Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 89

Fréttablaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 89
MÁNUDAGUR 22. maí 2006 41 •Innkaupakort VISA er ókeypis kreditkort. •Ekkert stofngjald, árgjald eða seðilgjald. •Kortið er ætlað í rekstrarinnkaup og kemur í stað beiðna- og reikningsviðskipta. •Auðveldar innkaup og bætir yfirsýn. •Úttektartímabil er almanaksmánuður. •Gjalddagi er 25. næsta mánaðar. •Lengri greiðslufrestur. INNKAUPAKORT VISA Nýr dagur – ný tækifæri Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA á www.visa.is og hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Verkstæðið 10 ára. FÓTBOLTI Enska pressan heldur áfram að velta fyrir sér framtíð Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chel- sea en News of the World þykist hafa heimildir fyrir því að Chel- sea vilji fá Ruud van Nistelrooy frá Manchester United og sé reiðubúið að láta Eið Smára á Old Trafford í staðinn. Blaðið er reyndar ekki þekkt fyrir áreiðanleika en það kveðst engu að síður hafa heimildir fyrir því að Peter Kenyon, stjórnarmað- ur hjá Chelsea, hafi fundað með umboðsmanni van Nistelrooy í síð- ustu vikum og þar hafi náðst sam- komulag um samning hollenska sóknarmannsins. Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, hefur sagt að hann sé reiðubúinn að selja Eið þó hann hafi mikið álit á honum. Reikna má með talverðum breytingum á sóknarlínu Chelsea á næsta tíma- bili þar sem liðið hefur mikinn áhuga á úkraínska sóknarmannin- um Andriy Shevchenko en hans mál ættu að skýrast síðar í vik- unni. Didier Drogba vill fara frá Chelsea og hefur verið talað um skipti á honum og Shevchenko. Auk Manchester United hefur Eiður verið orðaður við Newcastle United, Tottenham og Blackburn svo einhver lið séu nefnd. Reiknað er með að Sir Alex Ferguson vilji ekki selja van Nistelrooy í annað lið á Englandi en hann sé líklegur til að skipta um skoðun ef hann geti fengið Eið Smára í sínar raðir. Framtíð van Nistelrooy á Old Trafford er í mikilli óvissu en eins og kunnugt er rauk hann burt í fússi fyrir einn af lokaleikjum United í ensku úrvalsdeildinni. Ferguson lét hafa eftir sér að van Nistelrooy hefði neikvæð áhrif á liðsandann innan félags- ins. - egm Enskir fjölmiðlar halda áfram að fjalla um framtíð landsliðsfyrirliða Íslands: Skipt á Eiði og van Nistelrooy? TIL MANCHESTER UNITED? Eiður Smári er á leið til Manchester United í skiptum fyrir Ruud van Nistelrooy, samkvæmt News of the World. NORDICPHOTOS/AFPI FÓTBOLTI David Dein, stjórnarmað- ur hjá Arsenal, sagði í gær að félagið hefði hafnað tveimur risa- tilboðum sem hljóðuðu upp á fimmtíu milljónir punda í franska sóknarmanninn Thierry Henry. Á föstudag skrifaði Henry undir nýjan fjögurra ára samning við Arsenal en ef félagið hefði tekið tilboðum í leikmanninn hefði hann orðið dýrasti leikmaður heims og slegið 47 milljón punda metsölu Zinedine Zidane. „Skilaboð okkar voru skýr, hann er ekki til sölu. Hann hefur frábær áhrif á þá efnilegu leik- menn sem við höfum, við erum með þrjá táninga sem eru að fara að spila á HM. Hvað geta mörg félög sagt það?“ sagði Dein en hann sagði að bæði tilboðin hefðu komið frá spænskum liðum. „Það þarf engan sérfræðing til að sjá hvaða lið það eru,“ sagði Dein, sem var klárlega að tala um Barcelona og Real Madrid. - egm Spænsku risarnir vildu Henry: Arsenal neitaði risatilboðum ÁFRAM Thierry Henry hyggst ljúka ferlinum hjá Arsenal. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES RALL Sebastien Loeb frá Frakk- landi vann sitt fimmta rall í röð í heimsmeistarakeppninni í gær en þá vann hann með yfirburðum í Ítalíurallinu. Loeb er heimsmeist- ari í rallakstri en hann ekur Citroën og varð 2,41 mínútu á undan hinum finnska Mikko Hir- vonen á Ford sem varð í öðru sæti. Daniel Sordo frá Spáni vann síðan bronsverðlaunin en hann ekur á Citroën. Loeb hefur 66 stig eftir sjö keppnir og er langefstur í heildar- stigakeppninni. Í tveimur fyrstu keppnunum hafnaði hann í öðru sæti en hefur síðan unnið fimm mót í röð. Finninn Marcus Grön- holm er sem fyrr í öðru sæti í heildarstigakeppninni en hann er með 35 stig. - egm Frakkinn Sebastien Loeb: Á sigurbraut FÓTBOLTI Brasilíski bakvörðurinn Roberto Carlos hefur sett forráða- mönnum Real Madrid einfalda en skýra afarkosti – annað hvort borga þeir honum betur eða hann fer í annað félag. Carlos greindi frá því í viðtali við The Sun í Eng- landi að Chelsea hefði boðið honum tveggja ára samning sem fæli í sér mun betri launakjör en þau sem hann hefur hjá spænska stór- veldinu. „Ég hef ekkert á móti því að vera áfram hjá Real en ég hef fengið gott tilboð frá Chelsea og einnig félögum í Katar og Samein- uðu arabísku Furstadæmunum. Ef Real kemur með jafngott tilboð mun ég vera áfram,“ sagði Carlos en hann viðurkennir að ferill sinn kunni brátt að vera enda. „Ég er 33 ára og á ekki mikið eftir sem fótboltamaður. Ég verð að setja sjálfan mig og fjölskyld- una í fyrsta sætið og sjá til þess að ég fái sem mesta peninga.“ - vig Roberto Carlos: Borgið betur eða ég fer annað NOTA HÖFUÐIÐ Er farinn að láta peningana stjórna sér. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.