Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 22. maí 2006 3 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Geitungategundir eru fjórar á Íslandi og tilheyra ættbálki æðvængja. Teg- undirnar eru: Paravespula germanica, Paravespula vulgaris, Dolichverpula norwegica og Vespula rufa. Samfélag geitunga er háþróað og byggir ein drottning upp búið í upp- hafi og verpir eggjum sem gefa af sér kven- og karlvinnudýr og varðdýr. Þau hjálpa til við að byggja upp búið og verja það. Síðast verpir drottningin eggjum nýrra drottninga sem lifa eftir vetrardvalann. Búin eru gerð úr tréni sem dýrin sækja í nærliggjandi tré og runna. Búin geta orðið mjög stór og eru allt að 5000 dýr í einu búi. Geitungar eru dökkir með gulum þverröndum. Full- vaxið dýr er allt að 30 mm langt. Hljóð i geitungi minnir á grimmdarlegt suð. Englendingar eru yfirleitt með eitt heiti yfir allar tegundir geitunga eða wasp. Húsageitungur (Paravespula germanica). Talið er að geitungar hafi numið hér land á áttunda áratug nýliðinnar aldar og náð að laga sig að aðstæðum. Talið er að húsageitungur hafi verið fyrstur til að festa rætur hér á landi og þá í Reykjavík og dreifst síðan um höfuðborgarsvæðið. Húsa- geitungurinn á frekar erfitt uppdrátt- ar hér enda er hann við nyrstu mörk þess svæðis sem hann getur lifað á. Útbreiðsla húsageitungsins takmark- ast ennþá við höfuðborgarsvæðið og litlar líkur á að hann nái fótfestu ann- ars staðar á landinu. Tegundin reisir sér bú inni í húsþökum, á háaloftum, í holrými milli þilja og holur í jörðu duga líka. Holugeitungur (Paravespula vul- garis). Holugeitungur fannst fyrst í Reykjavík árið 1977 og hefur verið til staðar síðan. Stundum er mikið af honum, stundum lítið. Honum geng- ur mun betur en húsageitungnum að fóta sig á höfuðborgarsvæðinu. Holugeitungurinn reisir bú á svipuð- um stöðum og húsageitungur og er mjög algengur undir hraunhellum og í blómabeðum. Holugeitungurinn hefur oftast fleiri en einn útgang á búi sínu. Holugeitungur þarf um það bil 3-4 mánuði til að ljúka ferli sínu með framleiðslu á drottningum. Hann er því mjög sjáanlegur í ágúst og fram í september. Trjágeitungur (Dolichverpula nor- wegica) fannst fyrst árið 1982 í Borg- arfirði og á Austurlandi en gera má ráð fyrir að hann hafi borist fyrr til. Trjágeitungur hefur dreifst hratt um landið, fyrst um láglendi og þéttbýli og síðan um hálendið. Hann hefur mjög trausta stöðu. Búin eru yfirleitt sýnileg og oft berskjölduð. Þau hanga í trjám og runnum undir þakskeggjum húsa, á gluggakörmum, á klettum og steinum og í girðingum. Sumar trjá- tegundir virðast vera vinsælli en aðrar hjá geitungnum og má í því sambandi nefna runnann Mispil. Oft er mikið um geitunga í kringum þann runna þó ekki séu bú staðsett þar. Trjágeitung- ar þurfa um tvo mánuði til að ljúka ferli sínu og framleiða drottningu fyrir næstu kynslóð. Roðageitungur: (Vespula rufa). Talið er að roðageitungurinn hafi verið síðasta tegund geitunga til að nema land hér eða kringum 1998 en aðeins tvö bú hafa fundist og bæði á höfuð- borgarsvæðinu í holum í jörðu. Þessi tegund er mjög sjaldgjæf og lítið hægt að spá um afdrif hennar hér. Geitungar eru félagsverur með mjög vel skipulagt stjórnkerfi þar sem hver einstaklingur hefur fyrir fram ákveðið hlutverk og allir hafa það sameiginlega hlutverk að verja búið og drottninguna fyrir utanaðkomandi áreiti. Foreldrar ættu að vara börn sín við að áreita geitunga eða geitunga- bú. Geitungabú byrja að sjást sem lítil kúla eins og vínber og þá er drottn- ingin ein en þau eru fljót að stækka þegar fyrstu vinnudýrin taka til starfa. Fylgstu vel með í garðinum þínum í upphafi vors og fylgdu geitungum eftir ef þú sérð þá á sveimi í garðin- um. Taktu vel eftir því hvort geitungar séu með ákveðna flugleið, ákveðið hegðunarmynstur. Vertu helst búin að finna búið áður en þú leitar aðstoðar, fáðu leiðbeiningar hjá meindýraeyði um hvernig standa skuli að eyðingu búsins. Varist að vera með opnar gos- drykkjadósir á borðum þegar verið er að grilla eða snæða utanhúss því hætta er á að geitungur skríði ofan í dósina og stingi síðan viðkomandi í munninn þegar drukkið er úr dósinni. Ef mikið er af geitungum þegar borð- að er utanhúss er ráð að leggja líka á borð fyrir þá. Settu til dæmis sykur í skál eða gos í glas í hæfilegri fjarlægð frá matarborðinu og þá eru miklar líkar á að geitungarnir haldi sig þar. Allir hafa geitungarnir það sameig- inlegt að geta stungið fólk og dýr og geta verið æði grimmir og aðgangs- harðir sé stuggað við þeim eða komið of nálægt búum þeirra. Þeir stinga með holum gaddi og gefa frá sér eitur sem er ekki óáþekkt og snákaeitur bara í mun minna mæli. Stungan er mjög sár og oftast bólgnar fólk upp undan stungunni og þarf stundum að leita til læknis. Sé stungið í munn eða háls einhvers með bráðaof- næmi getur stungan verið banvæn. Mikilvægt er að koma fólki til læknis áður en það kemst í andnauð. Fáðu aðstoð meindýraeyðis við útrýmingu á geitungabúum. Flugnanet sem hægt er að setja inn í opnanleg fög í gluggum og hurðaföls er hægt að fá hjá meindýraeyðum. Þegar geitungabú er yfirgefið er það ónýtt og verður ekki notað aftur. Vistfræðilega er nær öruggt að ef geit- ungabú fær að vera í friði í garðinum eða húsinu þínu, reyna drottningarnar að finna dvalarstað sem næst híbýlum þínum eða í þeim fyrir næsta tímabil. Það er því mikill ávinningur að eyða geitungabúi um leið og það finnst Það er mjög æskilegt að tveir menn séu saman við eyðingu gei- tungabúa á nóttinni vegna öryggisins. Heimildir: Upplýsingar og fróð- leikur um Meindýr og varnir, 2004 University of California. Geitungar Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. Hjá fyrirtækinu Steinasteini fást alvöru hestasteinar með hring. Hestasteinarnir hjá Steinasteini er alvöru náttúrugrjót þannig að engir tveir steinar eru eins heldur hefur hver og einn sinn karakter. Þeir vega á bilinu 200-400 kíló og hringirnir eru úr 12 og 16 mm járni. Fyrirtækið tekur að sér að útvega stærri steina og annað efni í hringinn, allt eftir óskum kaup- enda. Steinarnir fara vel á hellu- lögðu hlaðinu, við hesthúsið eða inni í garði og eru prýði hvar sem þeim er fyrirkomið. Nú rennur upp mikill annatími hjá hestamönnum. Vel viðrar til útreiða og víða má sjá mikinn fjölda knapa og hesta ríða út frá hesthúsahverfum á landinu. Á löngum reiðleiðum væri ekki ama- legt að hafa fínan hestastein til að tjóðra hestinn við þegar sest er niður til að gæða sér á nesti. Einnig er hestasteinninn góð hugmynd fyrir utan félagsheimili hesta- manna. Ekki einungis sem hagnýt lausn heldur einnig til að fegra umhverfið. Steinasteinn er með verslun úti á Granda í Reykjavík, nánar til- tekið á Eyjaslóð en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Hvolsvelli. Með hest- inn til taks Það er stíll yfir því að hafa hestastein við húsið. ������������������������� ������������������ ����������������������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.