. „Helga fæddist árið 1904 og lést 1962 og þegar maður flettir þessum bókum sér maður að starf húsmóður á þessum tíma var flókið og viða- mikið. Ætli þetta væri ekki kallað Heimilisrekstur ehf. eða eitthvað álíka í dag. Helga var 58 ára þegar hún lést og hún var vafalaust langt á undan sinni samtíð í skrifum sínum en hún hvetur til dæmis fólk til að borða grænmeti og reyn- ir að benda á hvar hægt sé að nálg- ast það.“ Matur og drykkur er sjálfsagt þekktasta verk Helgu en sjálfur heldur Jóhann mest upp á bókina 160 fiskréttir. „Þetta er eina fisk- réttabókin og ég batt hana saman úr slitrum þriggja bóka. Það var heilmikið mál að ná þessu saman og ég ákvað því að láta þessa bók skera sig úr og batt hana í hlíra.“ Jóhann fór alls konar krókaleiðir í leit sinni að bókum Helgu. „Ég hef keypt allar bækurnar hennar og þurfti stundum að elta þær út á land og hef hringt út um allar trissur og notið hjálpar góðra manna á ýmsum stöðum.“ Jóhann lærði bókband í Félagsmiðstöð Reykjavíkur undir leiðsögn Hild- ar Jónsdóttur bókbandsmeistara. „Starfsfólkið þarna hefur reynst mér ákaflega vel og ég kann því öllu bestu þakkir fyrir.“ Það er þó ekki af eintómum mataráhuga sem Jóhann réðist í þessa umfangsmiklu bókbands- vinnu en honum er mikið í mun að verk Helgu varðveitist og séu aðgengileg. „Þessar bækur eru búnar að þjóna tveimur til þremur kynslóðum og mér finnst að þær eigi að vera aðgengilegar. Þær bækur Helgu sem eru til á Þjóðar- bókhlöðunni eru geymdar niðri í kjallara og það tekur nokkurn tíma að fá að komast til að skoða þær. Þegar ég komst að þessu datt mér Kvennasögusafnið í hug og bækurnar verða framvegis geymdar á skrifstofu safnsins.“ - þþ Ótal uppskriftir í bandi JÓHANN GUÐMUNDSSON OG AUÐUR STYRKÁRSDÓTTIR Auður tók Jóhanni fagnandi þegar hann kom færandi hendi með nítján innbundn- ar matreiðslubækur Helgu Jónsdóttur. MYND/ÞÞ RENÉ POLLESCH Eftirsóttur og umdeildur leikstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.